Hefnd busanna Baldur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2022 07:00 Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks). Ég biðst velvirðingar á því að spilla fyrir endanum, en busarnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Einstaklingar hafa lengi verið hálfgerðir busar á verðbréfamarkaði. Undanskildir, litið niður á þá og ekki boðið í nein partý. Stundum var talað um fjárfestingar einstaklinga sem „dumb money“. Ég ætla að þýða það sem kjánakrónur. En þetta hefur heldur betur verið að breytast. Víða um heim hafa einstaklingar verið að láta til sín taka í verðbréfaviðskiptum. Yfirleitt er það með nokkuð hófstilltum hætti, þar sem fólk er einfaldlega að ráðstafa sparifé sínu og fjárfesta til langs tíma. Á Íslandi höfum við séð þátttöku einstaklinga í hlutabréfaviðskiptum stóraukast, fjöldi einstaklinga sem átti hlutabréf hefur hækkað frá rúmlega 8 þúsund manns árið 2009 í yfir 29 þúsund manns í lok árs 2021. Í ýktustu dæmunum erlendis hafa aftur á móti stórir hópar einstaklinga tekið sig saman og t.d. keypt umfangsmikinn hlut í tilteknum fyrirtækjum sem vogunarsjóðir höfðu tekið stórar skortstöður í. Svo sem í tilfelli GameStop og fleiri fyrirtækja – eins og ég skrifaði um fyrir ári síðan. Þar var ekki um að ræða kjánakrónur heldur þaulskipulagða og nokkuð vel ígrundaða fjárfestingu hóps einstaklinga sem notaði spjallþræði og samfélagsmiðla til að samræma aðgerðir sínar. Og það virkaði (a.m.k. að einhverju leyti). Kokhraustir vogunarsjóðsstjórar hrökkluðust til baka með skottið á milli lappanna. Rétt eins og íþróttatöffararnir í Hefnd busanna. Caitlin McCabe, blaðakona The Wall Street Journal, fjallaði um þessa þróun í nýlegum pistli sínum, „Day Traders as ‘Dumb Money’? The Pros Are Now Paying Attention“, þar sem hún rekur hvernig afstaða sjóðsstjóra til einstaklingsfjárfesta hefur breyst á undanförnu ári. Þeir tala ekki lengur um kjánakrónur heldur fylgjast 85% vogunarsjóða og 42% eignastýringaraðila grannt með samfélagsmiðlum til að greina hvað hjörðin gerir næst, skv. nýlegri könnun Bloomberg Intelligence. Margir velta því fyrir sér hvort einstaklingsfjárfestar muni hverfa á braut um leið og markaðsaðstæður versna. McCabe bendir aftur á móti á að rannsóknir sýni að einstaklingar hafi til þessa sýnt talsverða seiglu á erfiðum dögum á markaðnum og í reynd hjálpað til við að draga úr sveiflum og auka seljanleika við slíkar aðstæður. Það veit auðvitað enginn hvað koma skal í þeim efnum, en eins og málin standa eru einstaklingsfjárfestar sem heild farnir að jafnast á við allra stærstu fagfjárfestana – og stundum gott betur. Einstaklingar hafa t.a.m. verið í lykilhlutverki í hlutafjárútboðum hér á landi sl. tvö ár. Busarnir eru komnir með sæti við borðið og verða ekki hundsaðir í bráð. Þetta kallar á nýja nálgun í fjármögnun og fjárfestatengslum, þar sem enn meiri áhersla er lögð á gagnsæi og jafnræði. Og því ber að fanga. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks). Ég biðst velvirðingar á því að spilla fyrir endanum, en busarnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Einstaklingar hafa lengi verið hálfgerðir busar á verðbréfamarkaði. Undanskildir, litið niður á þá og ekki boðið í nein partý. Stundum var talað um fjárfestingar einstaklinga sem „dumb money“. Ég ætla að þýða það sem kjánakrónur. En þetta hefur heldur betur verið að breytast. Víða um heim hafa einstaklingar verið að láta til sín taka í verðbréfaviðskiptum. Yfirleitt er það með nokkuð hófstilltum hætti, þar sem fólk er einfaldlega að ráðstafa sparifé sínu og fjárfesta til langs tíma. Á Íslandi höfum við séð þátttöku einstaklinga í hlutabréfaviðskiptum stóraukast, fjöldi einstaklinga sem átti hlutabréf hefur hækkað frá rúmlega 8 þúsund manns árið 2009 í yfir 29 þúsund manns í lok árs 2021. Í ýktustu dæmunum erlendis hafa aftur á móti stórir hópar einstaklinga tekið sig saman og t.d. keypt umfangsmikinn hlut í tilteknum fyrirtækjum sem vogunarsjóðir höfðu tekið stórar skortstöður í. Svo sem í tilfelli GameStop og fleiri fyrirtækja – eins og ég skrifaði um fyrir ári síðan. Þar var ekki um að ræða kjánakrónur heldur þaulskipulagða og nokkuð vel ígrundaða fjárfestingu hóps einstaklinga sem notaði spjallþræði og samfélagsmiðla til að samræma aðgerðir sínar. Og það virkaði (a.m.k. að einhverju leyti). Kokhraustir vogunarsjóðsstjórar hrökkluðust til baka með skottið á milli lappanna. Rétt eins og íþróttatöffararnir í Hefnd busanna. Caitlin McCabe, blaðakona The Wall Street Journal, fjallaði um þessa þróun í nýlegum pistli sínum, „Day Traders as ‘Dumb Money’? The Pros Are Now Paying Attention“, þar sem hún rekur hvernig afstaða sjóðsstjóra til einstaklingsfjárfesta hefur breyst á undanförnu ári. Þeir tala ekki lengur um kjánakrónur heldur fylgjast 85% vogunarsjóða og 42% eignastýringaraðila grannt með samfélagsmiðlum til að greina hvað hjörðin gerir næst, skv. nýlegri könnun Bloomberg Intelligence. Margir velta því fyrir sér hvort einstaklingsfjárfestar muni hverfa á braut um leið og markaðsaðstæður versna. McCabe bendir aftur á móti á að rannsóknir sýni að einstaklingar hafi til þessa sýnt talsverða seiglu á erfiðum dögum á markaðnum og í reynd hjálpað til við að draga úr sveiflum og auka seljanleika við slíkar aðstæður. Það veit auðvitað enginn hvað koma skal í þeim efnum, en eins og málin standa eru einstaklingsfjárfestar sem heild farnir að jafnast á við allra stærstu fagfjárfestana – og stundum gott betur. Einstaklingar hafa t.a.m. verið í lykilhlutverki í hlutafjárútboðum hér á landi sl. tvö ár. Busarnir eru komnir með sæti við borðið og verða ekki hundsaðir í bráð. Þetta kallar á nýja nálgun í fjármögnun og fjárfestatengslum, þar sem enn meiri áhersla er lögð á gagnsæi og jafnræði. Og því ber að fanga. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun