Di Canio segir að Virgil van Dijk sé pirraður og ekki sami leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 11:01 Virgil Van Dijk og félagar í Liverpool hafa haldið hreinu í tveimur síðustu leikjum. Getty/Clive Brunskill Gamla ítalska knattspyrnuhetjan Paolo Di Canio, sem gerði garðinn meðal annars frægan í ensku úrvalsdeildinni, hefur sterkar skoðanir á Virgil van Dijk hjá Liverpool og hvernig hollenski miðvörðurinn er að spila eftir að hafa komið til baka eftir krossbandsslit. Di Canio er harður á því að Van Dijk sé ekki sami leikmaður og hann var áður en markvörður Everton tók hann niður og endaði tímabilið hans í október. Ítalinn hefur gengið svo langt að ráðleggja Internazionale að nýta sér veikleika Virgils van Dijk í komandi leikjum við Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Hefðu þessir leikir verið spilaðir í október eða nóvember, þegar enska liðið er vanalega upp á sitt besta, þá hefði ég haft minni trú á Inter,“ sagði Paolo Di Canio í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Inter hefur staðið sig vel á alþjóðlegum vettvangi á þessu tímabili og þeir hafa bara tapað á móti Real Madrid í leik þar sem menn voru ekki að klára færin síns en liðið tapaði ekki vegna þess að það vantaði upp á skipulag eða hugmyndafræði,“ sagði Di Canio. „Á þessum tímapunkti má finna veikleika hjá Liverpool sem þeir geta nýtt sér. Fyrir tveimur árum var Liverpool með órjúfanlega vörn vegna þess að Virgil van Dijk gerði alla betri í kringum sig. Síðan að hann kom til baka eftir meiðslin þá er hann ekki sami leikmaður og liðið er líka að fá á sig fleiri mörk,“ sagði Di Canio. Everything points to the #LFC defender being back to his best - even if not everybody can see it https://t.co/kEfv4m6qG6— Ian Doyle (@IanDoyleSport) February 14, 2022 „Liverpool er alltaf að bjóða upp á sömu hættulegu marktækifærin í dag eða þegar menn eru að setja þverbolta á bak við varnarmennina sem eru of seinir að koma sér til baka. Það er þetta einbeitingarleysi sem Inter menn gætu nýtt sér og skapað þeim vandræði,“ sagði Di Canio. „Það er líka hægt að skoða líkamstjáningu Van Dijk. Hann var vanur að gefa bakvörðunum merki um að þétta vörnina en núna fórnar hann höndum, kvartar og kveinar og lítur út fyrir að vera pirraður út í liðsfélaga sína,“ sagði Di Canio. Fyrri leikur Liverpool og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Ítalíu á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Di Canio er harður á því að Van Dijk sé ekki sami leikmaður og hann var áður en markvörður Everton tók hann niður og endaði tímabilið hans í október. Ítalinn hefur gengið svo langt að ráðleggja Internazionale að nýta sér veikleika Virgils van Dijk í komandi leikjum við Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Hefðu þessir leikir verið spilaðir í október eða nóvember, þegar enska liðið er vanalega upp á sitt besta, þá hefði ég haft minni trú á Inter,“ sagði Paolo Di Canio í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Inter hefur staðið sig vel á alþjóðlegum vettvangi á þessu tímabili og þeir hafa bara tapað á móti Real Madrid í leik þar sem menn voru ekki að klára færin síns en liðið tapaði ekki vegna þess að það vantaði upp á skipulag eða hugmyndafræði,“ sagði Di Canio. „Á þessum tímapunkti má finna veikleika hjá Liverpool sem þeir geta nýtt sér. Fyrir tveimur árum var Liverpool með órjúfanlega vörn vegna þess að Virgil van Dijk gerði alla betri í kringum sig. Síðan að hann kom til baka eftir meiðslin þá er hann ekki sami leikmaður og liðið er líka að fá á sig fleiri mörk,“ sagði Di Canio. Everything points to the #LFC defender being back to his best - even if not everybody can see it https://t.co/kEfv4m6qG6— Ian Doyle (@IanDoyleSport) February 14, 2022 „Liverpool er alltaf að bjóða upp á sömu hættulegu marktækifærin í dag eða þegar menn eru að setja þverbolta á bak við varnarmennina sem eru of seinir að koma sér til baka. Það er þetta einbeitingarleysi sem Inter menn gætu nýtt sér og skapað þeim vandræði,“ sagði Di Canio. „Það er líka hægt að skoða líkamstjáningu Van Dijk. Hann var vanur að gefa bakvörðunum merki um að þétta vörnina en núna fórnar hann höndum, kvartar og kveinar og lítur út fyrir að vera pirraður út í liðsfélaga sína,“ sagði Di Canio. Fyrri leikur Liverpool og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Ítalíu á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira