Konur og karlar í SÁÁ skora á Þóru Kristínu að gefa kost á sér Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2022 09:40 Mikill stuðningur er við Þóru Kristínu sem næsta formann SÁÁ en tuttugu konur og tuttugu karlar í aðalstjórn samtakanna hafa, hvor hópur um sig, skorað á Þóru Kristínu að gefa kost á sér í starfið. vísir/vilhelm/aðsend Tuttugu konur og tuttugu karlar í stjórn SÁÁ hafa sent frá sér áskorun til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að gefa kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar forstjóra þar. „Eftirtaldar konur í aðalstjórn SÁÁ skora á Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, fjölmiðlakonu og upplýsingafulltrúa, að gefa kost á sér sem næsti formaður SÁÁ. Við teljum hana vera þann leiðtoga sem samtökin þarfnast í ljósi þeirra atburða sem gerst hafa og þeirra breytinga sem þurfa að verða í kjölfar þeirra. Þóra Kristín nýtur fulls trausts okkar og við teljum að hún geti leitt samtökin á farsælan hátt til móts við nýja tíma,“ segir í yfirlýsingu kvennanna. Í kjölfarið sendu svo karlar í stjórn frá sér sambærilega áskorun: „Við undirritaðir, félagar í aðalstjórn SÁÁ, tökum heilshugar undir þá hvatningu sem konur í samtökunum hafa sent frá sér, til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, að gefa kost á sér sem næsti formaður SÁÁ. Við erum á því að Þóra Kristín sé einmitt sá leiðtogi sem samtökin þurfa á að halda á þessum tímapunkti og nýtur hún okkar fyllsta trausts til þess að leiða samtökin með farsælum hætti inn í nýja og breytta tíma. Þóra Kristín hefur verið orðuð við formennskuna og sagði í samtali við Vísi nýverið að henni þætti þetta spennandi verkefni. Nöfn þeirra sem skrifa undir má sjá hér neðst en um er að ræða 40 af 48 manna aðalstjórn. Samtökin hafa mátt sigla í gegnum ólgusjó að undanförnu. Sjúkratryggingar Íslands hafa sent SÁÁ kröfu um endurgreiðslu á 175 milljónum vegna þess sem SÍ segir tilhæfulausa reikninga. Það erindi hefur verið sent til Landlæknisembættisins, persónuverndar sem og héraðssaksóknara sem þýðir að um er að ræða grun um fjársvik. Í kjölfarið komu svo fram ásakanir á hendur Einari Hermannssyni fyrrum formanni um vændiskaup hans af skjólstæðingi samtakanna. Einar hefur sagt af sér vegna málsins. Nýr formaður verður kosinn á næsta aðalfundi sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær verður haldinn en honum verður þó flýtt en ef allt væri með kyrrum kjörum hefði sá fundur verið haldinn í vor. Á fimmtudaginn næsta mun aðalstjórn hittast til að velja tvo nýja menn í framkvæmdarstjórn. Konur skora á Þóru Kristínu 1. Anna Hildur Guðmundsdóttir 2. Ásdís Olsen 3. Berglind Þöll Heimisdóttir 4. Bryndís Morrison 5. Ellen Guðmundsdóttir 6. Gróa Ásgeirsdóttir 7. Halldóra Jónasdóttir 8. Helga Haraldsdóttir 9. Helga Óskarsdóttir 10. Hjördís Reykdal 11. Ingunn Hansdóttir 12. Íris Kristjánsdóttir 13. K. Halla Magnúsdóttir 14. Kristjana Jónsdóttir 15. Ragnheiður Dagsdóttir 16. Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir 17. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 18. Svala Ísfeld Ólafsdóttir 19. Valgerður Jóhannsdóttir 20. Valgerður Rúnarsdóttir Og karlar skora á Þóru Kristínu 1. Ásmundur Friðriksson 2. Einar Axelsson 3. Frosti Logason 4. Gísli Stefánsson 5. Grétar Örvarsson 6. Guðmundur Örn Jóhannsson 7. Gunnar Alexander Ólafsson 8. Haukur Einarsson 9. Héðinn Eyjólfsson 10. Heimir Bergmann Hauksson 11. Hilmar Kristensen 12. Ingibergur Ragnarsson 13. Jón H.B. Snorrason 14. Kristmundur Carter 15. Óskar Torfi Viggósson 16. Pétur Einarsson 17. Rúnar Freyr Gíslason 18. Sigurður Ragnar Guðmundsson 19. Þórarinn Ingi Ingason 20. Þráinn Farestveit Félagasamtök Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
„Eftirtaldar konur í aðalstjórn SÁÁ skora á Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, fjölmiðlakonu og upplýsingafulltrúa, að gefa kost á sér sem næsti formaður SÁÁ. Við teljum hana vera þann leiðtoga sem samtökin þarfnast í ljósi þeirra atburða sem gerst hafa og þeirra breytinga sem þurfa að verða í kjölfar þeirra. Þóra Kristín nýtur fulls trausts okkar og við teljum að hún geti leitt samtökin á farsælan hátt til móts við nýja tíma,“ segir í yfirlýsingu kvennanna. Í kjölfarið sendu svo karlar í stjórn frá sér sambærilega áskorun: „Við undirritaðir, félagar í aðalstjórn SÁÁ, tökum heilshugar undir þá hvatningu sem konur í samtökunum hafa sent frá sér, til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, að gefa kost á sér sem næsti formaður SÁÁ. Við erum á því að Þóra Kristín sé einmitt sá leiðtogi sem samtökin þurfa á að halda á þessum tímapunkti og nýtur hún okkar fyllsta trausts til þess að leiða samtökin með farsælum hætti inn í nýja og breytta tíma. Þóra Kristín hefur verið orðuð við formennskuna og sagði í samtali við Vísi nýverið að henni þætti þetta spennandi verkefni. Nöfn þeirra sem skrifa undir má sjá hér neðst en um er að ræða 40 af 48 manna aðalstjórn. Samtökin hafa mátt sigla í gegnum ólgusjó að undanförnu. Sjúkratryggingar Íslands hafa sent SÁÁ kröfu um endurgreiðslu á 175 milljónum vegna þess sem SÍ segir tilhæfulausa reikninga. Það erindi hefur verið sent til Landlæknisembættisins, persónuverndar sem og héraðssaksóknara sem þýðir að um er að ræða grun um fjársvik. Í kjölfarið komu svo fram ásakanir á hendur Einari Hermannssyni fyrrum formanni um vændiskaup hans af skjólstæðingi samtakanna. Einar hefur sagt af sér vegna málsins. Nýr formaður verður kosinn á næsta aðalfundi sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær verður haldinn en honum verður þó flýtt en ef allt væri með kyrrum kjörum hefði sá fundur verið haldinn í vor. Á fimmtudaginn næsta mun aðalstjórn hittast til að velja tvo nýja menn í framkvæmdarstjórn. Konur skora á Þóru Kristínu 1. Anna Hildur Guðmundsdóttir 2. Ásdís Olsen 3. Berglind Þöll Heimisdóttir 4. Bryndís Morrison 5. Ellen Guðmundsdóttir 6. Gróa Ásgeirsdóttir 7. Halldóra Jónasdóttir 8. Helga Haraldsdóttir 9. Helga Óskarsdóttir 10. Hjördís Reykdal 11. Ingunn Hansdóttir 12. Íris Kristjánsdóttir 13. K. Halla Magnúsdóttir 14. Kristjana Jónsdóttir 15. Ragnheiður Dagsdóttir 16. Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir 17. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 18. Svala Ísfeld Ólafsdóttir 19. Valgerður Jóhannsdóttir 20. Valgerður Rúnarsdóttir Og karlar skora á Þóru Kristínu 1. Ásmundur Friðriksson 2. Einar Axelsson 3. Frosti Logason 4. Gísli Stefánsson 5. Grétar Örvarsson 6. Guðmundur Örn Jóhannsson 7. Gunnar Alexander Ólafsson 8. Haukur Einarsson 9. Héðinn Eyjólfsson 10. Heimir Bergmann Hauksson 11. Hilmar Kristensen 12. Ingibergur Ragnarsson 13. Jón H.B. Snorrason 14. Kristmundur Carter 15. Óskar Torfi Viggósson 16. Pétur Einarsson 17. Rúnar Freyr Gíslason 18. Sigurður Ragnar Guðmundsson 19. Þórarinn Ingi Ingason 20. Þráinn Farestveit
1. Anna Hildur Guðmundsdóttir 2. Ásdís Olsen 3. Berglind Þöll Heimisdóttir 4. Bryndís Morrison 5. Ellen Guðmundsdóttir 6. Gróa Ásgeirsdóttir 7. Halldóra Jónasdóttir 8. Helga Haraldsdóttir 9. Helga Óskarsdóttir 10. Hjördís Reykdal 11. Ingunn Hansdóttir 12. Íris Kristjánsdóttir 13. K. Halla Magnúsdóttir 14. Kristjana Jónsdóttir 15. Ragnheiður Dagsdóttir 16. Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir 17. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 18. Svala Ísfeld Ólafsdóttir 19. Valgerður Jóhannsdóttir 20. Valgerður Rúnarsdóttir
1. Ásmundur Friðriksson 2. Einar Axelsson 3. Frosti Logason 4. Gísli Stefánsson 5. Grétar Örvarsson 6. Guðmundur Örn Jóhannsson 7. Gunnar Alexander Ólafsson 8. Haukur Einarsson 9. Héðinn Eyjólfsson 10. Heimir Bergmann Hauksson 11. Hilmar Kristensen 12. Ingibergur Ragnarsson 13. Jón H.B. Snorrason 14. Kristmundur Carter 15. Óskar Torfi Viggósson 16. Pétur Einarsson 17. Rúnar Freyr Gíslason 18. Sigurður Ragnar Guðmundsson 19. Þórarinn Ingi Ingason 20. Þráinn Farestveit
Félagasamtök Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57
Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27