Látum verkin tala Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 2. febrúar 2022 07:30 Því er stundum haldið fram með réttu, að meirihluti Íslendinga eru jafnaðarmenn í hjarta. Vilja frelsi til athafna og jafnan rétt allra til náms, starfa og lífsgæða. Og rétta hjálparhönd til þeirra sem eiga á brattann að sækja. En þessi meirihluti landsmanna virðist hins vegar eiga með stundum erfitt að finna sér skjól, samhljóm í stjórnmálaflokkum, sem halda þessum gildum á lofti. Kosningaúrslit síðari ári, bæði á sveitarstjórnarstigi og í alþingiskosningum endurspegla þetta. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt undir högg að sækja. Nú þarf að sækja fram. Ég var virkur í pólitík á árum áður. Var og er jafnaðarmaður, Hafnarfjarðarkrati. Hætti afskiptum af stjórnmálum, sáttur í hjarta og sneri mér að öðru – varð fulltrúi þjóðarinnar sem sendiherra Íslands í útlöndum. Það var þakklátt verkefni og skemmtilegt. Verk að vinna En heima er best. Það skynja langflestir Íslendingar, ekki síst þegar í harðbakkann slær. Það var mín reynsla, þegar ég var sendiherra Íslands á Indlandi og nærliggjandi löndum og Covid plágan byrjaði að geysa. Og ég og mitt samstarfsfólk reyndum að hjálpa fólki heim á leið. Og nú er ég alkominn heim í hýra Hafnarfjörðinn og langar að leggja gott til samfélagsins. Finnst það skylda mín að leggja mitt að mörkum. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til forystu í Samfylkingunni í Hafnarfirði og freista þess að gera jafnaðarmenn að ráðandi afli í hafnfirskum stjórnmálum í komandi bæjarstjórnarkosningum í maí. Jafnaðarmenn voru um áratugaskeið akkerið í hafnfirskum stjórnmálaum og stóru umbæturnar og sigrarnir til hagsbóta fyrir bæjarbúa urðu þá til. Prófkjör í Samfylkingunni 12.febrúar næstkomandi leggur línur í því sambandi og ég óska eftir stuðningi í oddvitasæti, í 1.sætið. Jafnaðarmenn til forystu Eðlilega er ég spurður: Hvað viltu gera til að bæta bæjarhag? Mitt svar er einfalt: Allt sem nauðsynlegt er. Það er víða verk að vinna og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins síðustu átta ár hefur Hafnarfjörður dregist aftur úr. Fólksfjölgun er engin, húsnæðisframboð lélegt, þjónustu leikskóla og grunnskóla þarf að bæta- bæði gagnvart nemendum og ekki síður starfsfólki. Fólk fær seint eða ekki svör frá bæjaryfirvöldum við umleitunum sínum. Það þarf að gera svo margt og víða. Það væri auðvelt að setja fram langan loforðalista; og lofa öllum allt. Ég mun ekki gera það, en ég vísa til minna fyrri starfa í pólitík, m.a. sem fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Og það verklag sem ég viðhafði og mun gera áfram. Ég vil standa við þau fyrirheit, sem ég gef. Ég vil láta verkin tala. Fái ég góðan stuðning til forystu í forvali Samfylkingarinnar 12.febrúar munu jafnaðarmenn leggja fram skýra valkosti og verkefnaskrá um endurbætur og uppbyggingu í Hafnarfirði í aðdraganda kosninganna í maí. Og við þau fyrirheit verður staðið verði Samfylkingin kölluð til verka í kosningunum. Áfram Hafnarfjörður með jafnaðarmönnum! Látum verkin tala! Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Guðmundur Árni Stefánsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram með réttu, að meirihluti Íslendinga eru jafnaðarmenn í hjarta. Vilja frelsi til athafna og jafnan rétt allra til náms, starfa og lífsgæða. Og rétta hjálparhönd til þeirra sem eiga á brattann að sækja. En þessi meirihluti landsmanna virðist hins vegar eiga með stundum erfitt að finna sér skjól, samhljóm í stjórnmálaflokkum, sem halda þessum gildum á lofti. Kosningaúrslit síðari ári, bæði á sveitarstjórnarstigi og í alþingiskosningum endurspegla þetta. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt undir högg að sækja. Nú þarf að sækja fram. Ég var virkur í pólitík á árum áður. Var og er jafnaðarmaður, Hafnarfjarðarkrati. Hætti afskiptum af stjórnmálum, sáttur í hjarta og sneri mér að öðru – varð fulltrúi þjóðarinnar sem sendiherra Íslands í útlöndum. Það var þakklátt verkefni og skemmtilegt. Verk að vinna En heima er best. Það skynja langflestir Íslendingar, ekki síst þegar í harðbakkann slær. Það var mín reynsla, þegar ég var sendiherra Íslands á Indlandi og nærliggjandi löndum og Covid plágan byrjaði að geysa. Og ég og mitt samstarfsfólk reyndum að hjálpa fólki heim á leið. Og nú er ég alkominn heim í hýra Hafnarfjörðinn og langar að leggja gott til samfélagsins. Finnst það skylda mín að leggja mitt að mörkum. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til forystu í Samfylkingunni í Hafnarfirði og freista þess að gera jafnaðarmenn að ráðandi afli í hafnfirskum stjórnmálum í komandi bæjarstjórnarkosningum í maí. Jafnaðarmenn voru um áratugaskeið akkerið í hafnfirskum stjórnmálaum og stóru umbæturnar og sigrarnir til hagsbóta fyrir bæjarbúa urðu þá til. Prófkjör í Samfylkingunni 12.febrúar næstkomandi leggur línur í því sambandi og ég óska eftir stuðningi í oddvitasæti, í 1.sætið. Jafnaðarmenn til forystu Eðlilega er ég spurður: Hvað viltu gera til að bæta bæjarhag? Mitt svar er einfalt: Allt sem nauðsynlegt er. Það er víða verk að vinna og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins síðustu átta ár hefur Hafnarfjörður dregist aftur úr. Fólksfjölgun er engin, húsnæðisframboð lélegt, þjónustu leikskóla og grunnskóla þarf að bæta- bæði gagnvart nemendum og ekki síður starfsfólki. Fólk fær seint eða ekki svör frá bæjaryfirvöldum við umleitunum sínum. Það þarf að gera svo margt og víða. Það væri auðvelt að setja fram langan loforðalista; og lofa öllum allt. Ég mun ekki gera það, en ég vísa til minna fyrri starfa í pólitík, m.a. sem fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Og það verklag sem ég viðhafði og mun gera áfram. Ég vil standa við þau fyrirheit, sem ég gef. Ég vil láta verkin tala. Fái ég góðan stuðning til forystu í forvali Samfylkingarinnar 12.febrúar munu jafnaðarmenn leggja fram skýra valkosti og verkefnaskrá um endurbætur og uppbyggingu í Hafnarfirði í aðdraganda kosninganna í maí. Og við þau fyrirheit verður staðið verði Samfylkingin kölluð til verka í kosningunum. Áfram Hafnarfjörður með jafnaðarmönnum! Látum verkin tala! Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun