228 hraðalækkandi tillögur frá íbúum á kjörtímabilinu Sara Björg Sigurðarsdóttir skrifar 15. desember 2021 08:30 Í síðustu viku komst til framkvæmda fyrsti áfangi nýrrar hámarkshraðaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor. Hafa vaskir starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja götur og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða víðsvegar um borgina en nýjar merkingar taka gildi jafnóðum og þær eru settar upp. Markmiðið er að stuðla að bættu umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda innan hverfisins en rannsóknir sýna að fylgni er á milli hraða og slysatíðni. Forgangsatriði fyrir meira öryggi vegfarenda er að draga úr hraða til að auka öryggi gangandi og hjólandi. Lögð hefur verið áhersla á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístunda samhliða við götur þar sem er mikill fjöldi gangandi vegfarenda á leið um. Öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi Íbúar borgarinnar hafa verið ötullir á kjörtímabilinu að kalla eftir lækkun hámarkshraði í þeirra nærumhverfi enda stuðlar hraðalækkun að bættu öryggi, betri hljóðvist og stuðlar að betri lífsgæðum fyrir íbúa. Í dag geta því börn, foreldrar, gangandi og hjólandi vegfarendur víðsvegar um borgina glaðst yfir þessum ánægjulega áfanga. Sem dæmi hafa komið inn í hugmyndasöfnun í gegnum Hverfið Mitt á þessu kjörtímabili 228 tillögur sem snúa að lækkun hámarkshraða eða beiðnir um hraðalækkandi aðgerðir eins og hraðahindranir, þrengingum í götum eða hraðavaraskilti. Sem dæmi komu úr Laugardal 39 tillögur, 38 komu úr Háaleiti og Bústöðum og úr hverfinu mínu, Breiðholtinu komu inn 36 tillögur. Er breyting á hraða í þinni götu? Í þessum áfanga verða teknar niður í 40 km hámarkshraða Snorrabraut, milli Burknagötu og Grettisgötu. Fjallkonuvegur, milli Gullinbrúar og Frostafoldar og Fjallkonuvegur, milli Jöklafoldar og Hallsvegar. Þær götur sem hraði tekin niður í 30 km hámarkshraða eru Snorrabraut, milli Grettisgötu og Sæbrautar. Borgartún, milli Snorrabrautar og Katrínartúns. Nóatún, milli Laugavegs og Borgartúns. Engjateigur. Langholtsvegur, milli Skeiðarvogs og Sæbrautar. Álfheimar. Holtavegur, milli Langholtsvegs og Sæbrautar. Stjörnugróf. Seljaskógar, milli Grófarsels og Hjallasels. Bæjarbraut. Rofabær, milli Hraunbæjar og þrengingar austan Brúaráss. Bjallavað. Ferjuvað. Völundarhús, milli Suðurhúsa og Gagnvegs til vesturs. Langirimi, milli Hallsvegar og Flétturima. Mosavegur/Spöngin, milli Móavegar og Skólavegar. Vegur norðan við Rauðavatn ásamt vegtengingu við Hádegismóa, merkt II gata og Aðalbraut. Til hamingju Reykjavíkingar með þetta mikilvæga skref - skref sem við erum að taka til að skapa öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar í samgöngu- og skipulagsráði og formaður íbúaráðsins í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku komst til framkvæmda fyrsti áfangi nýrrar hámarkshraðaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor. Hafa vaskir starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja götur og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða víðsvegar um borgina en nýjar merkingar taka gildi jafnóðum og þær eru settar upp. Markmiðið er að stuðla að bættu umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda innan hverfisins en rannsóknir sýna að fylgni er á milli hraða og slysatíðni. Forgangsatriði fyrir meira öryggi vegfarenda er að draga úr hraða til að auka öryggi gangandi og hjólandi. Lögð hefur verið áhersla á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístunda samhliða við götur þar sem er mikill fjöldi gangandi vegfarenda á leið um. Öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi Íbúar borgarinnar hafa verið ötullir á kjörtímabilinu að kalla eftir lækkun hámarkshraði í þeirra nærumhverfi enda stuðlar hraðalækkun að bættu öryggi, betri hljóðvist og stuðlar að betri lífsgæðum fyrir íbúa. Í dag geta því börn, foreldrar, gangandi og hjólandi vegfarendur víðsvegar um borgina glaðst yfir þessum ánægjulega áfanga. Sem dæmi hafa komið inn í hugmyndasöfnun í gegnum Hverfið Mitt á þessu kjörtímabili 228 tillögur sem snúa að lækkun hámarkshraða eða beiðnir um hraðalækkandi aðgerðir eins og hraðahindranir, þrengingum í götum eða hraðavaraskilti. Sem dæmi komu úr Laugardal 39 tillögur, 38 komu úr Háaleiti og Bústöðum og úr hverfinu mínu, Breiðholtinu komu inn 36 tillögur. Er breyting á hraða í þinni götu? Í þessum áfanga verða teknar niður í 40 km hámarkshraða Snorrabraut, milli Burknagötu og Grettisgötu. Fjallkonuvegur, milli Gullinbrúar og Frostafoldar og Fjallkonuvegur, milli Jöklafoldar og Hallsvegar. Þær götur sem hraði tekin niður í 30 km hámarkshraða eru Snorrabraut, milli Grettisgötu og Sæbrautar. Borgartún, milli Snorrabrautar og Katrínartúns. Nóatún, milli Laugavegs og Borgartúns. Engjateigur. Langholtsvegur, milli Skeiðarvogs og Sæbrautar. Álfheimar. Holtavegur, milli Langholtsvegs og Sæbrautar. Stjörnugróf. Seljaskógar, milli Grófarsels og Hjallasels. Bæjarbraut. Rofabær, milli Hraunbæjar og þrengingar austan Brúaráss. Bjallavað. Ferjuvað. Völundarhús, milli Suðurhúsa og Gagnvegs til vesturs. Langirimi, milli Hallsvegar og Flétturima. Mosavegur/Spöngin, milli Móavegar og Skólavegar. Vegur norðan við Rauðavatn ásamt vegtengingu við Hádegismóa, merkt II gata og Aðalbraut. Til hamingju Reykjavíkingar með þetta mikilvæga skref - skref sem við erum að taka til að skapa öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar í samgöngu- og skipulagsráði og formaður íbúaráðsins í Breiðholti.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar