Í sögubækurnar með ótrúlegum leik en uppskeran engin Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 07:30 Trae Young átti stórkostlegan leik í nótt en það dugði skammt. AP/Craig Mitchelldyer Þó að Atlanta Hawks hafi orðið að sætta sig við tap, 136-131, gegn Portland Trail Blazers má segja að Trae Young hafi stolið senunni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með stórkostlegum sóknarleik. Young skráði sig í sögubækurnar með því að skora heil 56 stig í leiknum, fleiri en hann hefur gert í leik á ferlinum, auk þess að gefa 14 stoðsendingar. Hann hitti úr 17 af 26 skotum sínum og úr öllum 15 vítum sínum. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leik á þessari leiktíð og í allri NBA-sögunni hafa raunar bara fimm aðrir leikmenn náð að skora 55 stig og gefa 10 stoðsendingar í einum leik. Hinir eru býsna kunnir: James Harden (þrisvar sinnum), Michael Jordan, Oscar Robertson, Russell Westbrook og Tony Parker. Young er þó eini þeirra sem náð hefur að setja niður 56 stig og gefa 14 stoðsendingar í sama leik. @TheTraeYoung becomes the first player in @NBAHistory with 56 points and 14 assists in a game. pic.twitter.com/Sy4sbWeFJg— NBA (@NBA) January 4, 2022 Um tíma var útlit fyrir að þessi tröllaframmistaða dygði Atlanta til sigurs en þegar leið á fjórða leikhluta komust heimamenn í Portland yfir. Young minnkaði muninn í tvö stig þegar 55 sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir ekki. Anfernee Simons, sem var litlu síðri en Young og skoraði 43 stig fyrir Portland, var öruggur á vítalínunni í lokin og gerði endanlega út um vonir Atlanta. @AnferneeSimons comes up HUGE in the @trailblazers win! Career-high 43 points9 threes (tying career high) pic.twitter.com/zpZew6kVol— NBA (@NBA) January 4, 2022 Af öðrum leikjum má nefna að Chicago Bulls styrktu stöðu sína á toppi austurdeildar með áttunda sigri sínum í röð þegar þeir unnu Orlando Magic, 102-98. DeMar DeRozan skoraði 29 stig og Zach LaVine 27. Brooklyn Nets töpuðu hins vegar þriðja leik sínum í röð þegar liðið tók á móti Memphis Grizzlies sem unnu 118-104 sigur. Chicago er því með tveggja sigra forskot á Brooklyn á toppi austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru áfram efstir í vesturdeildinni eftir 115-108 sigur gegn Miami Heat. Úrslitin í nótt: Philadelphia 133-113 Houston Washington 124-121 Charlotte Brooklyn 104-118 Memphis Chicago 102-98 Orlando Milwaukee 106-115 Detroit New Orleans 104-115 Utah Dallas 103-89 Denver Golden State 115-108 Miami Portland 136-131 Atlanta LA Clippers 104-122 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Young skráði sig í sögubækurnar með því að skora heil 56 stig í leiknum, fleiri en hann hefur gert í leik á ferlinum, auk þess að gefa 14 stoðsendingar. Hann hitti úr 17 af 26 skotum sínum og úr öllum 15 vítum sínum. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leik á þessari leiktíð og í allri NBA-sögunni hafa raunar bara fimm aðrir leikmenn náð að skora 55 stig og gefa 10 stoðsendingar í einum leik. Hinir eru býsna kunnir: James Harden (þrisvar sinnum), Michael Jordan, Oscar Robertson, Russell Westbrook og Tony Parker. Young er þó eini þeirra sem náð hefur að setja niður 56 stig og gefa 14 stoðsendingar í sama leik. @TheTraeYoung becomes the first player in @NBAHistory with 56 points and 14 assists in a game. pic.twitter.com/Sy4sbWeFJg— NBA (@NBA) January 4, 2022 Um tíma var útlit fyrir að þessi tröllaframmistaða dygði Atlanta til sigurs en þegar leið á fjórða leikhluta komust heimamenn í Portland yfir. Young minnkaði muninn í tvö stig þegar 55 sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir ekki. Anfernee Simons, sem var litlu síðri en Young og skoraði 43 stig fyrir Portland, var öruggur á vítalínunni í lokin og gerði endanlega út um vonir Atlanta. @AnferneeSimons comes up HUGE in the @trailblazers win! Career-high 43 points9 threes (tying career high) pic.twitter.com/zpZew6kVol— NBA (@NBA) January 4, 2022 Af öðrum leikjum má nefna að Chicago Bulls styrktu stöðu sína á toppi austurdeildar með áttunda sigri sínum í röð þegar þeir unnu Orlando Magic, 102-98. DeMar DeRozan skoraði 29 stig og Zach LaVine 27. Brooklyn Nets töpuðu hins vegar þriðja leik sínum í röð þegar liðið tók á móti Memphis Grizzlies sem unnu 118-104 sigur. Chicago er því með tveggja sigra forskot á Brooklyn á toppi austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru áfram efstir í vesturdeildinni eftir 115-108 sigur gegn Miami Heat. Úrslitin í nótt: Philadelphia 133-113 Houston Washington 124-121 Charlotte Brooklyn 104-118 Memphis Chicago 102-98 Orlando Milwaukee 106-115 Detroit New Orleans 104-115 Utah Dallas 103-89 Denver Golden State 115-108 Miami Portland 136-131 Atlanta LA Clippers 104-122 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Philadelphia 133-113 Houston Washington 124-121 Charlotte Brooklyn 104-118 Memphis Chicago 102-98 Orlando Milwaukee 106-115 Detroit New Orleans 104-115 Utah Dallas 103-89 Denver Golden State 115-108 Miami Portland 136-131 Atlanta LA Clippers 104-122 Minnesota
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira