Bara þrír eftir úr síðasta byrjunarliði Wengers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2022 17:01 Alexandre Lacazette er einn fárra í leikmannahópi Arsenal sem spilaði undir stjórn Arsenes Wenger. getty/Catherine Ivill Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Arsenal síðan Arsene Wenger hætti sem knattspyrnustjóri liðsins vorið 2018. Til marks um það eru aðeins þrír leikmenn eftir úr síðasta byrjunarliðinu sem Wenger stillti upp sem stjóri Arsenal. Pierre-Emerick Aubameyang gekk til liðs við Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hann er sá áttundi úr síðasta byrjunarliði Wengers sem yfirgefur félagið síðan hann hætti fyrir rúmum þremur árum. Wenger stýrði Arsenal í síðasta sinn þegar liðið vann Huddersfield Town í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar 13. maí 2018. Aubameyang skoraði eina mark leiksins. Aðeins þrír úr byrjunarliði Arsenal þennan dag eru enn hjá félaginu. Þetta eru þeir Rob Holding, Granit Xhaka og Alexandre Lacazette. Hinir átta í byrjunarliðinu eru farnir sem og allir þrír varamennirnir. Þetta eru þeir David Ospina, Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Sead Kolasinac, Aaron Ramsey, Alex Iwobi, Henrikh Mkhitaryan, Aubameyang, Nacho Monreal, Danny Welbeck og Ainsley Maitland-Niles. Sá síðastnefndi er reyndar enn samningsbundinn Arsenal en var lánaður til Roma í síðasta mánuði. Arsenal's last XI under Arsene Wenger:Ospina Bellerin Mustafi HoldingKolasinac XhakaRamsey Iwobi Mkhitaryan Aubameyang LacazetteOnly 3 are currently at the club pic.twitter.com/0VhLslW0xP— GOAL (@goal) February 1, 2022 Tveir af ofannefndum leikmönnum fóru frá Arsenal í síðasta mánuði, Aubameyang og Kolasinac. Sem fyrr sagði fór Aubameyang til Barcelona en Kolasinac til Marseille. Unai Emery tók við Arsenal af Wenger en entist aðeins rúmt tímabil hjá félaginu. Í desember 2020 var Mikel Arteta ráðinn stjóri Arsenal. Wenger keypti hann til Arsenal 2011 og gerði hann meðal annars að fyrirliða liðsins. Wenger stýrði Arsenal í 22 ár. Á þeim tíma varð liðið þrisvar sinnum Englandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari. Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang gekk til liðs við Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hann er sá áttundi úr síðasta byrjunarliði Wengers sem yfirgefur félagið síðan hann hætti fyrir rúmum þremur árum. Wenger stýrði Arsenal í síðasta sinn þegar liðið vann Huddersfield Town í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar 13. maí 2018. Aubameyang skoraði eina mark leiksins. Aðeins þrír úr byrjunarliði Arsenal þennan dag eru enn hjá félaginu. Þetta eru þeir Rob Holding, Granit Xhaka og Alexandre Lacazette. Hinir átta í byrjunarliðinu eru farnir sem og allir þrír varamennirnir. Þetta eru þeir David Ospina, Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Sead Kolasinac, Aaron Ramsey, Alex Iwobi, Henrikh Mkhitaryan, Aubameyang, Nacho Monreal, Danny Welbeck og Ainsley Maitland-Niles. Sá síðastnefndi er reyndar enn samningsbundinn Arsenal en var lánaður til Roma í síðasta mánuði. Arsenal's last XI under Arsene Wenger:Ospina Bellerin Mustafi HoldingKolasinac XhakaRamsey Iwobi Mkhitaryan Aubameyang LacazetteOnly 3 are currently at the club pic.twitter.com/0VhLslW0xP— GOAL (@goal) February 1, 2022 Tveir af ofannefndum leikmönnum fóru frá Arsenal í síðasta mánuði, Aubameyang og Kolasinac. Sem fyrr sagði fór Aubameyang til Barcelona en Kolasinac til Marseille. Unai Emery tók við Arsenal af Wenger en entist aðeins rúmt tímabil hjá félaginu. Í desember 2020 var Mikel Arteta ráðinn stjóri Arsenal. Wenger keypti hann til Arsenal 2011 og gerði hann meðal annars að fyrirliða liðsins. Wenger stýrði Arsenal í 22 ár. Á þeim tíma varð liðið þrisvar sinnum Englandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari.
Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira