100 eða 400 króna gjald yfir nýja Ölfusárbrú? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. febrúar 2022 21:30 Nýja brúin yfir Ölfusá, sem verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna en ekki er búið að ákveða hvert gjaldið verður. Vegagerðin Ef allt gengur upp verður hægt að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá við Selfossi 2025. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Bæjarstjóri Árborgar sér fyrir sér hundrað krónu gjald en forstjóri Vegagerðarinnar fjögur hundruð krónur. Vegagerðin boðaði til opins fundar á föstudaginn í Hótel Selfossi um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu ný brú yfir Ölfusá. Brúin verður glæsilegt mannvirki, stagbrú með stórum turni og 330 metra löng. Reiknað er með að um fjögur til fimm þúsund bílar munu fara yfir brúnna á sólarhring fyrsta árið. Núverandi brú við Ölfusá verður áfram í notkun en umferð þyngri ökutækja verður ekki leyfð á þeirri brú enda er hún orðin gömul og lúin. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, sem nefndi 400 króna gjald yfir nýju brúnna, sem hugmynd aðspurð á fundinum hvað gjaldið ætti að vera að hennar mati.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, núna erum við að hefja útboðsferli um að finna framkvæmdaaðila, sem er tilbúin að byggja þessa brú og fjármagna, þannig að við erum bara á góðum stað með það. Ég vonast til að það verði mikill áhugi á verkefninu, þetta er jú stórt verkefni en auðvitað er ekki komið að því að byggja alveg strax en þetta er ferli, sem tekur næstu mánuði að finna áhugasama aðila og allt það,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, sem var með kynninguna í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja brúin verður 19 metra breið með þremur akreinum og göngu og hjólastíg. Turninn verður 60 metra hár. Bannað verður að fara ríðandi á hestum yfir brúnna. „Það er mjög ánægjulegt að við skulum loksins sjá hylla undir það að brúin fer af stað því hún þyrfti sannarlega að vera komin nú þegar,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, sem fagnaði nýju brúnni á fundinum. Hann vill að gjaldið fyrir að aka yfir verði 100 krónur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það á alveg eftir að ákveða hvert gjaldið verður að aka yfir nýju brúnna. Forstjóri Vegagerðarinnar nefndi 400 krónur á fundinum en hvað segir Gísli bæjarstjóri? „Til þess að ég geti nýtt hana í mínu daglega lífi þá myndi ég helst vilja að við værum að tala um hundrað kallinn, það er að segja að hver ferð kosti 100 krónur.“ Hér er ein af glærunum á fundinum.Vegagerðin Árborg Flóahreppur Vegagerð Vegtollar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Vegagerðin boðaði til opins fundar á föstudaginn í Hótel Selfossi um fyrirhugað útboð á samvinnuverkefninu ný brú yfir Ölfusá. Brúin verður glæsilegt mannvirki, stagbrú með stórum turni og 330 metra löng. Reiknað er með að um fjögur til fimm þúsund bílar munu fara yfir brúnna á sólarhring fyrsta árið. Núverandi brú við Ölfusá verður áfram í notkun en umferð þyngri ökutækja verður ekki leyfð á þeirri brú enda er hún orðin gömul og lúin. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, sem nefndi 400 króna gjald yfir nýju brúnna, sem hugmynd aðspurð á fundinum hvað gjaldið ætti að vera að hennar mati.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, núna erum við að hefja útboðsferli um að finna framkvæmdaaðila, sem er tilbúin að byggja þessa brú og fjármagna, þannig að við erum bara á góðum stað með það. Ég vonast til að það verði mikill áhugi á verkefninu, þetta er jú stórt verkefni en auðvitað er ekki komið að því að byggja alveg strax en þetta er ferli, sem tekur næstu mánuði að finna áhugasama aðila og allt það,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, sem var með kynninguna í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja brúin verður 19 metra breið með þremur akreinum og göngu og hjólastíg. Turninn verður 60 metra hár. Bannað verður að fara ríðandi á hestum yfir brúnna. „Það er mjög ánægjulegt að við skulum loksins sjá hylla undir það að brúin fer af stað því hún þyrfti sannarlega að vera komin nú þegar,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, sem fagnaði nýju brúnni á fundinum. Hann vill að gjaldið fyrir að aka yfir verði 100 krónur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það á alveg eftir að ákveða hvert gjaldið verður að aka yfir nýju brúnna. Forstjóri Vegagerðarinnar nefndi 400 krónur á fundinum en hvað segir Gísli bæjarstjóri? „Til þess að ég geti nýtt hana í mínu daglega lífi þá myndi ég helst vilja að við værum að tala um hundrað kallinn, það er að segja að hver ferð kosti 100 krónur.“ Hér er ein af glærunum á fundinum.Vegagerðin
Árborg Flóahreppur Vegagerð Vegtollar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira