Klopp er einn þeirra úr þjálfaraliði Liverpool sem greindist með jákvætt sýni úr kórónveiruprófi og fer hann þar með í hóp með kollega sínum hjá Arsenal, Mikel Arteta, sem gat ekki stýrt liði sínu gegn Man City í dag.
Pepijn Lijnders, aðstoðarmaður Klopp, mun stýra Liverpool á morgun.
Jürgen Klopp will miss our meeting with Chelsea on Sunday after returning a suspected positive COVID-19 test result.
— Liverpool FC (@LFC) January 1, 2022
Í tilkynningu Liverpool segir í dag að þetta sé niðurstaðan úr sýnatökum dagsins og ekki hafi fleiri greinst hjá félaginu en í gær greindust þrír leikmenn og þrír starfsmenn úr þjálfarateyminu með veiruna.