Frá klukkan eitt í dag er varað við austan 13-18 m/s og skafrenningi á Suðurlandi, en 18-25 og snjókoma syðst á svæðinu. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum.
Klukkan fjögur síðdegis í dag bætast við tvær gular viðvaranir á Faxaflóa og höfuðborgarsvæðinu. Þar er varað við austan 15-23 m/s með skafrenningi og versnandi akstursskilyrðum, hvassast á Kjalarnesi. Varað er við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrði. Búast má við samgöngutruflunum.
Klukkan átta í kvöld bætist við önnur gul viðvörun á Suðasturlandi Þar má búast við norðaustan 20-28 m/s, skafrenningi og snjókomu með köflum. Búist er við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, einkum í Mýrdal og Öræfum. Slæm akstursskilyrði og samgöngutruflarnir eru líklegar.

Viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir til miðnættis en hinar þrjár falla hver á eftir annarri úr gildi eftir hádegi á morgun þó búast megi við að veðurviðvörunin á Suðasturlandi gildi til klukkan sex annað kvöld.
Það bætir í vind í kvöld, og í nótt verður norðaustan og austan hvassviðri eða stormur með dálitlum éljum, en 23-28 m/s og úrkomumeira syðst. Vindurinn verður þó áfram hægari austanlands.
Það er því útlit fyrir slæmt ferðaveður sunnan- og vestanlands síðdegis í dag og fram eftir degi á morgun, og eru líkur á að færð spillist vegna skafrennings eða snjókomu.
Veðurhorfur á landinu
Víða austan 10-18 m/s og úrkomulítið í dag, en 18-25 og snjókoma syðst á landinu síðdegis. Frost 0 til 9 stig. Mun hægari vindur á NA- og A-landi, skýjað með köflum og talsvert frost.
Bætir í vind í kvöld. Norðaustan og austan 15-23 og dálítil él í nótt, en 23-28 og úrkomumeira syðst. Áfram hægari A-lands. Dregur smám saman úr vindi eftir hádegi á morgun og birtir til um landið S-vert. Frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðaustan 15-23 m/s og él, en 20-28 syðst og snjókoma eða slydda um tíma. Þurrt að kalla á SV- og V-landi. Frost víða 0 til 5 stig. Dregur úr vindi síðdegis og léttir til S-lands.
Á mánudag:
Suðaustan 5-13 og él á víð og dreif. Hvessir eftir hádegi, víða austan stormur eða rok um kvöldið og talsverð slydda eða snjókoma á S-verðu landinu. Hlýnar heldur, en frost 1 til 8 stig á N- og A-landi.
Á þriðjudag:
Hvöss breytileg átt og snjókoma eða él, en slydda eða rigning S-til fram eftir degi. Hiti um og yfir frostmarki. Lægir og frystir um kvöldið og dregur úr úrkomu.
Á miðvikudag:
Breytileg átt 5-13 og víða él. Gengur í hvassa norðaustanátt og fer að snjóa eftir hádegi, en mun hægari og úrkomulítið á S- og A-landi. Frost 0 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustan- og norðanátt og snjókoma eða él, en þurrt sunnan heiða. Herðir á frosti.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með snjókomu á köflum og minnkandi frosti.