Segja mikilvægt að huga að vatnsbúskap við byggingu risa fiskeldisstöðvar Samherja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:54 Tölvumynd af fyrirhugum fiskeldisgarði. Samherji Fiskeldi ehf. Samherji Fiskeldi ehf. áformar að byggja og reka landeldisstöð með 40 þúsund tonna ársframleiðslugetu í Auðlindagarði Orku við Garð á Reykjanesi undir nafninu Eldisgarður. Fiskeldisstöðin mun samanstanda af seiðastöð með 6 þúsund rúmmetra eldisrými, áframeldisstöð með 410 þúsund rúmmetra eldisrými, hreinsistöð og sláturhúsi ásamt þjónustubyggingum. Þetta kemur fram í umsögn Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrirtækisins. Samherji hefur áður greint frá því að heildarfjárfesting verkefnisins muni nema 45 milljörðum króna. Í umsögninni segir að „standandi lífmassi“ verði að hámarki 20 þúsund tonn. Laxahrogn verði fengin frá Stofnfiski og bleikjuhrogn frá Hólum eða klakfiskastöð Samherja í Sigtúnum. „Til framleiðslunnar þarf um 20.000 l/s af jarðsjó sem áformað er að bora eftir innan lóðar, 3.200 l/s af 32-37°C ylsjó sem kemur frá Reykjanesvirkjun og 50 l/s af ferskvatni sem verður leitt inn á lóðina 2 með veitukerfi HS-Orku. Fast efni verður síað úr frárennsli í hreinsistöð áður en því verður veitt til sjávar,“ segir í umsögninni. Frárennslið á við fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa Í umsögninni er meðal annars fjallað um áfangaskiptingu uppbyggingar starfseminnar, lóðarval og nauðsyn þess að meta áhrif framkvæmdanna á náttúrfar á svæðinu. Þá segir að meta þurfi áhrif af grunnvatnsvinnslu, meðal annars aðrennslissvæði vatnsbóla, umfang niðurdráttar og breytingar á seltu. „Jafnframt þarf mat á áhrifum á grunnvatn að svara því hvort og þá hvernig vatnstaka Eldisgarðs Samherja fiskeldis takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu. Meta þarf sérstaklega hvaða áhrif bág staða grunnvatns í náttúrulegum sveiflum hefur á vatnsvinnslu á svæðinu,“ segir í álitinu. Í því er er einnig vitnað til umsagnar Hafrannsóknarstofnunar sem bendir á að gera þurfi grein fyrir tilhögun frárennslis, meðal annars með tilliti til mengunar. Um mjög stóra framkvæmd sé að ræða og ef frárennsli verði það sama og áætluð vatnstaka þá verði það um það bil fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Samherji segir jákvæða áhrif hins vegar verða þau að frárennslisvatn frá fiskeldisstöðinni muni þynna út frárennsli Reykjanesvirkjunar og þar með lækka hitastig og kísilinnihald þess. Veðurstofa bendir á nauðsyn þess að vakta ástand grunnvatnsveitisins en fiskeldi sé í miklum vexti á svæðinu og mikilvægt að settir séu fram gæðastaðlar, viðmið og viðbragðsáætlun þannig að tryggt sé að veitirinn anni áformaðri vatnstöku. Tryggja þurfi að ástandið sé ásættanlegt og innan viðunandi marka, til dæmis hvað varðar niðurdrátt á svæðinu og breytingar á seltu. Álit Skipulagsstofnunar. Fiskeldi Reykjanesbær Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Fiskeldisstöðin mun samanstanda af seiðastöð með 6 þúsund rúmmetra eldisrými, áframeldisstöð með 410 þúsund rúmmetra eldisrými, hreinsistöð og sláturhúsi ásamt þjónustubyggingum. Þetta kemur fram í umsögn Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrirtækisins. Samherji hefur áður greint frá því að heildarfjárfesting verkefnisins muni nema 45 milljörðum króna. Í umsögninni segir að „standandi lífmassi“ verði að hámarki 20 þúsund tonn. Laxahrogn verði fengin frá Stofnfiski og bleikjuhrogn frá Hólum eða klakfiskastöð Samherja í Sigtúnum. „Til framleiðslunnar þarf um 20.000 l/s af jarðsjó sem áformað er að bora eftir innan lóðar, 3.200 l/s af 32-37°C ylsjó sem kemur frá Reykjanesvirkjun og 50 l/s af ferskvatni sem verður leitt inn á lóðina 2 með veitukerfi HS-Orku. Fast efni verður síað úr frárennsli í hreinsistöð áður en því verður veitt til sjávar,“ segir í umsögninni. Frárennslið á við fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa Í umsögninni er meðal annars fjallað um áfangaskiptingu uppbyggingar starfseminnar, lóðarval og nauðsyn þess að meta áhrif framkvæmdanna á náttúrfar á svæðinu. Þá segir að meta þurfi áhrif af grunnvatnsvinnslu, meðal annars aðrennslissvæði vatnsbóla, umfang niðurdráttar og breytingar á seltu. „Jafnframt þarf mat á áhrifum á grunnvatn að svara því hvort og þá hvernig vatnstaka Eldisgarðs Samherja fiskeldis takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu. Meta þarf sérstaklega hvaða áhrif bág staða grunnvatns í náttúrulegum sveiflum hefur á vatnsvinnslu á svæðinu,“ segir í álitinu. Í því er er einnig vitnað til umsagnar Hafrannsóknarstofnunar sem bendir á að gera þurfi grein fyrir tilhögun frárennslis, meðal annars með tilliti til mengunar. Um mjög stóra framkvæmd sé að ræða og ef frárennsli verði það sama og áætluð vatnstaka þá verði það um það bil fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Samherji segir jákvæða áhrif hins vegar verða þau að frárennslisvatn frá fiskeldisstöðinni muni þynna út frárennsli Reykjanesvirkjunar og þar með lækka hitastig og kísilinnihald þess. Veðurstofa bendir á nauðsyn þess að vakta ástand grunnvatnsveitisins en fiskeldi sé í miklum vexti á svæðinu og mikilvægt að settir séu fram gæðastaðlar, viðmið og viðbragðsáætlun þannig að tryggt sé að veitirinn anni áformaðri vatnstöku. Tryggja þurfi að ástandið sé ásættanlegt og innan viðunandi marka, til dæmis hvað varðar niðurdrátt á svæðinu og breytingar á seltu. Álit Skipulagsstofnunar.
Fiskeldi Reykjanesbær Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira