Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2022 12:54 Sigríður Heiða Bragadóttir er skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann. Starfsdagur er í skólum á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem starfsfólk ræður ráðum sínum fyrir vikuna. Skólastjóri Melaskóla sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætti von á að fjöldi nemenda og kennara yrðu frá vegna Covid-19 smits enda viðbúið að fólk mæti smitað í skólastofuna þar sem nemendur og kennarar séu svo til óvarðir. Nýgengi innanlandssmita er í augnablikinu 2544 en þar er miðað við fjórtán daga nýgengi á hverja eitt hundrað þúsund íbúa. 25 eru á sjúkrahúsi með Covid-19. Sjö á gjörgæslu og fimm í öndunarvél. Allir nema einn eru óbólusettir. Færri börn en venjulega munu nýta þessi leiktæki við Laugarnesskóla í vikunni en alla jafna.Vísir/Vilhelm Sigríður Heiða segir í tölvupósti til forráðamanna að aukning í útbreiðslu Covid-19 hafi þegar haft þau áhrif að nokkur fjöldi kennara og starfsfólks sé frá störfum vegna sóttkvíar og einangrunar. „Því hefur verið ákveðið að nemendur í fimmta og sjötta bekk mæti ekki í skólann þessa viku, en staðan verði endurskoðuð í lok vikunnar þegar skýrist hvernig útbreiðsla þróast. Þetta er gert til að geta að halda út kennslu fyrir yngri nemendur samkvæmt tilmælum okkar yfirmanna,“ segir Sigríður Heiða. Fram kom í máli Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, í kvöldfréttum í gær að nemendur á yngri stigum væru í forgangi. Helgi Grímsson segir svo sannarlega ugg í mörgum nú þegar skólarnir séu að fara af stað á nýjan leik.Vísir/Helena Rakel „Við vonumst auðvitað til þess að smitum fari fækkandi sem fyrst og að þá geti allir nemendur komið í skólann. Verði þróunin í aðra átt og ekki reynist unnt að taka á móti öllum nemendum verður brugðist við því með fjarkennslulausnum og verður þá haft samband við foreldra og forráðamenn í þessum árgöngum sérstaklega.“ Sigríður Heiða brýnir til forráðamanna að halda nemendum heima sýni þeir minnstu einkenni. „Ef foreldrar og forráðamenn kjósa að halda börnum sínum heima til öryggis fyrstu dagana sýnir skólinn því fullan skilning en við bendum á að skrá þarf slík forföll,“ segir Sigríður og vísar á Mentor og eyðublað á heimasíðu skólans. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu er framkvæmdastjóri almannavarnanefndar.Vísir/Vilhelm Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins segir í tilkynningu til skóla að viðbúið sé að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. „Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur muni að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. „Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að geraallt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldar ogforráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skólameð kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Almannavarnir Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Starfsdagur er í skólum á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem starfsfólk ræður ráðum sínum fyrir vikuna. Skólastjóri Melaskóla sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætti von á að fjöldi nemenda og kennara yrðu frá vegna Covid-19 smits enda viðbúið að fólk mæti smitað í skólastofuna þar sem nemendur og kennarar séu svo til óvarðir. Nýgengi innanlandssmita er í augnablikinu 2544 en þar er miðað við fjórtán daga nýgengi á hverja eitt hundrað þúsund íbúa. 25 eru á sjúkrahúsi með Covid-19. Sjö á gjörgæslu og fimm í öndunarvél. Allir nema einn eru óbólusettir. Færri börn en venjulega munu nýta þessi leiktæki við Laugarnesskóla í vikunni en alla jafna.Vísir/Vilhelm Sigríður Heiða segir í tölvupósti til forráðamanna að aukning í útbreiðslu Covid-19 hafi þegar haft þau áhrif að nokkur fjöldi kennara og starfsfólks sé frá störfum vegna sóttkvíar og einangrunar. „Því hefur verið ákveðið að nemendur í fimmta og sjötta bekk mæti ekki í skólann þessa viku, en staðan verði endurskoðuð í lok vikunnar þegar skýrist hvernig útbreiðsla þróast. Þetta er gert til að geta að halda út kennslu fyrir yngri nemendur samkvæmt tilmælum okkar yfirmanna,“ segir Sigríður Heiða. Fram kom í máli Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, í kvöldfréttum í gær að nemendur á yngri stigum væru í forgangi. Helgi Grímsson segir svo sannarlega ugg í mörgum nú þegar skólarnir séu að fara af stað á nýjan leik.Vísir/Helena Rakel „Við vonumst auðvitað til þess að smitum fari fækkandi sem fyrst og að þá geti allir nemendur komið í skólann. Verði þróunin í aðra átt og ekki reynist unnt að taka á móti öllum nemendum verður brugðist við því með fjarkennslulausnum og verður þá haft samband við foreldra og forráðamenn í þessum árgöngum sérstaklega.“ Sigríður Heiða brýnir til forráðamanna að halda nemendum heima sýni þeir minnstu einkenni. „Ef foreldrar og forráðamenn kjósa að halda börnum sínum heima til öryggis fyrstu dagana sýnir skólinn því fullan skilning en við bendum á að skrá þarf slík forföll,“ segir Sigríður og vísar á Mentor og eyðublað á heimasíðu skólans. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu er framkvæmdastjóri almannavarnanefndar.Vísir/Vilhelm Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins segir í tilkynningu til skóla að viðbúið sé að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. „Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur muni að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. „Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að geraallt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldar ogforráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skólameð kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Almannavarnir Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31