Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á slæmri veðurspá í dag en vetrarfærð er víða um landið með hálku og hálkublettum. Þá má reikna með vindhviðum yfir 45 metrum á sekúndu á Suðausturlandi og hviður geta orðið öflugar víða annars staðar. Fólk er hvatt til að geyma ferðalög þar til á morgun.
Athugið: Vakinn er athygli vegfarenda á slæmri veðurspá fyrir nýársdag og má búast við lokunum á mörgum leiðum. Gular veðurviðvaranir eru um allt land og appelsínugul fyrir Suðausturland. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 1, 2022
Þá hefur Holtavörðuheiðinni verið lokað.
Holtavörðuheiði: Vegurinn er lokaður. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 1, 2022
Lokað er á þjóðvegi 1 milli Kirkjubæjarklausturs að Jökulsárlóni.
Suðausturland: Hringvegur frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni er lokaður. Alltaf má búast við hreindýrum við veg á þessum árstíma og eru vegfarendur beðnir að aka varlega. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 1, 2022
Vegagerðin hefur einnig lokað Öxnadalsheiðinni.
Öxnadalsheiði: Vegurinn er lokaður. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 1, 2022
#Nýárshvellurinn Óveðrið nær hámarki í eftirmiðdaginn og ekki horfur á að fari að ganga niður að gagni fyrr en í nótt og fyrramálið. Mun skárra sums staðar suðvestanlands í dag og laust við skafrenning s.s. á Hellisheiði. #færðin pic.twitter.com/JI3fgomwDn
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 1, 2022