Erfið staða innan skólakerfisins: „Róðurinn er að þyngjast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 12:31 Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða stórt og áríðandi verkefni. Vísir/Vilhelm Töluvert var um smitrakningu innan skólakerfisins yfir helgina og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu segir ljóst að róðurinn sé að þyngjast. Hann segir fólk hugsi yfir þeirri ákvörðun að herða ekki aðgerðir innan skólanna þar sem skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi. Skólastarf hefur raskast víða vegna fjölda smitaðra í samfélaginu en tæplega 2600 börn tólf ára eða yngri eru nú í einangrun og fjölmörg til viðbótar eru í sóttkví eða smitgát. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdarstjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að töluvert hafi verið um smitrakningu innan skólakerfisins um helgina en staðan fyrir helgi var mjög snúin. „Þannig þetta er orðið töluvert erfiðara viðfangs akkúrat núna og ég veit að það er búið að vera að setja bekki í sóttkví eða smitgát, heilu árgangana í grunnskólum og loka nokkrum deildum innan leikskólakerfisins. Þannig að róðurinn er að þyngjast,“ segir Jón Viðar. Tilkynnt var um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrir helgi en athygli vakti að engar breytingar voru gerðar með tilliti til skólastarfs. Heilbrigðisráðherra kynnti sérstaka reglugerð um takmörkun á skólastarfi nokkrum dögum fyrr en þó var ekki mikið um breytingar að finna þar. Jón Viðar segist upplifa það að fólk sé hugsi yfir stöðunni. „Sem er bara ósköp eðlilegt þar sem þar eru að kannski heilu árgangarnir og jafnvel meira í sóttkví eða smitgát en það eru allir bara með fókus á það að vinna eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem eru í gangi og maður veit að stjórnvöld eru náttúrulega bara vakandi yfir þessu,“ segir Jón Viðar. Fyrir helgi var tilkynnt um lokun nokkurra leikskóla og grunnskóla á landinu, til að mynda í Fjarðarbyggð en aðgerðarstjórn á Austurlandi tók þá ákvörðun á fimmtudag að loka grunnskólum á Reyðafirði, Eskifirði og Neskaupstað. Þá var Seljaskóla í Reykjavík lokað og frístunda- og íþróttastarf lagt niður. Gera má ráð fyrir að fleiri deildir eða jafnvel heilu skólarnir þurfi að loka á næstunni vegna fjölda smitaðra. „Það er í rauninni verkefnið sem að blasir svona við okkur. Skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi að finna út úr þessu hvernig þetta er og í samvinnu við smitrakningarteymið. Þannig að verkefnið er stórt en áríðandi,“ segir Jón Viðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Almannavarnir Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Skólastarf hefur raskast víða vegna fjölda smitaðra í samfélaginu en tæplega 2600 börn tólf ára eða yngri eru nú í einangrun og fjölmörg til viðbótar eru í sóttkví eða smitgát. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdarstjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að töluvert hafi verið um smitrakningu innan skólakerfisins um helgina en staðan fyrir helgi var mjög snúin. „Þannig þetta er orðið töluvert erfiðara viðfangs akkúrat núna og ég veit að það er búið að vera að setja bekki í sóttkví eða smitgát, heilu árgangana í grunnskólum og loka nokkrum deildum innan leikskólakerfisins. Þannig að róðurinn er að þyngjast,“ segir Jón Viðar. Tilkynnt var um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrir helgi en athygli vakti að engar breytingar voru gerðar með tilliti til skólastarfs. Heilbrigðisráðherra kynnti sérstaka reglugerð um takmörkun á skólastarfi nokkrum dögum fyrr en þó var ekki mikið um breytingar að finna þar. Jón Viðar segist upplifa það að fólk sé hugsi yfir stöðunni. „Sem er bara ósköp eðlilegt þar sem þar eru að kannski heilu árgangarnir og jafnvel meira í sóttkví eða smitgát en það eru allir bara með fókus á það að vinna eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem eru í gangi og maður veit að stjórnvöld eru náttúrulega bara vakandi yfir þessu,“ segir Jón Viðar. Fyrir helgi var tilkynnt um lokun nokkurra leikskóla og grunnskóla á landinu, til að mynda í Fjarðarbyggð en aðgerðarstjórn á Austurlandi tók þá ákvörðun á fimmtudag að loka grunnskólum á Reyðafirði, Eskifirði og Neskaupstað. Þá var Seljaskóla í Reykjavík lokað og frístunda- og íþróttastarf lagt niður. Gera má ráð fyrir að fleiri deildir eða jafnvel heilu skólarnir þurfi að loka á næstunni vegna fjölda smitaðra. „Það er í rauninni verkefnið sem að blasir svona við okkur. Skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi að finna út úr þessu hvernig þetta er og í samvinnu við smitrakningarteymið. Þannig að verkefnið er stórt en áríðandi,“ segir Jón Viðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Almannavarnir Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48
Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent