Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson skrifar 30. janúar 2022 08:01 Álag á kennara og starfsfólk skóla hefur verið mjög mikið síðan um áramótin eftir að veiran fór að herja á börnin í meira mæli. Ef við tökum eitt skref aftur á bak þá hefur álag reyndar verið mjög mikið allan þann tíma sem heimsfaraldurinn hefur geisað í þjóðfélaginu enda er kennarastéttin ein af hinum svokölluðu framlínustéttum. Kennarastéttin hefur svo sannarlega staðið sína plikt og eins og oftast hlaupið hraðar, leyst málin og tekið á sig þyngri byrðar - með öðrum orðum tekið að sér hlutverk vélstjórans í Verbúðinni sem þarf að láta dallinn ganga svo hægt sé að halda áfram að fiska - látið hlutina ganga upp. Tökum þá önnur tvö skref til baka og þá sjáum við stóru myndina þar sem viðvarandi álag á kennara hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Reyndir kennarar vita að álagið hefur aukist gríðarlega síðustu fimmtán árin eða svo og margir tengja það við innleiðingu á skóla án aðgreiningar. Langflestir kennarar vilja kenna í skóla án aðgreiningar en honum verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara og leiðbeinendur ef fyrirkomulagið á að ganga upp. Skóli án aðgreiningar krefst þess að innan skóla sé næg fagþekking til að mæta hverju barni þar sem það er hverju sinni. Kennarar hafa nefnilega tilhneigingu til að láta hlutina einfaldlega bara ganga upp. Aðstæður eru auðvitað mismunandi í skólum, hver bekkur er ólíkur öðrum en það er óhætt að fullyrða að margir kennarar eru að sligast undan ábyrgð. Kennarar munu seint bugast en breytinga er þörf. Hversu margir kennarar glíma nú við langvinna sjúkdóma vegna álags? Hversu margir einstaklingar með kennsluréttindi kjósa að vinna annars staðar en í skólum? Réttilega hefur nokkru púðri verið eytt í að fjölga kennaranemum, enda fer meðalaldur kennara hækkandi, en starfsaðstæður í skólum verða að stuðla að því að fólk vilji vinna þar. Metnaður hvers sveitarfélags á að vera að halda mannauði sínum og búa börnunum okkar framúrskarandi jarðveg til að vaxa og dafna. Sú ósanngjarna krafa hefur orðið til að kennarar séu sérfræðingar í öllu. Þetta bitnar fyrst og fremst á nemendum en einnig kennurum og foreldrum. Þann 26. janúar síðastliðinn skrifuðu tveir þroskaþjálfar og sérkennari frábæra grein, Skóli án aðgreiningar, sem ég tek heilshugar undir. Það verður „að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem ýmsir fagaðilar vinna saman að málefnum nemenda“, eins og þær Halldóra, Laufey og Unnur skrifa í grein sinni. Í grunnskólum hefur skapast stuðningsfulltrúa kerfi þar sem ófaglærðir einstaklingar koma inn sem stuðningur fyrir kennara og aðstoð fyrir nemendur með sérstakar námsþarfir. Þessir starfskraftar eiga það langoftast sameiginlegt að vera ungt fólk nýlega útskrifað úr framhaldsskóla, sumir með plön um að leggja í ferðalög aðrir að draga andann djúpt fyrir frekara nám. Nær allir stuðningsfulltrúar eru tímabundnir starfskraftar og hverfa á braut um leið og traust hefur skapast milli þeirra og nemenda, þekking og reynsla hverfur á braut. Sumir þeirra halda í kennaranám og þá gleðjast kennarar iðulega. Þetta unga fólk er lífsnauðsynlegur stuðningur við nemendur og kennara í skólum en hæfni þeirra til að takast á við erfiðar aðstæður og flókinn vanda nemenda er mjög misjöfn. Þannig kannast flestir kennarar við að hafa fengið stórkostlega stuðningsfulltrúa sem auka gæði kennslunnar en einnig stuðningsfulltrúa sem auka hreinlega álagið á þá. Þetta fyrirkomulag er fullkomlega ósjálfbært og það er fáránleg krafa að reynslu minnsta starfsfólk grunnskólans eigi að vinna með þeim nemendum sem þurfa mesta aðstoð. Ég spyr mig að hversu miklu leyti hefur heilbrigðisvandamálum verið velt yfir á skólakerfið? Það er tveggja ára bið í greingarferli, barnið heldur samt skólagöngu sinni áfram. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans er enn og aftur sprungin og mjög alvarlega veik börn líða fyrir það. Foreldrar veigra sér við því að leita til sálfræðinga vegna kostnaðar og/eða langs biðtíma. Talmeinafræðingar eru af skornum skammti og svo mætti áfram telja. En börnin mæta samt alltaf í skólana. Þar taka á móti þeim kennarar sem reyna sitt besta, reyna að láta hlutina ganga upp. Ríkið verður að greiða sveitarfélögum fyrir að taka að sér heilbrigðisþjónustu í skólum. Það er ekki í boði lengur að vanrækja stuðningskerfi barna og ætlast til kennararnir grípi alla bolta á sama tíma og þeir eiga að hlaupa hraðar. Við þurfum að hlusta á raddir fagfólks og fjölga faglærðum sérfræðingum í skólum til að aðstoða nemendur okkar betur og létta álagi af kennurum og öðru starfsfólki skólans. Ég tel þetta algjört forgangsmál til þess að bæta þjónustu, sporna gekk brottfalli og stuðla að nauðsynlegri nýliðun í kennarastéttinni á Íslandi. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Skóla - og menntamál Samfylkingin Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Álag á kennara og starfsfólk skóla hefur verið mjög mikið síðan um áramótin eftir að veiran fór að herja á börnin í meira mæli. Ef við tökum eitt skref aftur á bak þá hefur álag reyndar verið mjög mikið allan þann tíma sem heimsfaraldurinn hefur geisað í þjóðfélaginu enda er kennarastéttin ein af hinum svokölluðu framlínustéttum. Kennarastéttin hefur svo sannarlega staðið sína plikt og eins og oftast hlaupið hraðar, leyst málin og tekið á sig þyngri byrðar - með öðrum orðum tekið að sér hlutverk vélstjórans í Verbúðinni sem þarf að láta dallinn ganga svo hægt sé að halda áfram að fiska - látið hlutina ganga upp. Tökum þá önnur tvö skref til baka og þá sjáum við stóru myndina þar sem viðvarandi álag á kennara hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Reyndir kennarar vita að álagið hefur aukist gríðarlega síðustu fimmtán árin eða svo og margir tengja það við innleiðingu á skóla án aðgreiningar. Langflestir kennarar vilja kenna í skóla án aðgreiningar en honum verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara og leiðbeinendur ef fyrirkomulagið á að ganga upp. Skóli án aðgreiningar krefst þess að innan skóla sé næg fagþekking til að mæta hverju barni þar sem það er hverju sinni. Kennarar hafa nefnilega tilhneigingu til að láta hlutina einfaldlega bara ganga upp. Aðstæður eru auðvitað mismunandi í skólum, hver bekkur er ólíkur öðrum en það er óhætt að fullyrða að margir kennarar eru að sligast undan ábyrgð. Kennarar munu seint bugast en breytinga er þörf. Hversu margir kennarar glíma nú við langvinna sjúkdóma vegna álags? Hversu margir einstaklingar með kennsluréttindi kjósa að vinna annars staðar en í skólum? Réttilega hefur nokkru púðri verið eytt í að fjölga kennaranemum, enda fer meðalaldur kennara hækkandi, en starfsaðstæður í skólum verða að stuðla að því að fólk vilji vinna þar. Metnaður hvers sveitarfélags á að vera að halda mannauði sínum og búa börnunum okkar framúrskarandi jarðveg til að vaxa og dafna. Sú ósanngjarna krafa hefur orðið til að kennarar séu sérfræðingar í öllu. Þetta bitnar fyrst og fremst á nemendum en einnig kennurum og foreldrum. Þann 26. janúar síðastliðinn skrifuðu tveir þroskaþjálfar og sérkennari frábæra grein, Skóli án aðgreiningar, sem ég tek heilshugar undir. Það verður „að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem ýmsir fagaðilar vinna saman að málefnum nemenda“, eins og þær Halldóra, Laufey og Unnur skrifa í grein sinni. Í grunnskólum hefur skapast stuðningsfulltrúa kerfi þar sem ófaglærðir einstaklingar koma inn sem stuðningur fyrir kennara og aðstoð fyrir nemendur með sérstakar námsþarfir. Þessir starfskraftar eiga það langoftast sameiginlegt að vera ungt fólk nýlega útskrifað úr framhaldsskóla, sumir með plön um að leggja í ferðalög aðrir að draga andann djúpt fyrir frekara nám. Nær allir stuðningsfulltrúar eru tímabundnir starfskraftar og hverfa á braut um leið og traust hefur skapast milli þeirra og nemenda, þekking og reynsla hverfur á braut. Sumir þeirra halda í kennaranám og þá gleðjast kennarar iðulega. Þetta unga fólk er lífsnauðsynlegur stuðningur við nemendur og kennara í skólum en hæfni þeirra til að takast á við erfiðar aðstæður og flókinn vanda nemenda er mjög misjöfn. Þannig kannast flestir kennarar við að hafa fengið stórkostlega stuðningsfulltrúa sem auka gæði kennslunnar en einnig stuðningsfulltrúa sem auka hreinlega álagið á þá. Þetta fyrirkomulag er fullkomlega ósjálfbært og það er fáránleg krafa að reynslu minnsta starfsfólk grunnskólans eigi að vinna með þeim nemendum sem þurfa mesta aðstoð. Ég spyr mig að hversu miklu leyti hefur heilbrigðisvandamálum verið velt yfir á skólakerfið? Það er tveggja ára bið í greingarferli, barnið heldur samt skólagöngu sinni áfram. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans er enn og aftur sprungin og mjög alvarlega veik börn líða fyrir það. Foreldrar veigra sér við því að leita til sálfræðinga vegna kostnaðar og/eða langs biðtíma. Talmeinafræðingar eru af skornum skammti og svo mætti áfram telja. En börnin mæta samt alltaf í skólana. Þar taka á móti þeim kennarar sem reyna sitt besta, reyna að láta hlutina ganga upp. Ríkið verður að greiða sveitarfélögum fyrir að taka að sér heilbrigðisþjónustu í skólum. Það er ekki í boði lengur að vanrækja stuðningskerfi barna og ætlast til kennararnir grípi alla bolta á sama tíma og þeir eiga að hlaupa hraðar. Við þurfum að hlusta á raddir fagfólks og fjölga faglærðum sérfræðingum í skólum til að aðstoða nemendur okkar betur og létta álagi af kennurum og öðru starfsfólki skólans. Ég tel þetta algjört forgangsmál til þess að bæta þjónustu, sporna gekk brottfalli og stuðla að nauðsynlegri nýliðun í kennarastéttinni á Íslandi. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun