Valfrelsi eykur hamingju Svavar Halldórsson skrifar 1. febrúar 2022 12:00 Á Íslandi eru starfandi nærri fimmtíu sjálfstætt reknir skólar. Flestir eru leikskólarnir en grunnskólarnir eru einnig þónokkrir. Nemendafjöldinn nemur þúsundum og þeir eru víða um landið. Allir þessir skólar eiga það sameiginlegt að í þeim vinnur her manns alla daga að því að mennta börnin okkar um leið og gætt er að því að öllum líði sem best. Glöð börn eru betri nemendur. Skólastarf á Íslandi er til fyrirmyndar Óeigingjarnt starf þessa stóra hóps hefur skipt sköpum í lífi margra barna og fjölskyldna. Þetta mikla og góða starf verður seint fullþakkað. Að sjálfsögðu er einnig unnið gott starf í skólum sem reknir eru af hinu opinbera, enda er skólastarf á Íslandi heilt á litið til fyrirmyndar. Kennarar, skólaliðar, stjórnendur og aðrir starfsmenn leggja nótt við nýtan dag til að ná árangri. Allt þetta fólk á hrós skilið. Göfug markmið Allir eru sammála um að stefna að því göfuga markmiði að gera börnin okkar að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Góðir skólar eru mannbætandi. Þeir gera samfélagið okkar miklu betra. Vissulega er margt sem má bæta en alls staðar er fólk að gera sitt besta. Ígrundaðar tilraunir með mismunandi form og stefnur auka verulega líkurnar á bestu lausnirnar finnist fyrir hvert og eitt barn. Fegurðin í fjölbreytileikanum Fjölbreytileiki í skólastarfi skiptir miklu máli. Fjölskyldur eru ólíkar og börnin líka. Ef foreldrar geta valið hentugustu skólana fyrir börnin sín er líklegt að hamingja og gleði aukist. Glöð börn eru betri námsmenn. Valfrelsið er lykilþáttur í því að auka heildargæði skólastarfs í landinu og hámarka vellíðan og hamingju íslenskra barna. Háleitari geta markmið varla verið. Gleði, kærleikur og umburðarlyndi Góðir skólar skila borgurum sem geta breitt út hagsæld, gleði, kærleik og umburðarlyndi. Það viljum við öll en þetta er ekki sjálfsagður hlutur. Við verðum öll að standa vörð um valfrelsi og grósku í skólastarfi á Íslandi. Þannig náum við bestum árangri í bæði leik og starfi. Valfrelsi er ein af grunnstoðum hins frjálsa lýðræðisþjóðfélags sem við erum svo stolt af. Höfundur situr í stjórn Hjallastefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Leikskólar Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru starfandi nærri fimmtíu sjálfstætt reknir skólar. Flestir eru leikskólarnir en grunnskólarnir eru einnig þónokkrir. Nemendafjöldinn nemur þúsundum og þeir eru víða um landið. Allir þessir skólar eiga það sameiginlegt að í þeim vinnur her manns alla daga að því að mennta börnin okkar um leið og gætt er að því að öllum líði sem best. Glöð börn eru betri nemendur. Skólastarf á Íslandi er til fyrirmyndar Óeigingjarnt starf þessa stóra hóps hefur skipt sköpum í lífi margra barna og fjölskyldna. Þetta mikla og góða starf verður seint fullþakkað. Að sjálfsögðu er einnig unnið gott starf í skólum sem reknir eru af hinu opinbera, enda er skólastarf á Íslandi heilt á litið til fyrirmyndar. Kennarar, skólaliðar, stjórnendur og aðrir starfsmenn leggja nótt við nýtan dag til að ná árangri. Allt þetta fólk á hrós skilið. Göfug markmið Allir eru sammála um að stefna að því göfuga markmiði að gera börnin okkar að góðum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Góðir skólar eru mannbætandi. Þeir gera samfélagið okkar miklu betra. Vissulega er margt sem má bæta en alls staðar er fólk að gera sitt besta. Ígrundaðar tilraunir með mismunandi form og stefnur auka verulega líkurnar á bestu lausnirnar finnist fyrir hvert og eitt barn. Fegurðin í fjölbreytileikanum Fjölbreytileiki í skólastarfi skiptir miklu máli. Fjölskyldur eru ólíkar og börnin líka. Ef foreldrar geta valið hentugustu skólana fyrir börnin sín er líklegt að hamingja og gleði aukist. Glöð börn eru betri námsmenn. Valfrelsið er lykilþáttur í því að auka heildargæði skólastarfs í landinu og hámarka vellíðan og hamingju íslenskra barna. Háleitari geta markmið varla verið. Gleði, kærleikur og umburðarlyndi Góðir skólar skila borgurum sem geta breitt út hagsæld, gleði, kærleik og umburðarlyndi. Það viljum við öll en þetta er ekki sjálfsagður hlutur. Við verðum öll að standa vörð um valfrelsi og grósku í skólastarfi á Íslandi. Þannig náum við bestum árangri í bæði leik og starfi. Valfrelsi er ein af grunnstoðum hins frjálsa lýðræðisþjóðfélags sem við erum svo stolt af. Höfundur situr í stjórn Hjallastefnunnar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar