Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Suðvesturlandi en eitthvað er um snjóþekju. Þá Krýsuvíkurvegur er ófær.
Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að gular- og appelsínugular viðvaranir séu í gildi um allt land í dag og megi búast við að færð spillist og vegir geti lokast. Lítið sem ekkert ferðaveður verði á meðan viðvörunin sé í gildi.
Að neðan má sjá yfirlitskort yfir helstu vegi landsins sem flestir eru á óvissustigi og má því reikna með lokunum víða í dag.
