Tottenham í 16-liða úrslit eftir öruggan sigur gegn Brighton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 21:53 Tottenham Hotspur verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins á morgun. Paul Harding/Getty Images Tottenham Hotspur vann nokkuð öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti Brighton í seinasta leik dagsins í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Gestirnir í Brighton reyndu mikið að spila út úr vörninni í upphafi leiks og komu sér óþarflega oft í vandræði. Það varð þeim að falli á 13. mínútu leiksins þegar Tottenham vann boltann á hættulegum stað, Pierre-Emile Hojbjerg kom boltanum á Harry Kane og sá síðarnefndi setti boltann út við stöng með góðu skoti fyrir utan teig. Heimamenn komust svo í 2-0 tæpum tíu mínútum síðar þegar Emerson Royal átti fínan sprett upp að endalínu og fyrirgjöf hans fór af tá Solly March og þaðan í netið. Tottenham fór því inn í hálfleikshléið með tveggja marka forystu, en Yves Bissouma minnkaði muninn fyrir gestina á 63. mínútu með góðu skoti sem hafði viðkomu í Hojbjerg á leiðinni í netið. Heimamenn í Tottenham voru þó ekki lengi að endurheimta tveggja marka forystu sína, en aðeins þremur mínútum síðar var Heung-Min Son við það að sleppa í gegn áður en Adam Webster náði að pota í boltann. Harry Kane var þá fyrstur til að átta sig og ýtti boltanum yfir línuna í autt markið. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og Tottenham fagnaði 3-1 sigri. Lundúnaliðið verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins á morgun, en Brighton situr eftir með sárt ennið. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Gestirnir í Brighton reyndu mikið að spila út úr vörninni í upphafi leiks og komu sér óþarflega oft í vandræði. Það varð þeim að falli á 13. mínútu leiksins þegar Tottenham vann boltann á hættulegum stað, Pierre-Emile Hojbjerg kom boltanum á Harry Kane og sá síðarnefndi setti boltann út við stöng með góðu skoti fyrir utan teig. Heimamenn komust svo í 2-0 tæpum tíu mínútum síðar þegar Emerson Royal átti fínan sprett upp að endalínu og fyrirgjöf hans fór af tá Solly March og þaðan í netið. Tottenham fór því inn í hálfleikshléið með tveggja marka forystu, en Yves Bissouma minnkaði muninn fyrir gestina á 63. mínútu með góðu skoti sem hafði viðkomu í Hojbjerg á leiðinni í netið. Heimamenn í Tottenham voru þó ekki lengi að endurheimta tveggja marka forystu sína, en aðeins þremur mínútum síðar var Heung-Min Son við það að sleppa í gegn áður en Adam Webster náði að pota í boltann. Harry Kane var þá fyrstur til að átta sig og ýtti boltanum yfir línuna í autt markið. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og Tottenham fagnaði 3-1 sigri. Lundúnaliðið verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins á morgun, en Brighton situr eftir með sárt ennið. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira