KSÍ í dauðafæri Magnús Orri Marínarson Schram skrifar 22. febrúar 2022 07:31 Vanda Sigurgeirsdóttir var kölluð til starfa hjá KSÍ þegar sambandið logaði stafnanna á milli. Hreyfingin búin að missa allan trúverðugleika, og stuðningsfólk og styrktaraðilar kröfðust aðgerða. Reynslumiklum leiðtogi með mikla þekkingu á stjórnun og áratuga alhliða reynslu úr fótboltaheiminum var skipt inná. Vöndu hefur sannarlega tekist að skapa ró og sátt hjá sambandinu eftir stormasaman tíma. Nú nokkrum mánuðum síðar er komið að ársþingi KSÍ þar sem kjósa skal formann til tveggja ára. Þá stíga strákarnir fram - enda er þetta orðið ágætt. Konan er búin að taka til eftir „vesenið“. Fyrstu 74 árin var formaðurinn KSÍ karl úr KR eða Val. Svo kom kona að norðan. Í fjóra mánuði. Það yrði meiriháttar skandall fyrir knattspyrnuhreyfinguna ef þar ætti að láta staðar numið. Það er nefnilega þörf á nýjum áherslum til þess að bæta menningu fótboltans til framtíðar. Ef í vafa - spyrjið kvennalið Þróttar. Þriðjungur iðkenda innan KSÍ eru konur og þar er helsti vaxtarbroddur hreyfingarinnar. Framundan er að auka hlut kvenna í þjálfun og stjórnun félaganna. Á sama tíma upplifum við stórkostlega breytingu í jafnréttismálum og jöfn staða kynjanna verður mál málanna næstu misserin. Þar er fótboltinn ekki undanskilinn. Gamlar lausnir duga ekki á nýjan veruleika. Vanda kom og tók til. Kona með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu til að takast á við margþættar áskoranir sem framundan eru hjá KSÍ. Þekkir hreyfinguna sem leikmaður og þjálfari, og með bakgrunn í æskulýðs- og menntunarmálum. Er einmitt með þær áherslur sem þarf til að bæta menningu knattspyrnunnar varanlega – með áherslu á fjölbreytni og að við öll tilheyrum. Það yrði íslenskri knattspyrnu mikil lyftistöng ef KSÍ, sem var fyrst knattspyrnusambanda í Evrópu til að kjósa konu sem formann, myndi veita henni brautargengi áfram. Það yrðu frábær skilaboð inní hreyfinguna, til foreldra og sjálfboðaliða, inní íslenskt samfélagið og ekki síður fyrir fótboltann í heiminum. Vonandi nýtir hreyfingin þetta dauðafæri. Höfundur er knattspyrnuunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti KSÍ Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir var kölluð til starfa hjá KSÍ þegar sambandið logaði stafnanna á milli. Hreyfingin búin að missa allan trúverðugleika, og stuðningsfólk og styrktaraðilar kröfðust aðgerða. Reynslumiklum leiðtogi með mikla þekkingu á stjórnun og áratuga alhliða reynslu úr fótboltaheiminum var skipt inná. Vöndu hefur sannarlega tekist að skapa ró og sátt hjá sambandinu eftir stormasaman tíma. Nú nokkrum mánuðum síðar er komið að ársþingi KSÍ þar sem kjósa skal formann til tveggja ára. Þá stíga strákarnir fram - enda er þetta orðið ágætt. Konan er búin að taka til eftir „vesenið“. Fyrstu 74 árin var formaðurinn KSÍ karl úr KR eða Val. Svo kom kona að norðan. Í fjóra mánuði. Það yrði meiriháttar skandall fyrir knattspyrnuhreyfinguna ef þar ætti að láta staðar numið. Það er nefnilega þörf á nýjum áherslum til þess að bæta menningu fótboltans til framtíðar. Ef í vafa - spyrjið kvennalið Þróttar. Þriðjungur iðkenda innan KSÍ eru konur og þar er helsti vaxtarbroddur hreyfingarinnar. Framundan er að auka hlut kvenna í þjálfun og stjórnun félaganna. Á sama tíma upplifum við stórkostlega breytingu í jafnréttismálum og jöfn staða kynjanna verður mál málanna næstu misserin. Þar er fótboltinn ekki undanskilinn. Gamlar lausnir duga ekki á nýjan veruleika. Vanda kom og tók til. Kona með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu til að takast á við margþættar áskoranir sem framundan eru hjá KSÍ. Þekkir hreyfinguna sem leikmaður og þjálfari, og með bakgrunn í æskulýðs- og menntunarmálum. Er einmitt með þær áherslur sem þarf til að bæta menningu knattspyrnunnar varanlega – með áherslu á fjölbreytni og að við öll tilheyrum. Það yrði íslenskri knattspyrnu mikil lyftistöng ef KSÍ, sem var fyrst knattspyrnusambanda í Evrópu til að kjósa konu sem formann, myndi veita henni brautargengi áfram. Það yrðu frábær skilaboð inní hreyfinguna, til foreldra og sjálfboðaliða, inní íslenskt samfélagið og ekki síður fyrir fótboltann í heiminum. Vonandi nýtir hreyfingin þetta dauðafæri. Höfundur er knattspyrnuunnandi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun