Blóðmerahald – Hvað segja vísindin? Rósa Líf Darradóttir skrifar 16. desember 2021 07:30 Markmiðið með þessari grein er að sýna fram á það á vísindalegum grunni að blóðtaka úr fylfullum hryssum ein og sér er dýraníð. Óháð meðhöndlun, meðferð eða nýtingu afurða. Hversu mikið blóð hefur íslenski hesturinn? Í umræðunni hefur verið talað um að heildarblóðmagn íslenskra hesta sé í kringum 35- 37 lítrar. Ég hef reynt að afla mér heimilda varðandi blóðmagn íslenska hestsins. Samkvæmt rannsóknum má reikna með að hestar hafi að jafnaði 75-80 ml af blóði á kg. Íslenski hesturinn er að meðaltali 350 kg. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að heildarblóðmagn sé um 26–28 lítrar. Því hefur blóðmagn íslenska hestsins verið ofmetið. Við blóðtöku hérlendis eru fjarlægðir fimm lítrar af blóði vikulega yfir tveggja mánaða tímabil. Þetta er gert allt að átta sinnum og heildarblóðtaka því samtals 40 lítrar yfir tímabilið. Um 18.5 % af heildarmagni blóðs er fjarlægt í hverri blóðtöku. Til samanburðar má geta þess að karlmenn gefa um 9% af blóði sínu við blóðgjöf eða 450 ml af þeim 5 lítrum sem eru í mannslíkamanum. Fyrir heilbrigðan karlmann tekur það 4-8 vikur að vinna upp þetta blóðtap. Þeir mega því gefa blóð á þriggja mánaða fresti. Konur mega gefa blóð á fjögurra mánaða fresti en þungaðar konur mega aldrei gefa blóð. Ástæðan fyrir því er að einn algengasti fylgikvilli meðgöngu er blóðleysi. Miðað við þekkingu mína á blóðhag manna á ég í erfiðleikum með að trúa því að blóðtakan hafi engin áhrif á hryssurnar og er ég sannfærð um hryssurnar finni fyrir þessum blóðmissi. Hvernig er að vera blóðlítill? Þjáning fylgir blóðleysi. Einkenni eru m.a. hraður hjartsláttur, kuldatilfinning, hungur, þorsti, þreyta, svimi, slappleiki og mæði. Einkenni eru jafnan meiri við hraðan blóðmissi. Ætla má að erfitt sé fyrir fylfulla meri sem folald gengur undir að vinna upp þetta blóðtap. Rétt er að geta þess að holdafar hefur lítið með blóðhag að gera. Það að hryssur séu í eðlilegum holdum segir ekki endilega til um ástand blóðhags. Læknar flokka blæðingarlost í fjóra flokka. Blóðtap upp á 18.5% tilheyrir flokki tvö (15- 30% blóðtap). Hér má búast við að sjá hraðan hjartslátt, aukna öndunartíðni, minnkaðan þvagútskilnað, breytingar á andlegri líðan, kvíða og jafnvel ofkælingu. Eru hestar virkilega það ólíkir okkur mannfólkinu að þeir finna ekki fyrir þessu? Geta hryssurnar raunverulega unnið upp þetta mikla blóðtap vikulega, átta skipti í senn? Hvað segja rannsóknir? Ísteka fullyrðir að “Áratuga reynsla og margítrekaðar rannsóknir á hryssunum hafa sýnt fram á að blóðgjafirnar hafa engin neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þær þyngjast eðlilega og blóðgildi þeirra eru í jafnvægi yfir blóðgjafatímabilið. Fyl þeirra þroskast eðlilega og folöldin þeirra stækka eins og önnur folöld.” Til varnar blóðmerahaldi hefur verið vitnað í rannsóknir um þennan búskap. Ég hef ítrekað kallað eftir upplýsingum um rannsóknir og gögnum þeim tengdum, bæði hjá Ísteka og MAST. Einnig hef ég reynt að setja mig í samband við dýralækna hjá stofnuninni og ennþá engin svör fengið. Sömu sögu er að segja af samskiptum við þingmenn sem vitnað hafa til rannsókna í andsvörum sínum við frumvarpi um bann blóðmerabúskapar. Enginn hefur getað bent mér á þessar rannsóknir. Erlendis hefur blóðtaka hrossa verið rannsökuð. Hér skal vitnað til nokkurra þeirra. Á vegum háskóla og samtaka dýralækna í fimm löndum var gerð rannsókn á velferð hryssa við blóðtöku árið 2019. Þar kemur fram að ekki megi fjarlægja meira en 6.1 líter á tveggja vikna fresti hjá merum sem eru 1000 kg (ath. íslenski hesturinn er 350 kg). Það er það magn sem hægt er að fjarlægja án þess að raska lífeðlisfræðilegu jafnvægi líkama hestsins. Þarna eru mörkin dregin við 8% blóðmagn á 2 vikna fresti. Sömu aðilar birtu nýja vísindagrein nú á árinu og þar kemur fram að aldraðar hryssur og fylfullar hryssur hafa allt að 15% minna blóð en heilbrigðar ungar hryssur. Taka þarf tillit til þessa þegar að magn blóðs í blóðtöku er ákveðið. Dýralæknadeild í Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum birti árið 2017 verklagsreglur um blóðtöku hrossa. Þar segir að fjalægja megi að hámarki 10% af heildarmagni blóðs einu sinni í mánuði. Þar segir einnig að ef blóðtökur eigi að framkvæma vikulega þá megi að hámarki fjarlægja 7.5 % blóðs. Rannsóknarteymi frá “National center for the replacement refinement and reduction of animals in research” hefur birt verklagsreglur um hámarksmagn blóðs sem fjarlægja má í einni blóðtöku. Samkvæmt þeim má fjarlægja 3.375 ml – 4.500 ml og aldrei meira en 10% af heildarblóði. Í ljósi vísindarannsókna sem hér hefur verið vitnað til eru fullyrðingar Ísteka ótrúverðugar. Blóðtaka á vegum fyrirtækisins er langt yfir ráðlögðum mörkum og útilokað að ætla að neikvæð áhrif á heilsu hryssanna séu engin. Áskorun til MAST og Ísteka Það vekur undrun mín að ennþá hafi engin gögn verið birt. MAST hefur nú svarað fjölmiðlum og segist hafa þau gögn undir höndum en einhverra hluta vegna ekki ennþá gert þau opinber. Hvernig er hægt að réttlæta þessar blóðtökur ef þær stangast á við vísindin? Hvernig má það vera að við leyfum okkur að ganga mikið lengra en verklagsreglur um blóðtökur hrossa leggja upp með? Það er ekki síður mikilvægara að hafa rannsóknir á bakvið þessar blóðtökur, þar sem um er að ræða einstaklinga sem ekki geta tjáð sig á tungumáli sem við skiljum. Að lokum vil ég skora á MAST og Ísteka að birta þessar rannsóknir fyrir almenningi ef þær eru til. Það er ólíðandi í vísindastarfi að vitna í rannsóknir og færa ekki fram heimildir. Heimildir má nálgast hér: https://www.nc3rs.org.uk/blood-sample-volumes https://ouv.vt.edu/content/dam/ouv_vt_edu/sops/large-animal/sop-equine-blood-collection.pdf https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31805698/ https://www.mdpi.com/2076-2615/11/5/1466 https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK470382/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/18466177/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/10818399/ Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýraheilbrigði Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Markmiðið með þessari grein er að sýna fram á það á vísindalegum grunni að blóðtaka úr fylfullum hryssum ein og sér er dýraníð. Óháð meðhöndlun, meðferð eða nýtingu afurða. Hversu mikið blóð hefur íslenski hesturinn? Í umræðunni hefur verið talað um að heildarblóðmagn íslenskra hesta sé í kringum 35- 37 lítrar. Ég hef reynt að afla mér heimilda varðandi blóðmagn íslenska hestsins. Samkvæmt rannsóknum má reikna með að hestar hafi að jafnaði 75-80 ml af blóði á kg. Íslenski hesturinn er að meðaltali 350 kg. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að heildarblóðmagn sé um 26–28 lítrar. Því hefur blóðmagn íslenska hestsins verið ofmetið. Við blóðtöku hérlendis eru fjarlægðir fimm lítrar af blóði vikulega yfir tveggja mánaða tímabil. Þetta er gert allt að átta sinnum og heildarblóðtaka því samtals 40 lítrar yfir tímabilið. Um 18.5 % af heildarmagni blóðs er fjarlægt í hverri blóðtöku. Til samanburðar má geta þess að karlmenn gefa um 9% af blóði sínu við blóðgjöf eða 450 ml af þeim 5 lítrum sem eru í mannslíkamanum. Fyrir heilbrigðan karlmann tekur það 4-8 vikur að vinna upp þetta blóðtap. Þeir mega því gefa blóð á þriggja mánaða fresti. Konur mega gefa blóð á fjögurra mánaða fresti en þungaðar konur mega aldrei gefa blóð. Ástæðan fyrir því er að einn algengasti fylgikvilli meðgöngu er blóðleysi. Miðað við þekkingu mína á blóðhag manna á ég í erfiðleikum með að trúa því að blóðtakan hafi engin áhrif á hryssurnar og er ég sannfærð um hryssurnar finni fyrir þessum blóðmissi. Hvernig er að vera blóðlítill? Þjáning fylgir blóðleysi. Einkenni eru m.a. hraður hjartsláttur, kuldatilfinning, hungur, þorsti, þreyta, svimi, slappleiki og mæði. Einkenni eru jafnan meiri við hraðan blóðmissi. Ætla má að erfitt sé fyrir fylfulla meri sem folald gengur undir að vinna upp þetta blóðtap. Rétt er að geta þess að holdafar hefur lítið með blóðhag að gera. Það að hryssur séu í eðlilegum holdum segir ekki endilega til um ástand blóðhags. Læknar