Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2021 19:20 Borgarstjóri og háskólarektor voru hæstánægðir með dagsverkið og binida miklar vonir við Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar í húsinu Norðurslóð Kristinn Ingvarsson Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. Þar verður jafnframt framtíðarheimili Hringborðs norðurslóða, Artic Circle og miðstöð um norðurskautsmál í breiðum skilningi. Borgarstjóri segir að þar geti skapast tækifæri til að gera Reykjavík að alþjóðlegri miðstöð loftslagsrannsókna. Hversu hratt á þetta að rísa? „ Nú veltur þá svolítið á Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjármögnunin verður að mörgu leyti á hennar hendi. En ég held að allir aðilar málsins hafi fullan hug á því að þetta gerist hratt og vel,“ segir Dagur. „ Já ég tek undir það. Þetta er eiginlega fyrsta skrefið. Lóðin er komin. Þá er bara sett upp áætlun um hvernig þetta getur orðið . Þar á meðal að fá fjárfesta að þessu máli. En ég vil endurtaka að þetta er gríðarlega spennandi tækifæri," segir Jón Atli. „Það er bæði mikilvægt og spennandi fyrir borgina að Hringborð norðurslóða fái heimili í Vatnsmýrinni. Jafnframt skapast tækifæri til að byggja upp klasa rannsókna og nýsköpunar á sviði sjálfbærrar þróunar í nálægð við Vísindagarða, Öskju og nýja stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar,“ segir borgarstjóri. Jón Atli segir mikil tækifæri og samlegð í því að Norðurslóð rísi á svæði Háskóla Íslands í nágrenni við Öskju og Vísindagarða Háskólans. „ Fyrirhuguð starfsemi fellur einkar vel að starfsemi og stefnu Háskóla Íslands. Um er að ræða vettvang fyrir alþjóðlega og innlenda samræðu og samvinnu um málefni norðurslóða og þýðingu þeirra fyrir framtíð jarðarinnar. Jafnframt verður þetta öflugur vettvangur fyrir alþjóðlegt og innlent vísinda- og nýsköpunarsamstarf í þágu norðurslóða, loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar. Þetta er því í senn bæði áhugavert og spennandi," segir Jón Atli Benediktsson. Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Reykjavík Háskólar Norðurslóðir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00 „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Þar verður jafnframt framtíðarheimili Hringborðs norðurslóða, Artic Circle og miðstöð um norðurskautsmál í breiðum skilningi. Borgarstjóri segir að þar geti skapast tækifæri til að gera Reykjavík að alþjóðlegri miðstöð loftslagsrannsókna. Hversu hratt á þetta að rísa? „ Nú veltur þá svolítið á Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjármögnunin verður að mörgu leyti á hennar hendi. En ég held að allir aðilar málsins hafi fullan hug á því að þetta gerist hratt og vel,“ segir Dagur. „ Já ég tek undir það. Þetta er eiginlega fyrsta skrefið. Lóðin er komin. Þá er bara sett upp áætlun um hvernig þetta getur orðið . Þar á meðal að fá fjárfesta að þessu máli. En ég vil endurtaka að þetta er gríðarlega spennandi tækifæri," segir Jón Atli. „Það er bæði mikilvægt og spennandi fyrir borgina að Hringborð norðurslóða fái heimili í Vatnsmýrinni. Jafnframt skapast tækifæri til að byggja upp klasa rannsókna og nýsköpunar á sviði sjálfbærrar þróunar í nálægð við Vísindagarða, Öskju og nýja stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar,“ segir borgarstjóri. Jón Atli segir mikil tækifæri og samlegð í því að Norðurslóð rísi á svæði Háskóla Íslands í nágrenni við Öskju og Vísindagarða Háskólans. „ Fyrirhuguð starfsemi fellur einkar vel að starfsemi og stefnu Háskóla Íslands. Um er að ræða vettvang fyrir alþjóðlega og innlenda samræðu og samvinnu um málefni norðurslóða og þýðingu þeirra fyrir framtíð jarðarinnar. Jafnframt verður þetta öflugur vettvangur fyrir alþjóðlegt og innlent vísinda- og nýsköpunarsamstarf í þágu norðurslóða, loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar. Þetta er því í senn bæði áhugavert og spennandi," segir Jón Atli Benediktsson.
Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Reykjavík Háskólar Norðurslóðir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00 „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20