Furðar sig á mikilli andstöðu við gæludýr á veitingastöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 21:00 Ragnheiður Birgisdóttir er annar eigenda Kattakaffihússins. Um helmingur svarenda í nýrri könnun er andvígur því að fólk megi taka með sér hunda eða ketti á veitingastaði. Eigandi Kattakaffihússins í miðbæ Reykjavíkur furðar sig á andstöðu landsmanna við gæludýr á kaffihúsum og segir Íslendinga alveg sér á báti miðað við nágrannalöndin. Maskína gerði könnunina en hún var lögð fyrir 902 svarendur á vikutímabili í janúar. Samkvæmt könnuninni eru um 47% svarenda mótfallnir því að fólk taki hunda eða ketti með sér á veitingastaði. Aðeins um 33 prósent eru fylgjandi. Greinilegur afstöðumunur var enn fremur milli kynja. Um 53% karla voru andvígir hundum og köttum á veitingastöðum en um 40 prósent kvenna. Yngri en fertugir reyndust jafnframt mun jákvæðari gagnvart dýrunum en þeir sem eldri eru. Þá kom fram skýr munur eftir stjórnmálaskoðunum. Mest andstaða var meðal kjósenda Miðflokksins, eða 55,8%, og þá reyndust 52% Sjálfstæðismanna andvíg. Kjósendur Pírata voru jákvæðastir; 45,8 prósent þeirra voru hlynntir gæludýrum á veitingastöðum. Útlistun á niðurstöðum könnunar Maskínu má finna hér. Íslendingar sér á báti Ekki er farið í saumana á því í könnuninni hvað veldur þessari andstöðu fólks við ferfætlinga með kaffibollanum en niðurstaðan sætir furðu, að mati Ragnheiðar Birgisdóttur, annars eigenda Kattakaffihússins. „Ég skil hana í raun og veru ekki. Því mér finnst Íslendingar vera sér á báti með þessar pælingar um að gæludýr, eða sérstaklega hundar, megi ekki vera neins staðar og alls staðar erlendis, hvar sem maður fer eru hundar leyfðir á kaffihúsum, veitingastöðum.“ Kisuhald kaffihússins hafi gefist afar vel. „Það er bara svo gefandi fyrir fólk að geta komið, sérstaklega þeir sem hafa ekki aðgang að dýrum,“ segir Ragnheiður. Sjálf vill hún reglurnar sem frjálsastar - þó að reyndar séu utanaðkomandi gæludýr ekki leyfð á kattakaffihúsinu, af virðingu við kisurnar sem þar eru fyrir og alls ótengt mögulegri andstöðu mennskra viðskipavina. „Það hefur reyndar nokkrum sinnum komið fyrir ótrúlegt en satt að fólk hefur komið með kött í búri og ætlað að koma með hann í kaffi en það er því miður ekki leyfilegt.“ Gæludýr Veitingastaðir Skoðanakannanir Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Maskína gerði könnunina en hún var lögð fyrir 902 svarendur á vikutímabili í janúar. Samkvæmt könnuninni eru um 47% svarenda mótfallnir því að fólk taki hunda eða ketti með sér á veitingastaði. Aðeins um 33 prósent eru fylgjandi. Greinilegur afstöðumunur var enn fremur milli kynja. Um 53% karla voru andvígir hundum og köttum á veitingastöðum en um 40 prósent kvenna. Yngri en fertugir reyndust jafnframt mun jákvæðari gagnvart dýrunum en þeir sem eldri eru. Þá kom fram skýr munur eftir stjórnmálaskoðunum. Mest andstaða var meðal kjósenda Miðflokksins, eða 55,8%, og þá reyndust 52% Sjálfstæðismanna andvíg. Kjósendur Pírata voru jákvæðastir; 45,8 prósent þeirra voru hlynntir gæludýrum á veitingastöðum. Útlistun á niðurstöðum könnunar Maskínu má finna hér. Íslendingar sér á báti Ekki er farið í saumana á því í könnuninni hvað veldur þessari andstöðu fólks við ferfætlinga með kaffibollanum en niðurstaðan sætir furðu, að mati Ragnheiðar Birgisdóttur, annars eigenda Kattakaffihússins. „Ég skil hana í raun og veru ekki. Því mér finnst Íslendingar vera sér á báti með þessar pælingar um að gæludýr, eða sérstaklega hundar, megi ekki vera neins staðar og alls staðar erlendis, hvar sem maður fer eru hundar leyfðir á kaffihúsum, veitingastöðum.“ Kisuhald kaffihússins hafi gefist afar vel. „Það er bara svo gefandi fyrir fólk að geta komið, sérstaklega þeir sem hafa ekki aðgang að dýrum,“ segir Ragnheiður. Sjálf vill hún reglurnar sem frjálsastar - þó að reyndar séu utanaðkomandi gæludýr ekki leyfð á kattakaffihúsinu, af virðingu við kisurnar sem þar eru fyrir og alls ótengt mögulegri andstöðu mennskra viðskipavina. „Það hefur reyndar nokkrum sinnum komið fyrir ótrúlegt en satt að fólk hefur komið með kött í búri og ætlað að koma með hann í kaffi en það er því miður ekki leyfilegt.“
Gæludýr Veitingastaðir Skoðanakannanir Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira