Þó að Barcelona hafi átt erfitt uppdráttar að undanförnu var leikur kvöldsins mjög jafn framan af og var staðan jöfn er venjulegur leiktími rann sitt skeið.
Staðan var einnig jöfn í hálfleik, Vinícius Júnior kom Real yfir á 25. mínútu en hollenski framherjinn Luuk de Jong jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Karim Benzema kom Real yfir á 72. mínútu en varamaðurinn Ansu Fati jafnaði metin á nýjan leik tæpum tíu mínútum síðar. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.
Þar reyndist Real sterkara en varamaðurinn Federico Valverde skoraði þriðja mark hvítliða og tryggði Madríd þar með sæti í úrslitum spænska konungsbikarsins. Real hefur nú unnið fimm leiki í röð gegn Barcelona.
SCENES! #Supercopa | #ElClásico pic.twitter.com/gElnDStZZO
— Real Madrid C.F. (@realmadriden) January 12, 2022
Á morgun mætast Atlético Madríd og Athletic Bilbao í hinum undanúrslitaleik keppninnar. Á sunnudaginn fer úrslitaleikurinn fram en allir þrír leikirnir verða spilaði í Sádi-Arabíu.