Cristiano Ronaldo hljómar eins og Brady: Ætlar að spila sex ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 09:30 Cristiano Ronaldo er í afburðaformi. Hér fagnar hann marki með Manchester United á tímabilinu. Getty/Ash Donelon Þeir sem héldu að Cristiano Ronaldo væri kominn „heim“ til Manchester United til að kveðja geta búist við að sjá kappann á stóra sviðinu næstu ári. Hinn 36 ára gamli Portúgali telur sig eiga nóg eftir enn. Ronaldo ræddi framtíðarplön sín í viðtali við ESPN í Brasilíu og þar kom fram að hann trúi því að hann geti jafnvel spilað þangað til að hann verður 42 ára gamall eða til ársins 2028. „Ég er ánægður með að vera leikmaður sem hefur sýnt að það er hægt að spila lengi á hæsta stigi og vera áfram að skila góðri frammistöðu,“ sagði Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo isn't finished yet pic.twitter.com/T1AlUGdz5J— ESPN UK (@ESPNUK) January 13, 2022 Ronaldo er farinn að hljóma eins og NFL-leikmaðurinn Tom Brady sem er enn að spila sinn besta leik þrátt fyrir að vera orðinn 44 ára. Brady hugsar mjög vel um sig og það gerir Ronaldo líka. Ronaldo er ekkert að fara að hætta. „Genalega þá líður mér eins og ég sé þrjátíu ára. Ég hugsa mjög vel bæði um líkamann og hugann. Það sem ég hef lært nýverið er að eftir 33 ára þá getur líkaminn skilað þér þangað sem þú vilt fara en aðalbaráttan er sú andlega,“ sagði Ronaldo. „Að fara í gegnum svo margt með það markmið að halda sér á hæsta stigi er það erfiðasta. Það hef ég verið að gera undanfarin ár. Ég hef unnið meira í huganum. Ég veit að líkaminn ræður við þetta því ég virði hann og hlusta á hann,“ sagði Ronaldo. „Lífið bíður upp á allskonar stundir, góðar og slæmar. Þegar þú dettur þá verður þú að hafa styrkinn til að standa upp aftur. Ég er ánægður og vil vera áfram hjá Manchester United og sjá hvað gerist. Ég vil komast að því hvort ég get spilað þangað til ég verð 40 ára, 41 árs eða 42 ára. Mikilvægasta að öllu er daglega markmið mitt að njóta hverrar stundar,“ sagði Ronaldo. Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Ronaldo ræddi framtíðarplön sín í viðtali við ESPN í Brasilíu og þar kom fram að hann trúi því að hann geti jafnvel spilað þangað til að hann verður 42 ára gamall eða til ársins 2028. „Ég er ánægður með að vera leikmaður sem hefur sýnt að það er hægt að spila lengi á hæsta stigi og vera áfram að skila góðri frammistöðu,“ sagði Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo isn't finished yet pic.twitter.com/T1AlUGdz5J— ESPN UK (@ESPNUK) January 13, 2022 Ronaldo er farinn að hljóma eins og NFL-leikmaðurinn Tom Brady sem er enn að spila sinn besta leik þrátt fyrir að vera orðinn 44 ára. Brady hugsar mjög vel um sig og það gerir Ronaldo líka. Ronaldo er ekkert að fara að hætta. „Genalega þá líður mér eins og ég sé þrjátíu ára. Ég hugsa mjög vel bæði um líkamann og hugann. Það sem ég hef lært nýverið er að eftir 33 ára þá getur líkaminn skilað þér þangað sem þú vilt fara en aðalbaráttan er sú andlega,“ sagði Ronaldo. „Að fara í gegnum svo margt með það markmið að halda sér á hæsta stigi er það erfiðasta. Það hef ég verið að gera undanfarin ár. Ég hef unnið meira í huganum. Ég veit að líkaminn ræður við þetta því ég virði hann og hlusta á hann,“ sagði Ronaldo. „Lífið bíður upp á allskonar stundir, góðar og slæmar. Þegar þú dettur þá verður þú að hafa styrkinn til að standa upp aftur. Ég er ánægður og vil vera áfram hjá Manchester United og sjá hvað gerist. Ég vil komast að því hvort ég get spilað þangað til ég verð 40 ára, 41 árs eða 42 ára. Mikilvægasta að öllu er daglega markmið mitt að njóta hverrar stundar,“ sagði Ronaldo.
Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira