Skóli án aðgreiningar án fagfólks Stein Olav Romslo skrifar 9. febrúar 2022 07:30 Kennarar eru frábærir! Þeir sinna óeigingjörnu starfi og leggja sig mikið fram á hverjum einasta degi. Ég veit það af því ég vinn með þeim. En það eru sker í sjónum. Verkefni og úrlausnarefni kennara verða sífellt fleiri og flóknari án þess að næg úrræði komi á móti. Það er til dæmis allt annað starf að vera umsjónarkennari í dag en fyrir einungis nokkrum árum – það segja reyndir kennarar sem ég tala við. Skóli án aðgreiningar er mikilvæg stefna og hugmyndafræði en eykur álag kennara sem þegar er mikið fyrir. Kennarar sinna ákveðnu hlutverki í uppeldi barna, er treyst fyrir trúnaðarupplýsingum um og frá nemendum, veita félagslegan stuðning og fleira. Ég er sjálfur að taka mín fyrstu skref sem umsjónarkennari og þetta er miklu víðtækara starf en ég hefði nokkurn tímann séð fyrir mér – þó svo að ég sé búinn að vinna í grunnskóla í meira en þrjú ár. Það þarf að bæta úrræði og stuðning við kennara og draga úr álagi okkar. Ein helsta áskorun barna og unglinga í dag er geðheilsa þeirra sem verður með árunum mun stærri hluti af starfi kennara og annarra sem vinna í skólum. Það hefur lengi verið kallað eftir fleiri og bættum lausnum fyrir þau – og ákallið frá þeim sjálfum er skýrt! Ég þekki dæmi úr Hagaskóla. Þar hafa nemendur unnið stjórnmálaverkefni í mörg ár þar sem þau búa til stjórnmálaflokka og ákveða stefnumál. Eitt stefnumál sem kemur aftur og aftur og aftur er að fá sálfræðinga í skólann. Ég tel að sálfræðingar í skóla væri frábær og ekki síður mikilvæg viðbót við það starfsfólk sem vinnur með börnum okkar í skólum. Þá eru nemendur líklegri til að leita sér aðstoðar í nærumhverfi sínu og því væri það mikil bragarbót fyrir þau sem gæti hjálpað svo mörgum. Bæði fyrir þau sem þurfa á aukinni aðstoð að halda og einnig þau sem vilja bara fara í reglulegt tékk – eins og að fara til tannlæknis! Í skólum borgarinnar vinna ekki einungis kennarar, heldur er þar til staðar yfirgripsmikil starfsemi fyrir börnin okkar. Undanfarin ár hef ég meðal annars kynnst starfi þroskaþjálfa sem sinna lykilhlutverki fyrir skóla án aðgreiningar. Ég hef þar af leiðandi trú á því að við séum á réttri leið þegar öllum börnum er gert kleift að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Síðustu mánuði höfum við í Hagaskóla fengið til liðs við okkur öflugan tómstunda- og félagsfræðing. Hann getur náð til nemenda á allt öðruvísi hátt en við kennararnir og tengir starf félagsmiðstöðvarinnar betur við skólastarfið sem styður enn betur við félagslega hlutverk skólans. Fleira fagfólk í skólana, eins og til dæmis það sem ég hef nefnt að ofan, myndi stórauka þverfaglega nálgun í skólunum og styðja betur við skólasamfélagið sem heild. Þannig er betur unnt að koma til móts við mismunandi þarfir fjölbreytts hóps nemenda. Höldum áfram á þessari braut við að stórefla skólana í borginni með áherslu á þverfagleika innan þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 12.-13. febrúar nk. Heimasíða framboðsins er steinolav.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Kennarar eru frábærir! Þeir sinna óeigingjörnu starfi og leggja sig mikið fram á hverjum einasta degi. Ég veit það af því ég vinn með þeim. En það eru sker í sjónum. Verkefni og úrlausnarefni kennara verða sífellt fleiri og flóknari án þess að næg úrræði komi á móti. Það er til dæmis allt annað starf að vera umsjónarkennari í dag en fyrir einungis nokkrum árum – það segja reyndir kennarar sem ég tala við. Skóli án aðgreiningar er mikilvæg stefna og hugmyndafræði en eykur álag kennara sem þegar er mikið fyrir. Kennarar sinna ákveðnu hlutverki í uppeldi barna, er treyst fyrir trúnaðarupplýsingum um og frá nemendum, veita félagslegan stuðning og fleira. Ég er sjálfur að taka mín fyrstu skref sem umsjónarkennari og þetta er miklu víðtækara starf en ég hefði nokkurn tímann séð fyrir mér – þó svo að ég sé búinn að vinna í grunnskóla í meira en þrjú ár. Það þarf að bæta úrræði og stuðning við kennara og draga úr álagi okkar. Ein helsta áskorun barna og unglinga í dag er geðheilsa þeirra sem verður með árunum mun stærri hluti af starfi kennara og annarra sem vinna í skólum. Það hefur lengi verið kallað eftir fleiri og bættum lausnum fyrir þau – og ákallið frá þeim sjálfum er skýrt! Ég þekki dæmi úr Hagaskóla. Þar hafa nemendur unnið stjórnmálaverkefni í mörg ár þar sem þau búa til stjórnmálaflokka og ákveða stefnumál. Eitt stefnumál sem kemur aftur og aftur og aftur er að fá sálfræðinga í skólann. Ég tel að sálfræðingar í skóla væri frábær og ekki síður mikilvæg viðbót við það starfsfólk sem vinnur með börnum okkar í skólum. Þá eru nemendur líklegri til að leita sér aðstoðar í nærumhverfi sínu og því væri það mikil bragarbót fyrir þau sem gæti hjálpað svo mörgum. Bæði fyrir þau sem þurfa á aukinni aðstoð að halda og einnig þau sem vilja bara fara í reglulegt tékk – eins og að fara til tannlæknis! Í skólum borgarinnar vinna ekki einungis kennarar, heldur er þar til staðar yfirgripsmikil starfsemi fyrir börnin okkar. Undanfarin ár hef ég meðal annars kynnst starfi þroskaþjálfa sem sinna lykilhlutverki fyrir skóla án aðgreiningar. Ég hef þar af leiðandi trú á því að við séum á réttri leið þegar öllum börnum er gert kleift að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Síðustu mánuði höfum við í Hagaskóla fengið til liðs við okkur öflugan tómstunda- og félagsfræðing. Hann getur náð til nemenda á allt öðruvísi hátt en við kennararnir og tengir starf félagsmiðstöðvarinnar betur við skólastarfið sem styður enn betur við félagslega hlutverk skólans. Fleira fagfólk í skólana, eins og til dæmis það sem ég hef nefnt að ofan, myndi stórauka þverfaglega nálgun í skólunum og styðja betur við skólasamfélagið sem heild. Þannig er betur unnt að koma til móts við mismunandi þarfir fjölbreytts hóps nemenda. Höldum áfram á þessari braut við að stórefla skólana í borginni með áherslu á þverfagleika innan þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 12.-13. febrúar nk. Heimasíða framboðsins er steinolav.is.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun