Hin nýja veröld Einar Scheving skrifar 4. febrúar 2022 06:30 Ég átta mig ekki á því hvenær veröldin breyttist, en hún hefur þó sannarlega breyst. Ég tók hins vegar ekki eftir þessari breytingu fyrr en ég var reglulega minntur á hana af málsmetandi fólki í samfélaginu og er ég ævinlega þakklátur þessu fólki fyrir að koma fyrir mig vitinu og færa mig til nútímans. Í hinni nýju veröld eru engir óþarfa núansar að þvælast fyrir, enda er auðvitað ekkert spektrúm lengur - enginn skali. Allt er annað hvort eða. Svart eða hvítt - engir litir eða blæbrigði. Reyndar - og réttara sagt - þá er ekkert „eða“ heldur. Það er líka horfið, enda var það sennilega óþarft alla tíð. Hlutirnir eru á einn veg og það þarf ekkert að ræða þá frekar. Hin nýja veröld felur auðvitað í sér ákveðin þægindi. Þegar búið er að ákveða hvernig hlutirnir eru þá þarf maður ekki að eyða tíma sínum í að velta neinu öðru fyrir sér, enda eru auðvitað engir aðrir möguleikar í stöðunni hverju sinni. Lífið hefur aldrei verið einfaldara og þægilegra. Í hinni nýju veröld hafa yfirvöld alltaf rétt fyrir sér og sér í lagi embættismenn á þeirra vegum. Allar bólusetningar með öllum bóluefnum fyrir alla aldurshópa eru alltaf nauðsynlegar og auðvitað frábærar. Allar. Alltaf. Allir sem hafa minnstu efasemdir um einn tiltekinn þátt eins bóluefnis í gervallri sögu bóluefna eru andbólusetningasinnar og einfaldlega fávitar. Þórólfur og Guðni Th. eru skynsömustu menn landsins og Kári er einfaldlega klárasti maður í heimi - ekki nema Fauci toppi hann mögulega. Vestra er Trump vondur og Biden góður. Neil Young er réttsýnn og Joe Rogan er bæði vondur og hættulegur. Ritskoðun er ekki ritskoðun þegar réttsýnt og gott fólk er einvörðungu að vernda okkur þegnana fyrir skaðlegum upplýsingum, enda erum við ekki fær um að velja og hafna. Val býður nefnilega alltaf hættunni heim og er því nauðsynlegt að einhverir taki að sér að hafna fyrir okkur. Ég er því fullur þakklætis, enda er einfalt og ábyrgðarlaust líf best. Takk! Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég átta mig ekki á því hvenær veröldin breyttist, en hún hefur þó sannarlega breyst. Ég tók hins vegar ekki eftir þessari breytingu fyrr en ég var reglulega minntur á hana af málsmetandi fólki í samfélaginu og er ég ævinlega þakklátur þessu fólki fyrir að koma fyrir mig vitinu og færa mig til nútímans. Í hinni nýju veröld eru engir óþarfa núansar að þvælast fyrir, enda er auðvitað ekkert spektrúm lengur - enginn skali. Allt er annað hvort eða. Svart eða hvítt - engir litir eða blæbrigði. Reyndar - og réttara sagt - þá er ekkert „eða“ heldur. Það er líka horfið, enda var það sennilega óþarft alla tíð. Hlutirnir eru á einn veg og það þarf ekkert að ræða þá frekar. Hin nýja veröld felur auðvitað í sér ákveðin þægindi. Þegar búið er að ákveða hvernig hlutirnir eru þá þarf maður ekki að eyða tíma sínum í að velta neinu öðru fyrir sér, enda eru auðvitað engir aðrir möguleikar í stöðunni hverju sinni. Lífið hefur aldrei verið einfaldara og þægilegra. Í hinni nýju veröld hafa yfirvöld alltaf rétt fyrir sér og sér í lagi embættismenn á þeirra vegum. Allar bólusetningar með öllum bóluefnum fyrir alla aldurshópa eru alltaf nauðsynlegar og auðvitað frábærar. Allar. Alltaf. Allir sem hafa minnstu efasemdir um einn tiltekinn þátt eins bóluefnis í gervallri sögu bóluefna eru andbólusetningasinnar og einfaldlega fávitar. Þórólfur og Guðni Th. eru skynsömustu menn landsins og Kári er einfaldlega klárasti maður í heimi - ekki nema Fauci toppi hann mögulega. Vestra er Trump vondur og Biden góður. Neil Young er réttsýnn og Joe Rogan er bæði vondur og hættulegur. Ritskoðun er ekki ritskoðun þegar réttsýnt og gott fólk er einvörðungu að vernda okkur þegnana fyrir skaðlegum upplýsingum, enda erum við ekki fær um að velja og hafna. Val býður nefnilega alltaf hættunni heim og er því nauðsynlegt að einhverir taki að sér að hafna fyrir okkur. Ég er því fullur þakklætis, enda er einfalt og ábyrgðarlaust líf best. Takk! Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar