Ráðleggur skólastjórnendum í erfiðri stöðu að sofa nóg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2022 21:51 Arnheiður Helgadóttir er skólastjóri Klettaskóla. Vísir Skólastjóri Klettaskóla, sem stóð í miðjum síðasta mánuði frammi fyrir því að hundrað starfsmenn og nemendur skólans voru í einangrun eða sóttkví, ráðleggur öðrum stjórnendum sem standa í sömu sporum að sofa nóg. Þrátt fyrir mannekluna féll aðeins niður einn kennsludagur. Arnheiður Helgadóttir er skólastjóri í Klettaskóla í Reykjavík, en Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi fyrir fötluð börn og ungmenni. Þrátt fyrir mikla manneklu segir Arnheiður að skólastarfið hafi farið vel af stað í morgun. „Það hófst þannig að við byrjuðum daginn á því að fara vel yfir hverjir væru mættir og hverjir ekki. Þegar búið var að fara yfir það allt saman þá kom í ljós að það voru 35 starfsmenn sem voru forfallaðir, og þar af ellefu sem ýmist eru í einangrun eða sóttkví. Á móti voru 25 nemendur líka forfallaðir, sem þýddi það að við gátum púslað daginn saman og hafið kennslu,“ sagði Arnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þrátt fyrir góða stöðu sagði hún að ekki yrði hjá því komist að fella niður einstaka sundtíma. Helsta ráðið sé að sofa nóg Arnheiður segist sjálf hafa viljað fresta skólabyrjun í janúar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til en heilbrigðisráðherra féllst ekki á. „Gaman að segja frá því að krakkarnir voru alveg ótrúlega glaðir að koma í skólann, þó við hefðum viljað að við færum eftir sóttvarnalækni, þá er þetta börnunum náttúrulega gríðarlega mikilvægt. Sérstaklega okkar börnum og þeirra fjölskyldum, að við höldum skólanum okkar opnum.“ Líkt og áður sagði gekk vel að halda skólastarfi gangandi þrátt fyrir mikil forföll í desember. Arnheiður er með einfalt ráð til stjórnenda í sömu stöðu. „Kannski bara helst það að vegna þess að þetta er gríðarlega mikið álag, að standa í þessu, þá ráðlegg ég öllum stjórnendum sem eru að skipuleggja þetta og rekja, að sofa vel. Það er mitt helsta ráð.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Arnheiður Helgadóttir er skólastjóri í Klettaskóla í Reykjavík, en Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi fyrir fötluð börn og ungmenni. Þrátt fyrir mikla manneklu segir Arnheiður að skólastarfið hafi farið vel af stað í morgun. „Það hófst þannig að við byrjuðum daginn á því að fara vel yfir hverjir væru mættir og hverjir ekki. Þegar búið var að fara yfir það allt saman þá kom í ljós að það voru 35 starfsmenn sem voru forfallaðir, og þar af ellefu sem ýmist eru í einangrun eða sóttkví. Á móti voru 25 nemendur líka forfallaðir, sem þýddi það að við gátum púslað daginn saman og hafið kennslu,“ sagði Arnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þrátt fyrir góða stöðu sagði hún að ekki yrði hjá því komist að fella niður einstaka sundtíma. Helsta ráðið sé að sofa nóg Arnheiður segist sjálf hafa viljað fresta skólabyrjun í janúar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til en heilbrigðisráðherra féllst ekki á. „Gaman að segja frá því að krakkarnir voru alveg ótrúlega glaðir að koma í skólann, þó við hefðum viljað að við færum eftir sóttvarnalækni, þá er þetta börnunum náttúrulega gríðarlega mikilvægt. Sérstaklega okkar börnum og þeirra fjölskyldum, að við höldum skólanum okkar opnum.“ Líkt og áður sagði gekk vel að halda skólastarfi gangandi þrátt fyrir mikil forföll í desember. Arnheiður er með einfalt ráð til stjórnenda í sömu stöðu. „Kannski bara helst það að vegna þess að þetta er gríðarlega mikið álag, að standa í þessu, þá ráðlegg ég öllum stjórnendum sem eru að skipuleggja þetta og rekja, að sofa vel. Það er mitt helsta ráð.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira