Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2022 18:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni og Kamilla Sigríður Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni Vísir Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. Þrjátíu sjúklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid-19 og af þeim eru átta með omíkron afbrigði veirunnar. Átta eru á gjörgæslu þar af fimm í öndunarvél. „Allir sem lagst hafa inn á gjörgæslu undanfarið eru með smit af völdum delta-afbrigðisins og nánast allir eru óbólusettir. Einn lést á Landspítala í gær karlmaður á sjötugs aldri óbólusettur,“ sagði Þórólfur Guðnason á fundi almannavarna í dag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri spítalans segir ástandið á spítalanum eiga eftir að þyngjast. „Eins og Covid spáin lítur út þá erum við að fara upp mjög bratta brekku og hún líkist veðurspánni í dag,“ sagði Guðlaug við sama tækifæri. Í gær greindust alls 1238 með Covid-19. Nú eru alls næstum tvö þúsund börn með Covid-19 og er delta- afbrigðið algengasta afbrigðið hjá þeim. Nú þegar hafa 250 börn á aldrinum 5-11 verið bólusett. „Bólusetning barna hefst í næstu viku og vil ég hvetja foreldra til að mæta með börn sín,“ segir Þórólfur Guðnason. Heilsugæslan sér um framkvæmdina í samráði við yfirvöld. Í dag kom fram að vegna manneklu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu verði börnin bólusett í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sér um framkvæmdina. „Við getum þar dregið aðeins úr mönnuninni því við erum þarna allar saman. Við verðum þarna frá tólf til sex á daginn í næstu viku og gerum ráð fyrir að klára bólusetningu barna á þessum aldri þá. Við munum reyna að hafa rýmið eins þægilegt og hægt er fyrir börnin. Við verðum til að mynda með 20-30 sérrými þar sem hvert og eitt barn fær sinn starfsmann heilsugæslunnar með sér. Þá ætlum við að hafa sjónvarp og tónlist þannig að vonandi verður þetta eins þægilegt og unnt er fyrir börnin,“ segir Ragnheiður. Hún segir að nokkrir hafi haft samband í dag og haft áhyggjur af því að mótmælendur myndu safnast saman við höllina. „Við vonum bara að þetta séu óþarfa áhyggjur og mótmælendur fari annað svo börnin fái frið,“ segir Ragnheiður. Forsjáraðilar fá skilaboð gegnum Heilsuveru í lok viku og ef þeir eru tveir þurfa báðir að veita samþykki sitt. „Ef það er misræmi í afstöðu forsjáraðila verður barnið ekki bólusett og ef verður ekki tekin afstaða verður barnið ekki bólusett,“ segir Kamilla Dóra Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni. Þórólfur segir til skoðunar að endurskoða reglur um sóttkví. „Nú er til skoðunnar hvort ekki hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum og verður það kynnt á næstu dögum,“ segir Þórólfur að lokum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þrjátíu sjúklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid-19 og af þeim eru átta með omíkron afbrigði veirunnar. Átta eru á gjörgæslu þar af fimm í öndunarvél. „Allir sem lagst hafa inn á gjörgæslu undanfarið eru með smit af völdum delta-afbrigðisins og nánast allir eru óbólusettir. Einn lést á Landspítala í gær karlmaður á sjötugs aldri óbólusettur,“ sagði Þórólfur Guðnason á fundi almannavarna í dag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri spítalans segir ástandið á spítalanum eiga eftir að þyngjast. „Eins og Covid spáin lítur út þá erum við að fara upp mjög bratta brekku og hún líkist veðurspánni í dag,“ sagði Guðlaug við sama tækifæri. Í gær greindust alls 1238 með Covid-19. Nú eru alls næstum tvö þúsund börn með Covid-19 og er delta- afbrigðið algengasta afbrigðið hjá þeim. Nú þegar hafa 250 börn á aldrinum 5-11 verið bólusett. „Bólusetning barna hefst í næstu viku og vil ég hvetja foreldra til að mæta með börn sín,“ segir Þórólfur Guðnason. Heilsugæslan sér um framkvæmdina í samráði við yfirvöld. Í dag kom fram að vegna manneklu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu verði börnin bólusett í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sér um framkvæmdina. „Við getum þar dregið aðeins úr mönnuninni því við erum þarna allar saman. Við verðum þarna frá tólf til sex á daginn í næstu viku og gerum ráð fyrir að klára bólusetningu barna á þessum aldri þá. Við munum reyna að hafa rýmið eins þægilegt og hægt er fyrir börnin. Við verðum til að mynda með 20-30 sérrými þar sem hvert og eitt barn fær sinn starfsmann heilsugæslunnar með sér. Þá ætlum við að hafa sjónvarp og tónlist þannig að vonandi verður þetta eins þægilegt og unnt er fyrir börnin,“ segir Ragnheiður. Hún segir að nokkrir hafi haft samband í dag og haft áhyggjur af því að mótmælendur myndu safnast saman við höllina. „Við vonum bara að þetta séu óþarfa áhyggjur og mótmælendur fari annað svo börnin fái frið,“ segir Ragnheiður. Forsjáraðilar fá skilaboð gegnum Heilsuveru í lok viku og ef þeir eru tveir þurfa báðir að veita samþykki sitt. „Ef það er misræmi í afstöðu forsjáraðila verður barnið ekki bólusett og ef verður ekki tekin afstaða verður barnið ekki bólusett,“ segir Kamilla Dóra Jósefsdóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni. Þórólfur segir til skoðunar að endurskoða reglur um sóttkví. „Nú er til skoðunnar hvort ekki hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum og verður það kynnt á næstu dögum,“ segir Þórólfur að lokum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49