Alls áttu að fara fram tíu leikir í ensku B-deildinni, en fyrir utan leik Huddersfield og Blackpool er leikur Middlesbrough og Nottingham Forrest eini leikurinn sem er spilaður.
🔢 𝙏𝙤𝙙𝙖𝙮'𝙨 𝙨𝙞𝙙𝙚 𝙞𝙨 𝙞𝙣...
— Blackpool FC (@BlackpoolFC) December 26, 2021
🔸 Daniel Gretarsson makes his first league start
🔸 Yates and Madine up top
🔸 John-Jules, Hamilton and Lavery all on the bench
🍊 #UTMP | @smithshire pic.twitter.com/FV5HYHjT61
Svipuð staða er uppi í neðri deildum Englands. Í C-deildinni verða fjórir af tíu leikjum spilaðir og í D-deildinni er búið að fresta níu af tólf leikjum dagsins.
Flestir aðdáendur enska boltans fylgjast að öllum líkindum mest með úrvalsdeildinni, en þar eru nú fjórir leikir í gangi af þeim níu sem áttu að vera spilaðir í dag. Tveir til viðbótar verða svo leiknir seinna í dag og í kvöld, en hinum þrem var frestað.
Fyrir þá sem hafa gaman af tölfræði þýðir þetta að tæplega 65 prósent af leikjum dagsins í efstu fjórum deildum Englands var frestað.