Ólýðræðisleg útilokum félagsmanna í VM til kjörgengis og atkvæðisréttar Þorsteinn Ingi Hjálmarsson skrifar 28. febrúar 2022 16:01 VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna er gott stéttarfélag sem byggir á sterkum grunni frá stofnun við sameiningu Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands 2006. Við stofnun VM var lagt mikið upp úr því að lög félagsins væru mjög skýr til að styrkja innviði félagsins og ramma inn starfsemina, jafnframt áttu lögin að tryggja fjárhagslegt aðhald að stjórn félagsins og formanni. Sem varamaður í stjórn VM nú hef ég verið að benda formanni á að hann sé að brjóta lög félagsins með ólöglegum samþykktum stjórnar um færslu á fjármunum úr sjóðum félagsins. Í stað þess að bregðast við þessum ábendingum á lýðræðislegan hátt og sækja einfaldlega umboð til samþykktar frá hinum almenna félagsmanni, þá bregst formaðurinn við þannig að hann leggur bara stein í götu þeirra sem vekja athygli á þessum lagabrotum. Eftir að hafa verið virkur félagi VM í um 35 ár og aðalmaður í stjórn í mörg ár, hef ég alltaf verið í 100% starfi öll þessi ár borgað félagsgjöld og verið fullgildur félagi. Síðustu tvö ár hef ég verið að starfa við kennslu í vélstjórnargreinum, en jafnframt verið við vélstjórastörf til sjós. Sigldi aðeins minna en ég var vanur árið 2020 en þá greiddi ég félagsgjöld til VM í níu mánuði og árið 2021greiddi ég félagsgjöld til VM í fimm mánuði. Nú virðast vinnubrögðin innan VM orðin þannig að nota á það gegn mér að ég sé að benda á leyndar hyggju við stjórnun og hugsanleg lagabrotum vegna mikilla útgjalda sem ekki eru til samþykktir fyrir frá aðalfundi VM . Það læðist að mér sá grunur að hann er að útiloka mig með aðstoð kjörnefndar frá því vera fullgildur félagi í félaginu.Rökin sem bent er á, er að ég hafi ekki greitt félagsgjöld í samfelldri tímalínu síðustu 6 mánuði eins og lögin skilgreina þröngt. Niðurstaðan er því sú að ég hef hvorki atkvæðisrétt né kjörgengi hjá mínu stéttarfélagi, af síðust 6 mánuðum greiddi ég félagsgjald til VM í 3 mánuði. Ég velti því fyrir mér hvernig standa þá allir mínir félaga sem eru vélstjórar á sjó gagnvart þessu ákvörðun kjörnefndar sem róa annan hvern túr og eru ekki í jafnlaunakerfi? Eru þá allir vélstjórar sem sigla 6 mánuði af 12 mánuðum tímabili, sem er nánast á öllum skipum i dag ekki lengur kjörgengir hjá VM? Þetta ákvæði í lögum VM hefur ekki áður svo ég vit verið túlkuð svona þröngt. Einstaklingar verið aðeins kjörgengir þeir sem greiddum iðgjöldum til VM samfellt í 6 mánuði fyrir kosningu eða uppstillingu. Ég tel þetta sé brot á jafnræðisreglu og lýðræði innan stéttarfélagsins VM.Ég hef leitaði álits hjá lögfræðing ASÍ og þar á bæ vilja þeir ekki taka afstöðu og segja að kjörnefndin innan VM hafi ákvörðunarvaldið. Ég segi þá á móti að kjörnefnd VM er vanhæf því hún er ekki vinna að heilindum heldur ganga þvert á fyrri álit um kjörgengi félagsmanna. Þegar núverandi formaður gaf kost á sér til formanns 2018 var hann þá kjörgengur sjálfur samkvæmt þessari túlkun? Það er verið að reyna að útiloka og loka á umræðuna um ósamþykktar útgjalda færslur úr sjóðum félagsins VM langt umfram heimildir. Höfundur er vélfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna er gott stéttarfélag sem byggir á sterkum grunni frá stofnun við sameiningu Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands 2006. Við stofnun VM var lagt mikið upp úr því að lög félagsins væru mjög skýr til að styrkja innviði félagsins og ramma inn starfsemina, jafnframt áttu lögin að tryggja fjárhagslegt aðhald að stjórn félagsins og formanni. Sem varamaður í stjórn VM nú hef ég verið að benda formanni á að hann sé að brjóta lög félagsins með ólöglegum samþykktum stjórnar um færslu á fjármunum úr sjóðum félagsins. Í stað þess að bregðast við þessum ábendingum á lýðræðislegan hátt og sækja einfaldlega umboð til samþykktar frá hinum almenna félagsmanni, þá bregst formaðurinn við þannig að hann leggur bara stein í götu þeirra sem vekja athygli á þessum lagabrotum. Eftir að hafa verið virkur félagi VM í um 35 ár og aðalmaður í stjórn í mörg ár, hef ég alltaf verið í 100% starfi öll þessi ár borgað félagsgjöld og verið fullgildur félagi. Síðustu tvö ár hef ég verið að starfa við kennslu í vélstjórnargreinum, en jafnframt verið við vélstjórastörf til sjós. Sigldi aðeins minna en ég var vanur árið 2020 en þá greiddi ég félagsgjöld til VM í níu mánuði og árið 2021greiddi ég félagsgjöld til VM í fimm mánuði. Nú virðast vinnubrögðin innan VM orðin þannig að nota á það gegn mér að ég sé að benda á leyndar hyggju við stjórnun og hugsanleg lagabrotum vegna mikilla útgjalda sem ekki eru til samþykktir fyrir frá aðalfundi VM . Það læðist að mér sá grunur að hann er að útiloka mig með aðstoð kjörnefndar frá því vera fullgildur félagi í félaginu.Rökin sem bent er á, er að ég hafi ekki greitt félagsgjöld í samfelldri tímalínu síðustu 6 mánuði eins og lögin skilgreina þröngt. Niðurstaðan er því sú að ég hef hvorki atkvæðisrétt né kjörgengi hjá mínu stéttarfélagi, af síðust 6 mánuðum greiddi ég félagsgjald til VM í 3 mánuði. Ég velti því fyrir mér hvernig standa þá allir mínir félaga sem eru vélstjórar á sjó gagnvart þessu ákvörðun kjörnefndar sem róa annan hvern túr og eru ekki í jafnlaunakerfi? Eru þá allir vélstjórar sem sigla 6 mánuði af 12 mánuðum tímabili, sem er nánast á öllum skipum i dag ekki lengur kjörgengir hjá VM? Þetta ákvæði í lögum VM hefur ekki áður svo ég vit verið túlkuð svona þröngt. Einstaklingar verið aðeins kjörgengir þeir sem greiddum iðgjöldum til VM samfellt í 6 mánuði fyrir kosningu eða uppstillingu. Ég tel þetta sé brot á jafnræðisreglu og lýðræði innan stéttarfélagsins VM.Ég hef leitaði álits hjá lögfræðing ASÍ og þar á bæ vilja þeir ekki taka afstöðu og segja að kjörnefndin innan VM hafi ákvörðunarvaldið. Ég segi þá á móti að kjörnefnd VM er vanhæf því hún er ekki vinna að heilindum heldur ganga þvert á fyrri álit um kjörgengi félagsmanna. Þegar núverandi formaður gaf kost á sér til formanns 2018 var hann þá kjörgengur sjálfur samkvæmt þessari túlkun? Það er verið að reyna að útiloka og loka á umræðuna um ósamþykktar útgjalda færslur úr sjóðum félagsins VM langt umfram heimildir. Höfundur er vélfræðingur
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar