Baldvin Þór þrefaldur meistari um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 16:30 Baldvin Þór Magnússon sést hér efstur á palli um helgina. Instagram/@emuxc_tf Millivegahlauparinn Baldvin Þór Magnússon varð um helgina þrefaldur svæðismeistari MAC í frjálsíþróttakeppni bandarísku háskólanna en meistaramótið fór fram í Kent í Ohio fylki. Baldvin var valinn „Men’s Most Valuable Performer“ eða mikilvægasti keppandinn og sigraði karlalið Eastern Michigan University stigakeppnina á mótinu. View this post on Instagram A post shared by EMU XC/TF (@emuxc_tf) Baldvin hóf keppnina á undanrásum í 800 metra hlaupi og kom í mark á 1:56,65 mín. sem var fjórði besti tíminn inn í úrslitin. Næsta grein var 5000 metra hlaup þar sem hann kom í mark á 14:21,21 mín. Á seinni degi meistaramótsins sigraði hann í Míluhlaupi þar sem hann kom í mark á tímanum 4:07,00 mín. Næsta grein var 800 metra úrslit þar sem hann vann sig upp um eitt sæti og fékk bronsið. Hann kom í mark á tímanum 1:53,04 mín. Síðasta grein Baldvins var 3000 metra hlaup þar sem hann sigraði á tímanum 8:20,72 mín. Frjálsíþróttasamband Íslands fór yfir árangur íslenska afreksfólksins um helgina en Ísland á flotta fulltrúa úti í bandarískum háskólum. Trausti Þór Þorsteins mætti aftur á brautina eftir meiðsli og opnaði tímabilið á glæsilegum tíma í 3000 metra hlaupi á Boston University Last Chance Meet. Trausti kom ellefti í mark á tímanum 7:58,94 mín. sem er risabæting hjá honum en hann átti áður best 8:16,17 mín. Þessi tími er annar besti tími frá upphafi innanhúss í 3000 metra hlaupi karla. Erna Sóley Gunnarsdóttir var einnig á meðal keppenda á Boston mótinu og sigraði hún í kúluvarpi kvenna með kast upp á 16,70 metra. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppti í lóðkasti á Atlantic 10 Conference Indoor Championships í Fairfax í Virginia fylki á laugardag. Hún kastaði lóðinu 17,38 metra og hafnaði í 6. Sæti. Kvennalið Virginia Commonwealth University unnu stigakeppnina. Óliver Máni Samúelsson og Dagur Andri Einarsson kepptu á G-MAC Indoor Championships í Findlay í Ohio fylki. Í 60 metra hlaupi kom Dagur í mark á tímanum 7.10 sek. sem skilaði honum 18. sætinu. Óliver kom í mark á tímanum 7.17 sek. og hafnaði í 23. sæti. Óliver var hraðastur allra í undanrásum í 200 metra hlaupi og kom í mark á 22,33 sek. Í úrslitunum varð Óliver fjórði á tímanum 22.32 sek. Hekla Sif Magnúsdóttir keppti í þremur stökkgreinum á Lone Star Conference Indoor Championships sem fór fram í Lubbock í Texas fylki. Hekla bætti sinn persónulega árangur í langstökki og stökk lengst 5,57 metra sem skilaði henni fjórða sætinu. Í hástökki fór hún 1,62 metra og hafnaði í sjötta sæti. Í þrístökki hafnaði hún einnig í fjórða sæti og stökk lengst 11,75 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Sjá meira
Baldvin var valinn „Men’s Most Valuable Performer“ eða mikilvægasti keppandinn og sigraði karlalið Eastern Michigan University stigakeppnina á mótinu. View this post on Instagram A post shared by EMU XC/TF (@emuxc_tf) Baldvin hóf keppnina á undanrásum í 800 metra hlaupi og kom í mark á 1:56,65 mín. sem var fjórði besti tíminn inn í úrslitin. Næsta grein var 5000 metra hlaup þar sem hann kom í mark á 14:21,21 mín. Á seinni degi meistaramótsins sigraði hann í Míluhlaupi þar sem hann kom í mark á tímanum 4:07,00 mín. Næsta grein var 800 metra úrslit þar sem hann vann sig upp um eitt sæti og fékk bronsið. Hann kom í mark á tímanum 1:53,04 mín. Síðasta grein Baldvins var 3000 metra hlaup þar sem hann sigraði á tímanum 8:20,72 mín. Frjálsíþróttasamband Íslands fór yfir árangur íslenska afreksfólksins um helgina en Ísland á flotta fulltrúa úti í bandarískum háskólum. Trausti Þór Þorsteins mætti aftur á brautina eftir meiðsli og opnaði tímabilið á glæsilegum tíma í 3000 metra hlaupi á Boston University Last Chance Meet. Trausti kom ellefti í mark á tímanum 7:58,94 mín. sem er risabæting hjá honum en hann átti áður best 8:16,17 mín. Þessi tími er annar besti tími frá upphafi innanhúss í 3000 metra hlaupi karla. Erna Sóley Gunnarsdóttir var einnig á meðal keppenda á Boston mótinu og sigraði hún í kúluvarpi kvenna með kast upp á 16,70 metra. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppti í lóðkasti á Atlantic 10 Conference Indoor Championships í Fairfax í Virginia fylki á laugardag. Hún kastaði lóðinu 17,38 metra og hafnaði í 6. Sæti. Kvennalið Virginia Commonwealth University unnu stigakeppnina. Óliver Máni Samúelsson og Dagur Andri Einarsson kepptu á G-MAC Indoor Championships í Findlay í Ohio fylki. Í 60 metra hlaupi kom Dagur í mark á tímanum 7.10 sek. sem skilaði honum 18. sætinu. Óliver kom í mark á tímanum 7.17 sek. og hafnaði í 23. sæti. Óliver var hraðastur allra í undanrásum í 200 metra hlaupi og kom í mark á 22,33 sek. Í úrslitunum varð Óliver fjórði á tímanum 22.32 sek. Hekla Sif Magnúsdóttir keppti í þremur stökkgreinum á Lone Star Conference Indoor Championships sem fór fram í Lubbock í Texas fylki. Hekla bætti sinn persónulega árangur í langstökki og stökk lengst 5,57 metra sem skilaði henni fjórða sætinu. Í hástökki fór hún 1,62 metra og hafnaði í sjötta sæti. Í þrístökki hafnaði hún einnig í fjórða sæti og stökk lengst 11,75 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Sjá meira