Fannst á Google Maps eftir tuttugu ár á flótta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2022 09:11 Rannsakendur málsins þóttu eitthvað kannast við manninn á myndinni. Google Street View Hinum 61 árs gamla Ítala, Gioacchino Gammino, tókst að flýja úr fangelsi fyrir tuttugu árum síðan. Gammino var ákærður fyrir morð en hann fannst á Spáni með atbeina Google Maps í desember. Gammino er talinn hafa tengst Sikileysku glæpagengi og hefur þónokkurn sakaferil á bakinu. Árið 1999 var hann handtekinn og fangelsaður grunaður um morð. Þegar upptökur á sjónvarpsþætti fóru fram í fangelsinu er Gammino talinn hafa nýtt sér tækifærið og hreinlega gengið út úr fangelsinu. Gammino flúði þá til Spánar og skipti um nafn. Yfirvöld á Ítalíu höfðu rannsakað flóttann allar götur síðan Gammino tókst að sleppa úr fangelsinu. Ítalir fengu veður af því að Gammino hefði möguleg tengsl við litla matvörubúð í smábæ á Spáni. Rannsakendur ákváðu því að fletta versluninni upp á Google Maps og fyrir framan verslunina stóð maður. Maðurinn á myndinni líktist Gammino og rannsakendur leituðu þá á náðir samfélagsmiðla. Þar fannst mynd af manninum, sem enn líktist strokufanganum. Gammino hafði eðli málsins samkvæmt elst nokkuð á þessum tuttugu árum en með hjálp tölvutækni var hægt að búa til mynd sem gaf yfirvöldum vísbendingu um hvernig hann kynni að líta út í dag. Yfirvöld gátu þá borið kennsl á að maðurinn væri í raun Gammino og handtóku hann stuttu síðar. Til stendur að flytja hann til Ítalíu á næstu vikum en þar verður hann væntanlega ákærður fyrir morðið og flóttann. Saksóknari gefur ekki upp hvort hann hafi stundað glæpastarfsemi á meðan flóttanum stóð. New York Times greinir frá. Ítalía Spánn Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Gammino er talinn hafa tengst Sikileysku glæpagengi og hefur þónokkurn sakaferil á bakinu. Árið 1999 var hann handtekinn og fangelsaður grunaður um morð. Þegar upptökur á sjónvarpsþætti fóru fram í fangelsinu er Gammino talinn hafa nýtt sér tækifærið og hreinlega gengið út úr fangelsinu. Gammino flúði þá til Spánar og skipti um nafn. Yfirvöld á Ítalíu höfðu rannsakað flóttann allar götur síðan Gammino tókst að sleppa úr fangelsinu. Ítalir fengu veður af því að Gammino hefði möguleg tengsl við litla matvörubúð í smábæ á Spáni. Rannsakendur ákváðu því að fletta versluninni upp á Google Maps og fyrir framan verslunina stóð maður. Maðurinn á myndinni líktist Gammino og rannsakendur leituðu þá á náðir samfélagsmiðla. Þar fannst mynd af manninum, sem enn líktist strokufanganum. Gammino hafði eðli málsins samkvæmt elst nokkuð á þessum tuttugu árum en með hjálp tölvutækni var hægt að búa til mynd sem gaf yfirvöldum vísbendingu um hvernig hann kynni að líta út í dag. Yfirvöld gátu þá borið kennsl á að maðurinn væri í raun Gammino og handtóku hann stuttu síðar. Til stendur að flytja hann til Ítalíu á næstu vikum en þar verður hann væntanlega ákærður fyrir morðið og flóttann. Saksóknari gefur ekki upp hvort hann hafi stundað glæpastarfsemi á meðan flóttanum stóð. New York Times greinir frá.
Ítalía Spánn Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira