Baldvin Þór þrefaldur meistari um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 16:30 Baldvin Þór Magnússon sést hér efstur á palli um helgina. Instagram/@emuxc_tf Millivegahlauparinn Baldvin Þór Magnússon varð um helgina þrefaldur svæðismeistari MAC í frjálsíþróttakeppni bandarísku háskólanna en meistaramótið fór fram í Kent í Ohio fylki. Baldvin var valinn „Men’s Most Valuable Performer“ eða mikilvægasti keppandinn og sigraði karlalið Eastern Michigan University stigakeppnina á mótinu. View this post on Instagram A post shared by EMU XC/TF (@emuxc_tf) Baldvin hóf keppnina á undanrásum í 800 metra hlaupi og kom í mark á 1:56,65 mín. sem var fjórði besti tíminn inn í úrslitin. Næsta grein var 5000 metra hlaup þar sem hann kom í mark á 14:21,21 mín. Á seinni degi meistaramótsins sigraði hann í Míluhlaupi þar sem hann kom í mark á tímanum 4:07,00 mín. Næsta grein var 800 metra úrslit þar sem hann vann sig upp um eitt sæti og fékk bronsið. Hann kom í mark á tímanum 1:53,04 mín. Síðasta grein Baldvins var 3000 metra hlaup þar sem hann sigraði á tímanum 8:20,72 mín. Frjálsíþróttasamband Íslands fór yfir árangur íslenska afreksfólksins um helgina en Ísland á flotta fulltrúa úti í bandarískum háskólum. Trausti Þór Þorsteins mætti aftur á brautina eftir meiðsli og opnaði tímabilið á glæsilegum tíma í 3000 metra hlaupi á Boston University Last Chance Meet. Trausti kom ellefti í mark á tímanum 7:58,94 mín. sem er risabæting hjá honum en hann átti áður best 8:16,17 mín. Þessi tími er annar besti tími frá upphafi innanhúss í 3000 metra hlaupi karla. Erna Sóley Gunnarsdóttir var einnig á meðal keppenda á Boston mótinu og sigraði hún í kúluvarpi kvenna með kast upp á 16,70 metra. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppti í lóðkasti á Atlantic 10 Conference Indoor Championships í Fairfax í Virginia fylki á laugardag. Hún kastaði lóðinu 17,38 metra og hafnaði í 6. Sæti. Kvennalið Virginia Commonwealth University unnu stigakeppnina. Óliver Máni Samúelsson og Dagur Andri Einarsson kepptu á G-MAC Indoor Championships í Findlay í Ohio fylki. Í 60 metra hlaupi kom Dagur í mark á tímanum 7.10 sek. sem skilaði honum 18. sætinu. Óliver kom í mark á tímanum 7.17 sek. og hafnaði í 23. sæti. Óliver var hraðastur allra í undanrásum í 200 metra hlaupi og kom í mark á 22,33 sek. Í úrslitunum varð Óliver fjórði á tímanum 22.32 sek. Hekla Sif Magnúsdóttir keppti í þremur stökkgreinum á Lone Star Conference Indoor Championships sem fór fram í Lubbock í Texas fylki. Hekla bætti sinn persónulega árangur í langstökki og stökk lengst 5,57 metra sem skilaði henni fjórða sætinu. Í hástökki fór hún 1,62 metra og hafnaði í sjötta sæti. Í þrístökki hafnaði hún einnig í fjórða sæti og stökk lengst 11,75 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Baldvin var valinn „Men’s Most Valuable Performer“ eða mikilvægasti keppandinn og sigraði karlalið Eastern Michigan University stigakeppnina á mótinu. View this post on Instagram A post shared by EMU XC/TF (@emuxc_tf) Baldvin hóf keppnina á undanrásum í 800 metra hlaupi og kom í mark á 1:56,65 mín. sem var fjórði besti tíminn inn í úrslitin. Næsta grein var 5000 metra hlaup þar sem hann kom í mark á 14:21,21 mín. Á seinni degi meistaramótsins sigraði hann í Míluhlaupi þar sem hann kom í mark á tímanum 4:07,00 mín. Næsta grein var 800 metra úrslit þar sem hann vann sig upp um eitt sæti og fékk bronsið. Hann kom í mark á tímanum 1:53,04 mín. Síðasta grein Baldvins var 3000 metra hlaup þar sem hann sigraði á tímanum 8:20,72 mín. Frjálsíþróttasamband Íslands fór yfir árangur íslenska afreksfólksins um helgina en Ísland á flotta fulltrúa úti í bandarískum háskólum. Trausti Þór Þorsteins mætti aftur á brautina eftir meiðsli og opnaði tímabilið á glæsilegum tíma í 3000 metra hlaupi á Boston University Last Chance Meet. Trausti kom ellefti í mark á tímanum 7:58,94 mín. sem er risabæting hjá honum en hann átti áður best 8:16,17 mín. Þessi tími er annar besti tími frá upphafi innanhúss í 3000 metra hlaupi karla. Erna Sóley Gunnarsdóttir var einnig á meðal keppenda á Boston mótinu og sigraði hún í kúluvarpi kvenna með kast upp á 16,70 metra. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppti í lóðkasti á Atlantic 10 Conference Indoor Championships í Fairfax í Virginia fylki á laugardag. Hún kastaði lóðinu 17,38 metra og hafnaði í 6. Sæti. Kvennalið Virginia Commonwealth University unnu stigakeppnina. Óliver Máni Samúelsson og Dagur Andri Einarsson kepptu á G-MAC Indoor Championships í Findlay í Ohio fylki. Í 60 metra hlaupi kom Dagur í mark á tímanum 7.10 sek. sem skilaði honum 18. sætinu. Óliver kom í mark á tímanum 7.17 sek. og hafnaði í 23. sæti. Óliver var hraðastur allra í undanrásum í 200 metra hlaupi og kom í mark á 22,33 sek. Í úrslitunum varð Óliver fjórði á tímanum 22.32 sek. Hekla Sif Magnúsdóttir keppti í þremur stökkgreinum á Lone Star Conference Indoor Championships sem fór fram í Lubbock í Texas fylki. Hekla bætti sinn persónulega árangur í langstökki og stökk lengst 5,57 metra sem skilaði henni fjórða sætinu. Í hástökki fór hún 1,62 metra og hafnaði í sjötta sæti. Í þrístökki hafnaði hún einnig í fjórða sæti og stökk lengst 11,75 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira