Borða svið á Selfossi á aðfangadagskvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2021 20:13 Reykdal Magnússon, 86 ára göngugarpur á Selfossi. Hluti af ganginum, sem hann gengur á hverjum degi er bak við hann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykdal Magnússon á Selfossi slær ekki slöku við því hann, sem er að verða 87 ára gengur 10 kílómetra á dag ganginn í blokkinni, þar sem hann býr. Hann notar peninga í göngunni og svo koma líka svið og rófustappa við sögu þegar Reykdal er annars vegar. Reykdal og kona hans, Margrét Ólafía Óskarsdóttir búa í blokkinni í við Grænumörk 5 á Selfossi. Reykdal vann í mjólkurbúinu í tæplega 50 ár en eftir að hann hætti að vinna fór hann að ganga og hreyfa sig miklu meira en hann hafði gert áður. Hann datt í vetur í hálku úti þegar hann var að ganga og eftir það hefur hann ekki treyst sér að ganga úti ef hálka skyldi leynast einhvers staðar og þá byrjaði hann að ganga inni í blokkinni ganginn á sömu hæð þar sem hann býr en ferðin fram og til baka er 250 metrar. „Ég er að reyna að halda líkamanum við, það veitir ekki af, maður er allur að stirna upp. Mér finnst bráðsnjallt að nota ganginn en ég datt -úti um daginn og tel að það hafi verið aðvörun til mín að ég mætti passa mig. Ég ákvað því að vera hérna á göngunum í vetur,“ segir Reykdal. Reykdal gengur ganginn oftast um 40 ferðir á dag en hann skiptir göngunum upp í nokkur skipti yfir daginn þannig að hann endi í 10 kílómetrum á kvöldin. Hann er með peninga í göngunni. „Já, ég hef þá til að telja ferðirnar, þá þarf ég ekki að vera með það alltaf í huganum ef maður hittir einhvern eða verður fyrir einhverjum töfum eða truflun, þá vill ruglast með ferðirnar hvort þær hafi verið fimm eða níu eða hvað, svo ég hef bara peninga á borðinu og færi þá til eftir hendinni um leið og ferðin er búin þá færi ég peninginn til og borga sjálfur mér,“ segir hann hlæjandi. Reykdal hvetur alla þá eldri borgara sem geta að hreyfa sig daglega og ekki síður að huga að mataræðinu en sjálfur borðar hann grænmeti með öllum mat. „Já, ég fer með fjórar pakkningar af blönduðu grænmeti á viku, það er bara ágætt.“ Reykdal ætlar að sjálfsögðu að vera duglegur að ganga í blokkinni um jólin en þó ekki á aðfangadagskvöld því þá ætlar hann og konan hans að borða uppáhaldsjólamatinn sinn. „Við höfum verið með svið frá upphafi, eða frá því við byrjuðum að búa þá höfum við verið með svið á aðfangadagskvöld með rófustöppu, ekki kartöflur og ekki jafning. Ég er uppalinn við þetta í Vestmannaeyjum og það var bara fátítt að fá svið þar en það náðist alltaf í það fyrir jólin í þá daga og gerir enn,“ segir Reykdal spenntur fyrir sviðaveislunni að kvöldi 24. desember. Reykdal og Margrét borða alltaf svið með rófustöppu á aðfangadagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Heilsa Landbúnaður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Reykdal og kona hans, Margrét Ólafía Óskarsdóttir búa í blokkinni í við Grænumörk 5 á Selfossi. Reykdal vann í mjólkurbúinu í tæplega 50 ár en eftir að hann hætti að vinna fór hann að ganga og hreyfa sig miklu meira en hann hafði gert áður. Hann datt í vetur í hálku úti þegar hann var að ganga og eftir það hefur hann ekki treyst sér að ganga úti ef hálka skyldi leynast einhvers staðar og þá byrjaði hann að ganga inni í blokkinni ganginn á sömu hæð þar sem hann býr en ferðin fram og til baka er 250 metrar. „Ég er að reyna að halda líkamanum við, það veitir ekki af, maður er allur að stirna upp. Mér finnst bráðsnjallt að nota ganginn en ég datt -úti um daginn og tel að það hafi verið aðvörun til mín að ég mætti passa mig. Ég ákvað því að vera hérna á göngunum í vetur,“ segir Reykdal. Reykdal gengur ganginn oftast um 40 ferðir á dag en hann skiptir göngunum upp í nokkur skipti yfir daginn þannig að hann endi í 10 kílómetrum á kvöldin. Hann er með peninga í göngunni. „Já, ég hef þá til að telja ferðirnar, þá þarf ég ekki að vera með það alltaf í huganum ef maður hittir einhvern eða verður fyrir einhverjum töfum eða truflun, þá vill ruglast með ferðirnar hvort þær hafi verið fimm eða níu eða hvað, svo ég hef bara peninga á borðinu og færi þá til eftir hendinni um leið og ferðin er búin þá færi ég peninginn til og borga sjálfur mér,“ segir hann hlæjandi. Reykdal hvetur alla þá eldri borgara sem geta að hreyfa sig daglega og ekki síður að huga að mataræðinu en sjálfur borðar hann grænmeti með öllum mat. „Já, ég fer með fjórar pakkningar af blönduðu grænmeti á viku, það er bara ágætt.“ Reykdal ætlar að sjálfsögðu að vera duglegur að ganga í blokkinni um jólin en þó ekki á aðfangadagskvöld því þá ætlar hann og konan hans að borða uppáhaldsjólamatinn sinn. „Við höfum verið með svið frá upphafi, eða frá því við byrjuðum að búa þá höfum við verið með svið á aðfangadagskvöld með rófustöppu, ekki kartöflur og ekki jafning. Ég er uppalinn við þetta í Vestmannaeyjum og það var bara fátítt að fá svið þar en það náðist alltaf í það fyrir jólin í þá daga og gerir enn,“ segir Reykdal spenntur fyrir sviðaveislunni að kvöldi 24. desember. Reykdal og Margrét borða alltaf svið með rófustöppu á aðfangadagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Heilsa Landbúnaður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira