Af hverju svona fáir og hvar eru konurnar? Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2022 14:04 Þau virðast vera óárennileg húsakynni Ríkisútvarpsins við Efstaleiti, en fjölmargir velta því nú fyrir sér hvers vegna svo fáir sækja um stöðu fréttastjóra og dagskrárstjóra Rásar 2. vísir/vilhelm Hópur umsækjenda um frétta- og dagskrárstjórastöðu á Ríkisútvarpinu ohf. er þannig vaxinn og svo fámennur að vakið hefur nokkra furðu. „Hvað skyldi valda því að einungis ein kona sækir um þegar tvær eftirsóknarverðar stjórnunarstöður eru í boði hjá RÚV ohf....?“ spyr Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra á Facebooksíðu sinni. En hún sótti einmitt sjálf um stöðu útvarpsstjóra þegar svo Stefán Eiríksson var ráðinn. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að aðeins fjórir sækist eftir fréttastjórastöðunni sem auglýst var laus eftir að Rakel Þorbergsdóttir fór frá borði. Allt eru það karlar: Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri sækir um, það gerir Þórir Guðmundsson einnig en hann er fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þór Jónsson sviðsstjóri og fyrrverandi ritstjóri Tímans sækir einnig um sem og Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Samhliða var auglýst starf dagskrárstjóra en Baldvin Þór Bergsson söðlaði um og er nú ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Þar sækja um þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur, Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2 og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Til marks um kreppu á fjölmiðlamarkaði Eins og Kolbrún bendir á er aðeins ein kona meðal umsækjenda meðal þessara níu umskækjenda. Þá vekur furðu hversu fáir sækja um. Ýmsar kenningar um hvað valdi því eru settar fram á Facebook-vegg Kolbrúnar. Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins segir þetta glatað. „Ekki síst vegna þess að það eru nánast bara karlar í stjórnunarstöðum á RÚV.“ Egill Helgason segir það einnig spurningu hvernig á því standi að umsóknirnar eru svona fáar? „Ég held að það sé ansi mikið til marks um þá kreppu sem ríkir á fjölmiðlamarkaði. Það þykir einfaldlega ekki eftirsóknarvert að starfa þar.“ Þórhildur bætir því við að þetta sé ef til vill til marks um til marks um aðdráttaraflið sem RÚV hefur sem vinnustaður? Miðað við fólksflótta þaðan undanfarna mánuði.“ Alma Jenny Guðmundsdóttir, sem áður starfaði í starfsmannahaldi og fjármáladeild RÚV í 12 ár segist ekki muna eftir því að hafa séð svo fáa umsækjendur. Hún telur að þar kunni að hafa áhrif að fréttamenn RÚV hafi sótt alvarlegum atlögum peningamanna og ekki verið varðir. Að umsóknarferlið sé leikrit Heiða B. Heiðars, sem var auglýsingastjóri Stundarinnar segir það ekki eftirsóknarvert fyrir konur að starfa við fjölmiðlun. „Af því að konur í þessum geira fá yfir sig holskeflu af ógeði um störf sín,“ segir Heiða og heldur áfram: „Konur í fjölmiðlum þurfa að þola hótanir, ógeðsleg nafnaköll og í verstu tilfellunum verða þær fyrir umsátri af höndum karla sem telja sig hafa eitthvað upp á þær að klaga.“ Atli Þór Fanndal, sem starfar sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International telur annað og meira kunni að ráða því hversu fáir sæki um: „Fólk hefur nú kannski ekki mikla trú á að ráðningaferlið sé annað en leikrit. Það er vinna að sækja um.“ Þá er eftir sá möguleiki að einhverjir umsækjendur vilji ekki að nöfn sín birtist en það þurfti heljarinnar tak til að svæla út nöfn um umsækjendur útvarpsstjóra á sínum tíma. Hvað sem veldur er þetta mikill munur frá því sem var þegar Baldvin Þór Bergsson hreppti stöðu dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Hvað skyldi valda því að einungis ein kona sækir um þegar tvær eftirsóknarverðar stjórnunarstöður eru í boði hjá RÚV ohf....?“ spyr Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra á Facebooksíðu sinni. En hún sótti einmitt sjálf um stöðu útvarpsstjóra þegar svo Stefán Eiríksson var ráðinn. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að aðeins fjórir sækist eftir fréttastjórastöðunni sem auglýst var laus eftir að Rakel Þorbergsdóttir fór frá borði. Allt eru það karlar: Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri sækir um, það gerir Þórir Guðmundsson einnig en hann er fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þór Jónsson sviðsstjóri og fyrrverandi ritstjóri Tímans sækir einnig um sem og Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Samhliða var auglýst starf dagskrárstjóra en Baldvin Þór Bergsson söðlaði um og er nú ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Þar sækja um þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur, Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2 og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Til marks um kreppu á fjölmiðlamarkaði Eins og Kolbrún bendir á er aðeins ein kona meðal umsækjenda meðal þessara níu umskækjenda. Þá vekur furðu hversu fáir sækja um. Ýmsar kenningar um hvað valdi því eru settar fram á Facebook-vegg Kolbrúnar. Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins segir þetta glatað. „Ekki síst vegna þess að það eru nánast bara karlar í stjórnunarstöðum á RÚV.“ Egill Helgason segir það einnig spurningu hvernig á því standi að umsóknirnar eru svona fáar? „Ég held að það sé ansi mikið til marks um þá kreppu sem ríkir á fjölmiðlamarkaði. Það þykir einfaldlega ekki eftirsóknarvert að starfa þar.“ Þórhildur bætir því við að þetta sé ef til vill til marks um til marks um aðdráttaraflið sem RÚV hefur sem vinnustaður? Miðað við fólksflótta þaðan undanfarna mánuði.“ Alma Jenny Guðmundsdóttir, sem áður starfaði í starfsmannahaldi og fjármáladeild RÚV í 12 ár segist ekki muna eftir því að hafa séð svo fáa umsækjendur. Hún telur að þar kunni að hafa áhrif að fréttamenn RÚV hafi sótt alvarlegum atlögum peningamanna og ekki verið varðir. Að umsóknarferlið sé leikrit Heiða B. Heiðars, sem var auglýsingastjóri Stundarinnar segir það ekki eftirsóknarvert fyrir konur að starfa við fjölmiðlun. „Af því að konur í þessum geira fá yfir sig holskeflu af ógeði um störf sín,“ segir Heiða og heldur áfram: „Konur í fjölmiðlum þurfa að þola hótanir, ógeðsleg nafnaköll og í verstu tilfellunum verða þær fyrir umsátri af höndum karla sem telja sig hafa eitthvað upp á þær að klaga.“ Atli Þór Fanndal, sem starfar sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International telur annað og meira kunni að ráða því hversu fáir sæki um: „Fólk hefur nú kannski ekki mikla trú á að ráðningaferlið sé annað en leikrit. Það er vinna að sækja um.“ Þá er eftir sá möguleiki að einhverjir umsækjendur vilji ekki að nöfn sín birtist en það þurfti heljarinnar tak til að svæla út nöfn um umsækjendur útvarpsstjóra á sínum tíma. Hvað sem veldur er þetta mikill munur frá því sem var þegar Baldvin Þór Bergsson hreppti stöðu dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira