Talsmaður spænskra stjórnvalda staðfesti þetta á fréttamannafundi um hádegisbil og að grannt sé fylgst með leitinni.
Spænska blaðið El País segir að báturinn, Villa de Pitanxo, hafi sokkið um klukkan sex að íslenskum tíma. Vitað er að sextán skipverjanna séu spænskir ríkisborgarar en aðrir frá Gana og Perú.
Báturinn er gerður úr frá bænum Pontevedra í Galisíu á norðurstönd Spánar. Útgerðin hefur stundað veiðar meðal annars undan strönd Nýfundnalands í Kanada og svo á hafsvæði undan strönd Máritaníu og Gíneu-Bissaú.
Villa del Pitanxo sigldi frá Galisíu 26. janúar áleiðis yfir Atlantshaf.