Pickford mætti á staðinn með félögum sínum og skömmu síðar höfðu slagsmál brotist út, samkvæmt frétt enska götublaðsins The Sun sem vísar í sjónarvott.
Tomorrow's front page: England goalie Jordan Pickford is at the centre of a police probe into a pub ruck after revellers mocked that he had short 'T-Rex arms' https://t.co/ljZcsVWqqq pic.twitter.com/ZRlGmyAJsu
— The Sun (@TheSun) February 14, 2022
Ekkert bendir til þess að Pickford hafi tekið þátt í slagsmálunum. Samkvæmt sjónarvotti höfðu hann og vinir hans ekki einu sinni náð að kaupa sér drykk áður en gestir á staðnum voru byrjaðir að vera með stæla.
Þeir munu hafa gert grín að Pickford og þá sérstaklega því að handleggir hans væru svo stuttir, eins og Everton-markvörðurinn hefur oft þurft að þola.

Einn mun hafa nefbrotnað í slagsmálunum og sími annars var mölbrotinn en sá mun hafa verið að taka lætin upp á myndband.
Lögreglan er með málið til rannsóknar og hefur óskað eftir vitnum en Pickford og félagar höfðu ekið í burtu þegar hún mætti á vettvang.
Hinn 27 ára gamli Pickford lék með Sunderland áður en hann var seldur til Everton árið 2017. Stuðningsmaður Newcastle, erkifjenda Sunderland, mætti með T-Rex risaeðlu á leik gegn Everton í síðustu viku til að hrekkja Pickford með því að gefa í skyn að líkt og T-Rex væri hann með stutta handleggi.