FLOTT sendir frá sér nýtt lag þar sem húmor og alvara lífsins mætast Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 13:31 Hljómsveitin FLOTT sendir frá sér lagið FLOTT á morgun. Aðsend Stelpusveitin FLOTT sendir frá sér glænýjan smell á morgun, föstudag, og þurftu þær ekki að leita langt eftir titli á lagið sem heitir einfaldlega FLOTT, í höfuðið á hljómsveitinni. FLOTT kom inn í íslenska tónlistarheiminn á síðari hluta ársins 2020 og hefur vakið athygli fyrir grípandi textasmíði og tóna sem auðvelt er að dilla sér við. Má þar nefna lög á borð við Segðu það bara, Mér er drull og að sjálfsögðu Áramótaskaupslagið Ef þú hugsar eins og ég. Blaðamaður heyrði í Vigdísi Hafliðadóttur, FLOTTu söngkonu hljómsveitarinnar og fékk að heyra söguna á bak við lagið. View this post on Instagram A post shared by FLOTT (@fknflott) Tækifæri sem varð spark í rassinn „Lagið FLOTT varð til í sumar í tímapressu. Okkur bauðst að hita upp fyrir Vök í Gamla bíó sem okkur fannst ótrúlega spennandi en verandi ný hljómsveit sem hafði þá gefið út þrjú lög, þá áttum við ekki mikið efni,“ segir Vigdís og bætir við: „Við ákváðum að nota þetta tækifæri sem spark í rassinn. Ragnhildur hafði gert þetta beat í lagahöfunda búðum sem hún var í fyrr um árið hjá NordicLA, ég skellti mér í að semja textann og laglínuna og Eyrún samdi þetta geggjaða riff sem gerir mjög mikið fyrir lagið og hefur haldist út framleiðsluferlið.“ View this post on Instagram A post shared by FLOTT (@fknflott) Lagið kemur á streymisveitur á miðnætti í kvöld en þó hafa einhverjir nú þegar heyrt lagið, bæði í lifandi flutningi og svo fór viðlag lagsins á smá flug á samfélagsmiðlinum TikTok. „Þar voru einhver sem hvöttu okkur til að gefa lagið út, en önnur sem báðu okkur um að gera það ekki. Ég verð bara að biðja þennan seinni hóp afsökunar og vona að lagið geri þeim ekki lífið leitt.“ Húmorinn auðveldar tilveruna Hugmyndin að titli lagsins kom til vegna húmorsins en eins svo oft áður fylgir gríninu alvara. „Ég ákvað að lagið ætti að heita FLOTT aðallega vegna þess að mér fannst það fyndið, auðvelt fyrir fólk að muna og viðlagið var það fyrsta sem varð til. Svo gat þessi grín hugmynd af sér texta sem er bara alls ekkert grín, heldur nokkuð raunsæ lýsing á tilfinningu og andlegu ástandi sem eflaust margir kannast við – sérstaklega þegar það er dimmt og kalt eins og núna. En ég reyni samt alltaf að nálgast það sem ég geri af einhverjum húmor, það hefur gert tilveru mína auðveldari allavega. Annars vil ég almennt segja lítið um textana og leyfa fólki að túlka þá sjálft.“ View this post on Instagram A post shared by FLOTT (@fknflott) Samningur og tilnefning Það er mikið um að vera hjá þessari öflugu stelpuhljómsveit og ásamt því að hafa skrifað undir spennandi samning fengu þær tilnefningu á Hlustendaverðlaununum í ár. „Við erum á fullu að semja og vorum að skrifa undir samning hjá Sony Music Iceland sem er mjög spennandi og mikil viðurkenning. Það verður gaman að sjá hvert það leiðir okkur. Við erum líka tilnefndar sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Kannski vinnum við þau og það væri frábært og flott, kannski vinnur einhver annar og það er bara flott líka,“ segir Vigdís að lokum. Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Tengdar fréttir FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. 31. janúar 2022 22:06 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
FLOTT kom inn í íslenska tónlistarheiminn á síðari hluta ársins 2020 og hefur vakið athygli fyrir grípandi textasmíði og tóna sem auðvelt er að dilla sér við. Má þar nefna lög á borð við Segðu það bara, Mér er drull og að sjálfsögðu Áramótaskaupslagið Ef þú hugsar eins og ég. Blaðamaður heyrði í Vigdísi Hafliðadóttur, FLOTTu söngkonu hljómsveitarinnar og fékk að heyra söguna á bak við lagið. View this post on Instagram A post shared by FLOTT (@fknflott) Tækifæri sem varð spark í rassinn „Lagið FLOTT varð til í sumar í tímapressu. Okkur bauðst að hita upp fyrir Vök í Gamla bíó sem okkur fannst ótrúlega spennandi en verandi ný hljómsveit sem hafði þá gefið út þrjú lög, þá áttum við ekki mikið efni,“ segir Vigdís og bætir við: „Við ákváðum að nota þetta tækifæri sem spark í rassinn. Ragnhildur hafði gert þetta beat í lagahöfunda búðum sem hún var í fyrr um árið hjá NordicLA, ég skellti mér í að semja textann og laglínuna og Eyrún samdi þetta geggjaða riff sem gerir mjög mikið fyrir lagið og hefur haldist út framleiðsluferlið.“ View this post on Instagram A post shared by FLOTT (@fknflott) Lagið kemur á streymisveitur á miðnætti í kvöld en þó hafa einhverjir nú þegar heyrt lagið, bæði í lifandi flutningi og svo fór viðlag lagsins á smá flug á samfélagsmiðlinum TikTok. „Þar voru einhver sem hvöttu okkur til að gefa lagið út, en önnur sem báðu okkur um að gera það ekki. Ég verð bara að biðja þennan seinni hóp afsökunar og vona að lagið geri þeim ekki lífið leitt.“ Húmorinn auðveldar tilveruna Hugmyndin að titli lagsins kom til vegna húmorsins en eins svo oft áður fylgir gríninu alvara. „Ég ákvað að lagið ætti að heita FLOTT aðallega vegna þess að mér fannst það fyndið, auðvelt fyrir fólk að muna og viðlagið var það fyrsta sem varð til. Svo gat þessi grín hugmynd af sér texta sem er bara alls ekkert grín, heldur nokkuð raunsæ lýsing á tilfinningu og andlegu ástandi sem eflaust margir kannast við – sérstaklega þegar það er dimmt og kalt eins og núna. En ég reyni samt alltaf að nálgast það sem ég geri af einhverjum húmor, það hefur gert tilveru mína auðveldari allavega. Annars vil ég almennt segja lítið um textana og leyfa fólki að túlka þá sjálft.“ View this post on Instagram A post shared by FLOTT (@fknflott) Samningur og tilnefning Það er mikið um að vera hjá þessari öflugu stelpuhljómsveit og ásamt því að hafa skrifað undir spennandi samning fengu þær tilnefningu á Hlustendaverðlaununum í ár. „Við erum á fullu að semja og vorum að skrifa undir samning hjá Sony Music Iceland sem er mjög spennandi og mikil viðurkenning. Það verður gaman að sjá hvert það leiðir okkur. Við erum líka tilnefndar sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Kannski vinnum við þau og það væri frábært og flott, kannski vinnur einhver annar og það er bara flott líka,“ segir Vigdís að lokum.
Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Tengdar fréttir FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. 31. janúar 2022 22:06 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. 31. janúar 2022 22:06
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05