Búin að skipa starfshóp til að skoða blóðmerahald Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2022 15:27 Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökn TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í nóvember heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Samsett Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um blóðtöku á fylfullum hryssum. Mun hópurinn hefja störf á næstu dögum en honum er ætlað að skoða starfsemina, regluverkið og eftirlitið í kringum hana. Ráðherra kallaði eftir tilnefningum í starfshópinn frá Matvælastofnun og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Iðunn Guðjónsdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er formaður hópsins og er skipuð án tilnefningar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Auk Iðunnar sitja Sigríður Björnsdóttir, yfirdýralæknir í hrossasjúkdómum hjá Matvælastofnun fyrir hönd stofnunarinnar og Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands fyrir Siðfræðistofnun í starfshópnum. Honum er ætlað að skila ráðherra tillögum sínum fyrir 1. júní. Rannsaka slæma meðferð blóðtökuhryssa Matvælastofnun hefur til rannsóknar meint alvarleg brot á velferð blóðtökuhryssa sem sýnd voru í heimildarmynd sem Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í nóvember. Verkefni starfshópsins er aðskilið rannsókn Matvælastofnunar. Að sögn ráðuneytisins hefur Svandís Svavarsdóttir falið starfshópnum að funda með hagaðilum. Auk þess mun almenningi gefast kostur á að tjá sig um störf og tillögur hópsins á Samráðsgátt stjórnvalda þegar þær liggja fyrir. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. Blóðmerahald Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 „Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47 Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021. 13. desember 2021 09:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Ráðherra kallaði eftir tilnefningum í starfshópinn frá Matvælastofnun og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Iðunn Guðjónsdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er formaður hópsins og er skipuð án tilnefningar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Auk Iðunnar sitja Sigríður Björnsdóttir, yfirdýralæknir í hrossasjúkdómum hjá Matvælastofnun fyrir hönd stofnunarinnar og Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands fyrir Siðfræðistofnun í starfshópnum. Honum er ætlað að skila ráðherra tillögum sínum fyrir 1. júní. Rannsaka slæma meðferð blóðtökuhryssa Matvælastofnun hefur til rannsóknar meint alvarleg brot á velferð blóðtökuhryssa sem sýnd voru í heimildarmynd sem Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í nóvember. Verkefni starfshópsins er aðskilið rannsókn Matvælastofnunar. Að sögn ráðuneytisins hefur Svandís Svavarsdóttir falið starfshópnum að funda með hagaðilum. Auk þess mun almenningi gefast kostur á að tjá sig um störf og tillögur hópsins á Samráðsgátt stjórnvalda þegar þær liggja fyrir. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG.
Blóðmerahald Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 „Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47 Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021. 13. desember 2021 09:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10
„Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47
Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021. 13. desember 2021 09:00