Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2022 20:00 Hægt er að senda bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun af völdum Covid-19 til Sjúkratrygginga. Rúna Hvannberg Hauksdóttir forstjóri Lyfjastofnunar segir alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar geta komið fram þó það sé afar sjaldgæft samkvæmt rannsóknum. Vísir/Vilhelm Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. Nú þegar hafa 77% landsmanna verið bólusettir og 91% 12 ára og eldri. Gefnir hafa verið um 718 þúsund skammtar. Lyfjastofnun tekur á móti tilkynningum um aukaverkanir og hafa alls 5.941 tilkynning borist. Þar af 261 alvarleg. Ragnar Visage Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir rannsóknir hafa sýnt fram á alvarlegar aukaverkanir. „Í einhverjum tilvikum er hægt að tengja þetta bóluefninu. Í vel flestum tilvikum eru þetta einhverjir undirliggjandi sjúkdómar. Það var talað um blóðtappa. Við höfum miklar áhyggjur af því. Það er einna stærsti hópurinn sem var tilkynntur inn til okkar vegna alvarlegra aukaverkana. Í rannsókn sem var gerð hér heima sást tenging í einu til tveimur tilfellum og erlendis hefur náttúrulega verið sýnt fram á tengingu milli blóðtappa og bóluefnis,“ segir Rúna. Þá hafa borist margar tilkynningar um röskun á tíðahring eftir bólusetninguna. Í október skilaði nefnd niðurstöðum um að ekki væri með óyggjandi hætti hægt að útiloka tengsl nokkurra tilfella milli blæðinga og bólusetninga. Fleiri eru að gera rannsóknir. „Norðmenn hafa sýnt fram á tengsl milli röskunar á tíðahring en ekki Danir. En þetta er allt hluti af því að safna upplýsingum og því er mikilvægt að við fáum tilkynningar um aukaverkanir til okkar,“ segir Rúna 35 andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna gruns um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu. Þar af eru fimm á aldrinum 50 til 64 ára. Ragnar Visage „Það var töluvert mikið í upphafi sem við fengum tilkynningar um andlát. Það voru náttúrulega aldraðir með mikið undirliggjandi sjúkdóma. En þetta er að sjálfsögðu alvarlegasta aukaverkunin,“ segir Rúna. Á þriðja tug umsókna Alþingi samþykkti í fyrra lög um bótarétt vegna bólusetningar gegn Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum hafa 23 nú þegar sótt um slíkar bætur til stofnunarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13 Íhuga hópmálsókn á hendur ríkinu vegna áhrifa bólusetningar Hópur kvenna sem hefur upplifað breytingar á tíðahring eftir bólusetningu gegn Covid-19 íhugar nú að hefja hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna málsins. 12. október 2021 13:00 Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Nú þegar hafa 77% landsmanna verið bólusettir og 91% 12 ára og eldri. Gefnir hafa verið um 718 þúsund skammtar. Lyfjastofnun tekur á móti tilkynningum um aukaverkanir og hafa alls 5.941 tilkynning borist. Þar af 261 alvarleg. Ragnar Visage Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir rannsóknir hafa sýnt fram á alvarlegar aukaverkanir. „Í einhverjum tilvikum er hægt að tengja þetta bóluefninu. Í vel flestum tilvikum eru þetta einhverjir undirliggjandi sjúkdómar. Það var talað um blóðtappa. Við höfum miklar áhyggjur af því. Það er einna stærsti hópurinn sem var tilkynntur inn til okkar vegna alvarlegra aukaverkana. Í rannsókn sem var gerð hér heima sást tenging í einu til tveimur tilfellum og erlendis hefur náttúrulega verið sýnt fram á tengingu milli blóðtappa og bóluefnis,“ segir Rúna. Þá hafa borist margar tilkynningar um röskun á tíðahring eftir bólusetninguna. Í október skilaði nefnd niðurstöðum um að ekki væri með óyggjandi hætti hægt að útiloka tengsl nokkurra tilfella milli blæðinga og bólusetninga. Fleiri eru að gera rannsóknir. „Norðmenn hafa sýnt fram á tengsl milli röskunar á tíðahring en ekki Danir. En þetta er allt hluti af því að safna upplýsingum og því er mikilvægt að við fáum tilkynningar um aukaverkanir til okkar,“ segir Rúna 35 andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna gruns um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu. Þar af eru fimm á aldrinum 50 til 64 ára. Ragnar Visage „Það var töluvert mikið í upphafi sem við fengum tilkynningar um andlát. Það voru náttúrulega aldraðir með mikið undirliggjandi sjúkdóma. En þetta er að sjálfsögðu alvarlegasta aukaverkunin,“ segir Rúna. Á þriðja tug umsókna Alþingi samþykkti í fyrra lög um bótarétt vegna bólusetningar gegn Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum hafa 23 nú þegar sótt um slíkar bætur til stofnunarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13 Íhuga hópmálsókn á hendur ríkinu vegna áhrifa bólusetningar Hópur kvenna sem hefur upplifað breytingar á tíðahring eftir bólusetningu gegn Covid-19 íhugar nú að hefja hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna málsins. 12. október 2021 13:00 Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13
Íhuga hópmálsókn á hendur ríkinu vegna áhrifa bólusetningar Hópur kvenna sem hefur upplifað breytingar á tíðahring eftir bólusetningu gegn Covid-19 íhugar nú að hefja hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna málsins. 12. október 2021 13:00
Hátt í 800 konur hafa fundið fyrir breytingum á tíðarhring eftir bólusetningu Rebekka Ósk Sváfnisdóttir stofnaði nýlega hóp á Facebook fyrir konur sem hafa fundið fyrir aukaverkunum tengdum tíðarhringnum í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Rebekka hafði sjálf fundið fyrir miklum einkennum en hún var á blæðingum í 53 sólarhringa í kjölfar bólusetningarinnar. 29. júlí 2021 17:36