Svindlaði sér inn í Gettu betur lið annars skóla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 23:00 Degi segist einfaldlega hafa leiðst heima þegar hann sá hlekk á skráningu í Gettu betur lið FMOS. vísir/vilhelm/aðsend Endurkoma Framhaldsskólans í Mosfellsbæ (FMOS) í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, fór ekki beint vel af stað síðasta fimmtudagskvöld. Skólinn grúttapaði þar fyrir Menntaskólanum á Egilsstöðum en ekki nóg með það heldur játaði einn liðsmaður liðsins eftir keppnina að hann væri alls ekki nemandi í FMOS heldur Kvennó. Umsjónarmaður keppninnar segir að Ríkisútvarpið sé meðvitað um málið og bíði eftir að heyra skýringar FMOS á því. „Við biðjum náttúrulega skólana sjálfa að velja alla sína keppendur af kostgæfni. Það er ekki eins og við liggjum yfir upplýsingum um alla keppendurna áður en við hleypum þeim inn,“ segir Ragnar Eyþórsson, umsjónarmaður Gettu betur. Ragnar Eyþórsson pródúsent hjá RÚV.vísir/vilhelm Leiddist heima og ákvað að skrá sig Það var Dagur Steinn Arnarsson, Kvenskælingur á þriðja ári, sem sigldi þarna undir fölsku flaggi. „Mér leiddist bara heima einhvern tíma núna í byrjun árs þegar ég sá að FMOS væri að leita að nemendum til að taka þátt í Gettu betur. Þar var einhver hlekkur til að skrá sig og ég ákvað bara í einhverju gríni að skrá mig þar,“ segir Dagur Steinn í samtali við Vísi í kvöld. Hann hafi síðan steingleymt þessu þangað til hann fékk allt í einu póst frá skólanum með upplýsingum um hvert og hvenær hann ætti að mæta á fund með liðinu – hann væri kominn inn. „Ég held að þau hafi verið í algjörum vandræðum með að finna einhvern í liðið,“ segir hann. „Ég fór ekki einu sinni í prufur eða neitt. Skráði mig bara og var kominn inn.“ Dagur er á þriðja og síðasta ári í Kvennó. Hann var staðráðinn í að sigra Gettu betur fyrir FMOS.aðsend Í kjölfarið hafi hann látið vin sinn í FMOS vita af þessu uppátæki sínu og þeir hafi í sameiningu ákveðið að taka grínið alla leið. Vinurinn hafði þá samband við þá sem sáu um Gettu betur mál FMOS og spurði hvort hann mætti ekki þjálfa liðið. Því var tekið vel og þeir félagarnir nú orðnir tveir í gríninu; annar sem liðsmaður en hinn sem þjálfari liðsins. Stuttu fyrir keppni hafi enn vantað þriðja liðsmann fyrir liðið og þjálfarinn, vinur Dags Steins, þá beðinn um að hlaupa í skarðið og taka þátt sem hann og gerði. „Þegar ég mætti á æfingar og svona létum við eins og við þekktumst ekkert,“ segir Dagur Steinn. Þannig hafi enginn annar í liðinu eða í FMOS vitað af því að hann væri í raun Kvenskælingur. „Þau spurðu mig aldrei neitt um það í hvaða bekk ég væri eða neitt,“ segir hann. Þeir félagar tóku einhvern hluta ferlisins upp og birtu stutta sögu af því á Twitter: Í dag fórum við í sögubækurnar.@DagurStone hvenno maðurinn@kristjanaarnars meistari pic.twitter.com/wXk5YGsgUF— Ingólfur Arnoddsson (@IngolfurArn) January 13, 2022 Hefði viljað fara í sjónvarpið Þegar síðan kom loks að fyrstu keppninni síðasta fimmtudag var liðið sérlega illa undirbúið, búið að æfa lítið og lítill áhugi fyrir þátttökunni almennt í skólanum, sem hefur ekki oft áður tekið þátt í Gettu betur og var til dæmis ekki með í keppninni síðast. „Ég var samt staðráðinn í að vinna. Ég vildi sjá hvað við kæmumst langt með þetta og fyndnast hefði auðvitað verið að komast í sjónvarpið,“ segir Dagur Steinn en til þess hefði liðið þurft að sigra síðustu keppni í 32 liða úrslitum og næstu umferð 16 liða úrslita, sem báðar fara fram í útvarpinu á Rás 2. „Á leiðinni upp í Efstaleiti keyrðum við síðan fram hjá stórum dauðum fugli, ég veit ekki hvernig fugl þetta var, en það var fyrsti fyrirboðinn að tapinu,“ segir Dagur Steinn en liðið grúttapaði í 32 liða úrslitunum gegn Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hér má hlusta á keppnina á vef Ríkisútvarpsins. „Ég held að staðan hafi verið 14 – 2 og ég vissi nú snemma að þetta væri búið,“ segir Dagur Steinn sem vill sem minnst rifja upp um það tap. Á leið heim eftir keppnina hafi hann síðan svipt af sér hulunni og játað fyrir liðsfélögum sínum að hann væri alls ekki í FMOS heldur Kvenskælingur. Þau hafi tekið nokkuð vel í þetta og þótt uppátækið skondið. Ragnar Eyþórsson, umsjónarmaður keppninnar er þó afar sáttur með að FMOS hafi tapað. „Við erum bara glöð að liðið sem tefldi fram röngum leikmanni hafi tapað því þá hefur þetta ekki haft áhrif á framgang keppninnar. Það er náttúrulega þannig að svindl þýðir tap og ef þau hefðu unnið hefði þurft að dæma þann sigur ógildan. En þetta hefur ekki nein áhrif á framhaldið,“ segir hann. Uppfært: Upprunalega stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem FMOS tæki þátt í keppninni. Það er ekki rétt, skólinn hefur tekið þátt nokkrum sinnum áður en var ekki með í fyrra. Framhaldsskólar Ríkisútvarpið Mosfellsbær Gettu betur Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Umsjónarmaður keppninnar segir að Ríkisútvarpið sé meðvitað um málið og bíði eftir að heyra skýringar FMOS á því. „Við biðjum náttúrulega skólana sjálfa að velja alla sína keppendur af kostgæfni. Það er ekki eins og við liggjum yfir upplýsingum um alla keppendurna áður en við hleypum þeim inn,“ segir Ragnar Eyþórsson, umsjónarmaður Gettu betur. Ragnar Eyþórsson pródúsent hjá RÚV.vísir/vilhelm Leiddist heima og ákvað að skrá sig Það var Dagur Steinn Arnarsson, Kvenskælingur á þriðja ári, sem sigldi þarna undir fölsku flaggi. „Mér leiddist bara heima einhvern tíma núna í byrjun árs þegar ég sá að FMOS væri að leita að nemendum til að taka þátt í Gettu betur. Þar var einhver hlekkur til að skrá sig og ég ákvað bara í einhverju gríni að skrá mig þar,“ segir Dagur Steinn í samtali við Vísi í kvöld. Hann hafi síðan steingleymt þessu þangað til hann fékk allt í einu póst frá skólanum með upplýsingum um hvert og hvenær hann ætti að mæta á fund með liðinu – hann væri kominn inn. „Ég held að þau hafi verið í algjörum vandræðum með að finna einhvern í liðið,“ segir hann. „Ég fór ekki einu sinni í prufur eða neitt. Skráði mig bara og var kominn inn.“ Dagur er á þriðja og síðasta ári í Kvennó. Hann var staðráðinn í að sigra Gettu betur fyrir FMOS.aðsend Í kjölfarið hafi hann látið vin sinn í FMOS vita af þessu uppátæki sínu og þeir hafi í sameiningu ákveðið að taka grínið alla leið. Vinurinn hafði þá samband við þá sem sáu um Gettu betur mál FMOS og spurði hvort hann mætti ekki þjálfa liðið. Því var tekið vel og þeir félagarnir nú orðnir tveir í gríninu; annar sem liðsmaður en hinn sem þjálfari liðsins. Stuttu fyrir keppni hafi enn vantað þriðja liðsmann fyrir liðið og þjálfarinn, vinur Dags Steins, þá beðinn um að hlaupa í skarðið og taka þátt sem hann og gerði. „Þegar ég mætti á æfingar og svona létum við eins og við þekktumst ekkert,“ segir Dagur Steinn. Þannig hafi enginn annar í liðinu eða í FMOS vitað af því að hann væri í raun Kvenskælingur. „Þau spurðu mig aldrei neitt um það í hvaða bekk ég væri eða neitt,“ segir hann. Þeir félagar tóku einhvern hluta ferlisins upp og birtu stutta sögu af því á Twitter: Í dag fórum við í sögubækurnar.@DagurStone hvenno maðurinn@kristjanaarnars meistari pic.twitter.com/wXk5YGsgUF— Ingólfur Arnoddsson (@IngolfurArn) January 13, 2022 Hefði viljað fara í sjónvarpið Þegar síðan kom loks að fyrstu keppninni síðasta fimmtudag var liðið sérlega illa undirbúið, búið að æfa lítið og lítill áhugi fyrir þátttökunni almennt í skólanum, sem hefur ekki oft áður tekið þátt í Gettu betur og var til dæmis ekki með í keppninni síðast. „Ég var samt staðráðinn í að vinna. Ég vildi sjá hvað við kæmumst langt með þetta og fyndnast hefði auðvitað verið að komast í sjónvarpið,“ segir Dagur Steinn en til þess hefði liðið þurft að sigra síðustu keppni í 32 liða úrslitum og næstu umferð 16 liða úrslita, sem báðar fara fram í útvarpinu á Rás 2. „Á leiðinni upp í Efstaleiti keyrðum við síðan fram hjá stórum dauðum fugli, ég veit ekki hvernig fugl þetta var, en það var fyrsti fyrirboðinn að tapinu,“ segir Dagur Steinn en liðið grúttapaði í 32 liða úrslitunum gegn Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hér má hlusta á keppnina á vef Ríkisútvarpsins. „Ég held að staðan hafi verið 14 – 2 og ég vissi nú snemma að þetta væri búið,“ segir Dagur Steinn sem vill sem minnst rifja upp um það tap. Á leið heim eftir keppnina hafi hann síðan svipt af sér hulunni og játað fyrir liðsfélögum sínum að hann væri alls ekki í FMOS heldur Kvenskælingur. Þau hafi tekið nokkuð vel í þetta og þótt uppátækið skondið. Ragnar Eyþórsson, umsjónarmaður keppninnar er þó afar sáttur með að FMOS hafi tapað. „Við erum bara glöð að liðið sem tefldi fram röngum leikmanni hafi tapað því þá hefur þetta ekki haft áhrif á framgang keppninnar. Það er náttúrulega þannig að svindl þýðir tap og ef þau hefðu unnið hefði þurft að dæma þann sigur ógildan. En þetta hefur ekki nein áhrif á framhaldið,“ segir hann. Uppfært: Upprunalega stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem FMOS tæki þátt í keppninni. Það er ekki rétt, skólinn hefur tekið þátt nokkrum sinnum áður en var ekki með í fyrra.
Framhaldsskólar Ríkisútvarpið Mosfellsbær Gettu betur Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira