Búast má við að það verði léttskýjað á Suður- og Vesturlandi í dag en dálítill éljagangur í öðrum landshlutum. Frost er um 1 til 12 stig og mildast syðst
Á vestanverðu landinu verður hægari vindur eftir hádegi en í kvöld gengur í norðvestan hvassviðri eða storm austanlands. Þá er útlit fyrir norðvestan storm eða rok á austanverðu landinu á morgun en annars staðar verður vindurinn talsvert hægari. Víða verður éljagangur á morgun en bjart að mestu sunnan heiða og áfram svalt í veðri.