flokka blæðingarlost í fjóra flokka. Blóðtap upp á 18.5% tilheyrir flokki tvö (15- 30% blóðtap). Hér má búast við að sjá hraðan hjartslátt, aukna öndunartíðni, minnkaðan þvagútskilnað, breytingar á andlegri líðan, kvíða og jafnvel ofkælingu. Eru hestar virkilega það ólíkir okkur mannfólkinu að þeir finna ekki fyrir þessu? Geta hryssurnar raunverulega unnið upp þetta mikla blóðtap vikulega, átta skipti í senn? Hvað segja rannsóknir? Ísteka fullyrðir að “Áratuga reynsla og margítrekaðar rannsóknir á hryssunum hafa sýnt fram á að blóðgjafirnar hafa engin neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þær þyngjast eðlilega og blóðgildi þeirra eru í jafnvægi yfir blóðgjafatímabilið. Fyl þeirra þroskast eðlilega og folöldin þeirra stækka eins og önnur folöld.” Til varnar blóðmerahaldi hefur verið vitnað í rannsóknir um þennan búskap. Ég hef ítrekað kallað eftir upplýsingum um rannsóknir og gögnum þeim tengdum, bæði hjá Ísteka og MAST. Einnig hef ég reynt að setja mig í samband við dýralækna hjá stofnuninni og ennþá engin svör fengið. Sömu sögu er að segja af samskiptum við þingmenn sem vitnað hafa til rannsókna í andsvörum sínum við frumvarpi um bann blóðmerabúskapar. Enginn hefur getað bent mér á þessar rannsóknir. Erlendis hefur blóðtaka hrossa verið rannsökuð. Hér skal vitnað til nokkurra þeirra. Á vegum háskóla og samtaka dýralækna í fimm löndum var gerð rannsókn á velferð hryssa við blóðtöku árið 2019. Þar kemur fram að ekki megi fjarlægja meira en 6.1 líter á tveggja vikna fresti hjá merum sem eru 1000 kg (ath. íslenski hesturinn er 350 kg). Það er það magn sem hægt er að fjarlægja án þess að raska lífeðlisfræðilegu jafnvægi líkama hestsins. Þarna eru mörkin dregin við 8% blóðmagn á 2 vikna fresti. Sömu aðilar birtu nýja vísindagrein nú á árinu og þar kemur fram að aldraðar hryssur og fylfullar hryssur hafa allt að 15% minna blóð en heilbrigðar ungar hryssur. Taka þarf tillit til þessa þegar að magn blóðs í blóðtöku er ákveðið. Dýralæknadeild í Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum birti árið 2017 verklagsreglur um blóðtöku hrossa. Þar segir að fjalægja megi að hámarki 10% af heildarmagni blóðs einu sinni í mánuði. Þar segir einnig að ef blóðtökur eigi að framkvæma vikulega þá megi að hámarki fjarlægja 7.5 % blóðs. Rannsóknarteymi frá “National center for the replacement refinement and reduction of animals in research” hefur birt verklagsreglur um hámarksmagn blóðs sem fjarlægja má í einni blóðtöku. Samkvæmt þeim má fjarlægja 3.375 ml – 4.500 ml og aldrei meira en 10% af heildarblóði. Í ljósi vísindarannsókna sem hér hefur verið vitnað til eru fullyrðingar Ísteka ótrúverðugar. Blóðtaka á vegum fyrirtækisins er langt yfir ráðlögðum mörkum og útilokað að ætla að neikvæð áhrif á heilsu hryssanna séu engin. Áskorun til MAST og Ísteka Það vekur undrun mín að ennþá hafi engin gögn verið birt. MAST hefur nú svarað fjölmiðlum og segist hafa þau gögn undir höndum en einhverra hluta vegna ekki ennþá gert þau opinber. Hvernig er hægt að réttlæta þessar blóðtökur ef þær stangast á við vísindin? Hvernig má það vera að við leyfum okkur að ganga mikið lengra en verklagsreglur um blóðtökur hrossa leggja upp með? Það er ekki síður mikilvægara að hafa rannsóknir á bakvið þessar blóðtökur, þar sem um er að ræða einstaklinga sem ekki geta tjáð sig á tungumáli sem við skiljum. Að lokum vil ég skora á MAST og Ísteka að birta þessar rannsóknir fyrir almenningi ef þær eru til. Það er ólíðandi í vísindastarfi að vitna í rannsóknir og færa ekki fram heimildir. Heimildir má nálgast hér: https://www.nc3rs.org.uk/blood-sample-volumes https://ouv.vt.edu/content/dam/ouv_vt_edu/sops/large-animal/sop-equine-blood-collection.pdf https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31805698/ https://www.mdpi.com/2076-2615/11/5/1466 https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK470382/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/18466177/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/10818399/ Höfundur er læknir.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun