Innlent

Kviknaði í bíl í Hamra­borg

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Bíllinn er gjörónýtur eftir eldsvoðann.
Bíllinn er gjörónýtur eftir eldsvoðann. Aðsend

Eldur kviknaði í bifreið í bílageymslu í Hamraborg í Kópavogi á níunda tímanum í kvöld. Slökkvilið segir að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins.

Eldurinn var staðbundinn í bílnum sjálfum og aðrir bílar í kring ekki taldir í hættu. Slökkvilið kom blessunarlega fljótt á vettvang.

„Slökkvilstarf gekk bara vel. Þarna var bíll sem var eldur í og við vitum ekki ástæðu eða orsök,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Varðstjórinn bætir við að ekki sé vitað hvað hafi valdið eldsvoðanum: „Lögregla rannsakar málið ef þetta er eitthvað misjafnt. En við vitum ekki hvort þetta var tæknileg bilun,“ segir hann og bætir við að eldsupptök séu því ókunn.

Bíllinn gjöreyðilagðist í eldsvoðanum eins og sjá má á myndinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×