Segir að Lukaku þurfi að biðjast afsökunar til að eiga framtíð hjá Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2022 20:01 Viðtalið sem Lukaku veitti Sky Sports Italia hefur valdið miklum usla innan herbúða Chelsea og meðal stuðningsmanna félagsins. James Williamson - AMA/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, segir að Romelu Lukaku þurfi að biðjast afsökunar á viðtali sem hann fór í ætli hann sér að eiga framtíð hjá Chelsea. Umrætt viðtal við Lukaku birtist í vikunni, en þar sagði framherjinn meðal annars frá því að hann væri óánægður með stöðu mála hjá Chelsea og að hann væri viss um að hann myndi snúa aftur til Ítalíumeistara Inter á næstu árum. Lukaku var svo ekki í leikmannahóp Chelsea er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Liverpool í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær, en Gary Neville segir að framherjinn stóri verði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ef ég væri stuðningsmaður Chelsea, eða þjálfari eða eigandi liðsins, væri ég vonsvikinn ef ég myndi heyra leikmann liðsins segja þessa hluti, sérstaklega eftir að félagið hefur fjárfest svona mikið í honum,“ sagði Neville, en eins og frægt er kostaði Lukaku Lundúnaliðið 97,5 milljónir punda. „Það sem ég býst við af Romelu Lukaku á næstu dögum er eitt „fyrirgefiði, ég meinti þetta ekki.“ „Hann gæti sagt: „Ég sagði þessi orð, en kannski hefði ég átt að halda þeim fyrir mig. Hins vegar er þetta sannleikurinn. Ég mun þó leggja mig allan fram fyrir liðsfélaga mína og ég biðst afsökunar á þeim vandræðum sem ég hef valdið þeim svona stuttu fyrir stóran leik.“ Það er það sem hann þarf að biðjast afsökunnar á.“ „Það besta sem hann getur gert að biðja liðsfélaga sína afsökunar í búningsklefanum af því að leikmenn fyrirgefa hvorum öðrum yfirleitt. Þeir hafa allir verið í aðstæðum þar sem að þeir hafa gert mistök og þá segja þeir þjálfaranum að þeir séu tilbúnir að hleypa honum aftur í liðið,“ sagði Neville. 'He could be a different player' - Gary Neville says Romelu Lukaku has a future at Chelsea - if he apologises https://t.co/51MpR9bOdU pic.twitter.com/myKDqorz3m— Independent Sport (@IndoSport) January 3, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Lukaku tekinn úr leikmannahópi Chelsea gegn Liverpool Romelu Lukaku verður ekki í leikmannahópi Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2. janúar 2022 10:26 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Umrætt viðtal við Lukaku birtist í vikunni, en þar sagði framherjinn meðal annars frá því að hann væri óánægður með stöðu mála hjá Chelsea og að hann væri viss um að hann myndi snúa aftur til Ítalíumeistara Inter á næstu árum. Lukaku var svo ekki í leikmannahóp Chelsea er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Liverpool í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær, en Gary Neville segir að framherjinn stóri verði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ef ég væri stuðningsmaður Chelsea, eða þjálfari eða eigandi liðsins, væri ég vonsvikinn ef ég myndi heyra leikmann liðsins segja þessa hluti, sérstaklega eftir að félagið hefur fjárfest svona mikið í honum,“ sagði Neville, en eins og frægt er kostaði Lukaku Lundúnaliðið 97,5 milljónir punda. „Það sem ég býst við af Romelu Lukaku á næstu dögum er eitt „fyrirgefiði, ég meinti þetta ekki.“ „Hann gæti sagt: „Ég sagði þessi orð, en kannski hefði ég átt að halda þeim fyrir mig. Hins vegar er þetta sannleikurinn. Ég mun þó leggja mig allan fram fyrir liðsfélaga mína og ég biðst afsökunar á þeim vandræðum sem ég hef valdið þeim svona stuttu fyrir stóran leik.“ Það er það sem hann þarf að biðjast afsökunnar á.“ „Það besta sem hann getur gert að biðja liðsfélaga sína afsökunar í búningsklefanum af því að leikmenn fyrirgefa hvorum öðrum yfirleitt. Þeir hafa allir verið í aðstæðum þar sem að þeir hafa gert mistök og þá segja þeir þjálfaranum að þeir séu tilbúnir að hleypa honum aftur í liðið,“ sagði Neville. 'He could be a different player' - Gary Neville says Romelu Lukaku has a future at Chelsea - if he apologises https://t.co/51MpR9bOdU pic.twitter.com/myKDqorz3m— Independent Sport (@IndoSport) January 3, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Lukaku tekinn úr leikmannahópi Chelsea gegn Liverpool Romelu Lukaku verður ekki í leikmannahópi Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2. janúar 2022 10:26 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Lukaku tekinn úr leikmannahópi Chelsea gegn Liverpool Romelu Lukaku verður ekki í leikmannahópi Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2. janúar 2022 10:26