Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2021 07:37 DJ Dimension átti að skemmta á áramótafögnuði í Auckland. Myndin er af tónleikum hans í London fyrr í mánuðinum. Instagram Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. Nýsjálenskir ráðherrar hafa lýst yfir „vonbrigðum“ með gjörðir plötusnúðsins, sem heitir Robert Etheridge réttu nafni, en hann braut gegn reglum um einangrun og greindist síðar með ómíkronafbrigði veirunnar. Er talið að um fyrsta innanlandssmitið í Nýja-Sjálandi sé að ræða þar sem viðkomandi greinist með ómíkronafbrigðið. DJ Dimension ferðaðist frá Bretlandi til Nýja-Sjálands til að troða upp á áramótafögnuði. Segja talsmenn nýsjálenskra heilbrigðisyfirvalda að plötusnúðurinn hafi lokið tíu daga einangrun eftir komuna til landsins en sleppt því að fara í sýnatöku á síðasta degi einangrunar. Hann reyndist smitaður og hélt á veitingastaði, bari og næturklúbba í Auckland. Etheridge hefur beðist afsökunar á málinu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist einnig hafa fengið fjölda hatursskilaboða eftir að hann var nafngreindur í nýsjálenskum fjölmiðlum sem fyrsta ómíkrontilfelli landsins. View this post on Instagram A post shared by DIMENSION (@dimension) Kortleggja ferðir mannsins Chris Hipkins, ráðherra viðbrigðsmála vegna Covid-19, sagði á fréttamannafundi að gjörðir Etheridge hafi valdið vonbrigðum. Enn sé unnið að því að kortleggja ferðir mannsins og fjölda þeirra sem hann hafi verið í samskiptum við. „Varðandi ómíkron, þá erum við ekki með þetta hér, við viljum ekki fá þetta hingað og umburðarlyndi okkar hvað svona hluti varðar er mjög lítið,“ sagði Hipkins. Nýsjálendingar hafa verið með harðar sóttvarnareglur og samkomutakmarkanir í gildi allt frá upphafi faraldursins. Hafa alls 13.687 manns greinst með kórónuveiruna í landinu frá upphafi og hefur 51 dauðsfall verið rakið til Covid-19. Níutíu prósent landsmanna teljast nú fullbólusettir. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Nýsjálenskir ráðherrar hafa lýst yfir „vonbrigðum“ með gjörðir plötusnúðsins, sem heitir Robert Etheridge réttu nafni, en hann braut gegn reglum um einangrun og greindist síðar með ómíkronafbrigði veirunnar. Er talið að um fyrsta innanlandssmitið í Nýja-Sjálandi sé að ræða þar sem viðkomandi greinist með ómíkronafbrigðið. DJ Dimension ferðaðist frá Bretlandi til Nýja-Sjálands til að troða upp á áramótafögnuði. Segja talsmenn nýsjálenskra heilbrigðisyfirvalda að plötusnúðurinn hafi lokið tíu daga einangrun eftir komuna til landsins en sleppt því að fara í sýnatöku á síðasta degi einangrunar. Hann reyndist smitaður og hélt á veitingastaði, bari og næturklúbba í Auckland. Etheridge hefur beðist afsökunar á málinu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist einnig hafa fengið fjölda hatursskilaboða eftir að hann var nafngreindur í nýsjálenskum fjölmiðlum sem fyrsta ómíkrontilfelli landsins. View this post on Instagram A post shared by DIMENSION (@dimension) Kortleggja ferðir mannsins Chris Hipkins, ráðherra viðbrigðsmála vegna Covid-19, sagði á fréttamannafundi að gjörðir Etheridge hafi valdið vonbrigðum. Enn sé unnið að því að kortleggja ferðir mannsins og fjölda þeirra sem hann hafi verið í samskiptum við. „Varðandi ómíkron, þá erum við ekki með þetta hér, við viljum ekki fá þetta hingað og umburðarlyndi okkar hvað svona hluti varðar er mjög lítið,“ sagði Hipkins. Nýsjálendingar hafa verið með harðar sóttvarnareglur og samkomutakmarkanir í gildi allt frá upphafi faraldursins. Hafa alls 13.687 manns greinst með kórónuveiruna í landinu frá upphafi og hefur 51 dauðsfall verið rakið til Covid-19. Níutíu prósent landsmanna teljast nú fullbólusettir.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira