Fjórðungur nemenda fjarverandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. janúar 2022 22:00 Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri í Árbæjarskóla hefur líkt og fleiri skólastjórnendur staðið í ströngu í vetur vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Einar Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. Skólastarf hefur víða raskast fyrstu tvær vikur ársins vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldi nemenda hefur lent í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar og það sama á við um starfsfólk skólanna. Til að mynda var fjórðungur nema í Árbæjarskóla heima í dag. Þar stóðu skólastjórnendur í ströngu síðdegis þegar einn nemandi skólans greindist með kórónuveiruna. Skólastjórnendur sjá um að rekja smit sem upp koma hjá nemendum skólanna og finna út hverjir þurfa að fara í sóttkví. Frá því í haust hafa skólastjórnendur Árbæjarskóla tuttugu og sex sinnum þurft að rekja smit. „Við finnum alveg að róðurinn er að þyngjast núna og það er talsvert um smitrakningar,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri í Árbæjarskóla. Fimm sinnum þurft að rekja smit á einni viku Á aðeins um viku hefur fimm sinnum þurft að rekja smit hjá nemanda skólans. „Þetta er svolítið tímafrekt vegna þess að við þurfum náttúrulega leggjast yfir það hvar börnin hafa verið þennan daginn og hjá hverjum þau hafa verið að sitja og með hverjum þau hafa verið að leika ef þau hafa verið í einhverjum leik, leiklist eða íþróttum eða hvar svo sem þau hafa verið í húsinu. Þannig að við þurfum að tala oft við mjög marga kennara.“ Þá fá skólastjórnendur oft tilkynningar um að nemendur séu smitaðir síðdegis, á kvöldin eða um helgar. „Þetta er yfirleitt alltaf fyrir utan skólatíma. Við vorum til dæmis að rekja síðasta laugardag og sunnudag og í gær og fyrrakvöld og erum að rekja aftur í dag. Þannig að þetta tekur tíma og ég finn alveg núna að þetta er farið að taka í og ég er orðin svolítið leið yfir þessu hvað þetta tekur mikinn tíma vegna þess að mér finnst þetta bitna orðið á faglega starfinu og svona okkur sem faglegum forystumönnum í skólunum.“ Nýjar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag gera ráð fyrir óbreyttu skólastarfi. Guðlaug segir að hún vilji gjarna að skipulögðu starfi barna sé haldið úti. „Þetta leggst bara ágætlega í mig þannig skilurðu. Við viljum náttúrulega hafa sem mesta reglu fyrir börnin og það sem hefur verið er að hérna börnin hafa ekki verið svo mikið að smita kennarana en það hefur komið fyrir hjá okkur að kennarar hafa smitað börn en hérna þetta hefur gengið ágætlega í raun og veru hjá okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Skólastarf hefur víða raskast fyrstu tvær vikur ársins vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldi nemenda hefur lent í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar og það sama á við um starfsfólk skólanna. Til að mynda var fjórðungur nema í Árbæjarskóla heima í dag. Þar stóðu skólastjórnendur í ströngu síðdegis þegar einn nemandi skólans greindist með kórónuveiruna. Skólastjórnendur sjá um að rekja smit sem upp koma hjá nemendum skólanna og finna út hverjir þurfa að fara í sóttkví. Frá því í haust hafa skólastjórnendur Árbæjarskóla tuttugu og sex sinnum þurft að rekja smit. „Við finnum alveg að róðurinn er að þyngjast núna og það er talsvert um smitrakningar,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri í Árbæjarskóla. Fimm sinnum þurft að rekja smit á einni viku Á aðeins um viku hefur fimm sinnum þurft að rekja smit hjá nemanda skólans. „Þetta er svolítið tímafrekt vegna þess að við þurfum náttúrulega leggjast yfir það hvar börnin hafa verið þennan daginn og hjá hverjum þau hafa verið að sitja og með hverjum þau hafa verið að leika ef þau hafa verið í einhverjum leik, leiklist eða íþróttum eða hvar svo sem þau hafa verið í húsinu. Þannig að við þurfum að tala oft við mjög marga kennara.“ Þá fá skólastjórnendur oft tilkynningar um að nemendur séu smitaðir síðdegis, á kvöldin eða um helgar. „Þetta er yfirleitt alltaf fyrir utan skólatíma. Við vorum til dæmis að rekja síðasta laugardag og sunnudag og í gær og fyrrakvöld og erum að rekja aftur í dag. Þannig að þetta tekur tíma og ég finn alveg núna að þetta er farið að taka í og ég er orðin svolítið leið yfir þessu hvað þetta tekur mikinn tíma vegna þess að mér finnst þetta bitna orðið á faglega starfinu og svona okkur sem faglegum forystumönnum í skólunum.“ Nýjar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag gera ráð fyrir óbreyttu skólastarfi. Guðlaug segir að hún vilji gjarna að skipulögðu starfi barna sé haldið úti. „Þetta leggst bara ágætlega í mig þannig skilurðu. Við viljum náttúrulega hafa sem mesta reglu fyrir börnin og það sem hefur verið er að hérna börnin hafa ekki verið svo mikið að smita kennarana en það hefur komið fyrir hjá okkur að kennarar hafa smitað börn en hérna þetta hefur gengið ágætlega í raun og veru hjá okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03
Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent