Ancelotti nú orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2022 12:30 Carlo Ancelotti er á góðri leið með að gera Real Madrid liðið að spænskum meisturum. EPA-EFE/DUMITRU DORU Það er enn miklar vangaveltur í gangi um hver fái það krefjandi starf að taka við sem næsti framtíðarknattspyrnustjóri Manchester United. Nú síðast var núverandi stjóri Real Madrid nefndur til sögunnar. Carlo Ancelotti hefur verið orðaður sem möguleiki en hann tæki þá við United liðinu í stuttan tíma og þá líklega til að ná tökum á stórstjörnum liðsins sem gengur illa að ná saman sem lið. Ítalinn er þekktur fyrir að vinna vel með stjörnuprýdd lið. Man United are exploring short-term managerial options with Carlo Ancelotti identified as a potential candidate, sources have told @RobDawsonESPN pic.twitter.com/ViXLkuSayP— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir áhuga United á þessum 62 ára Ítala en Ancelotti og Sir Alex Ferguson eru vinir. Richard Arnold, sem tók við framkvæmastjórastöðu félagsins af Ed Woodward fyrr á þessu ári, hefur leitað ráða hjá Sir Alex. United ætlaði alltaf að ráða framtíðarstjóra í sumar og á fimm manna óskalista voru meðal annars þeir Mauricio Pochettino hjá PSG og Erik ten Hag hjá Ajax. Ferguson er sagður vera aðdáandi Pochettino en hefur ráðlagt félaginu sínu að íhuga að ráða Ancelotti ef Pochettino er ekki til. Ancelotti er núverandi stjóri Real Madrid en þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar sem fyrrum stjóri Chelsea og Everton. Hann er gríðarlega reynslumikill og hefur unnið meistaratitil í Englandi (Chelsea 2010), í Þýskalandi (Bayern München 2017), á Ítalíu (AC Milan 2004) og í Frakklandi (PSG 2013). Ancelotti er líka á góðri leið með að vinna titilinn á Spáni á þessu tímabili. Carlo Ancelotti, the Real Madrid head coach, has emerged as a surprise candidate to become the next manager of Manchester United.Ancelotti, 62, is an option if the club fail to land one of their leading targets, such as Mauricio Pochettino | @hirstclass https://t.co/Bb6roWRGJt— Times Sport (@TimesSport) March 2, 2022 Ancelotti hefur enn fremur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum þar af einu sinni með Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid árið 2014 en líka tvisvar með AC Milan eða 2003 og 2007. Ralf Rangnick tók við Manchester United liðinu fram á sumar eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara í nóvember. Hann gæti vissulega haldið áfram með liðið gangi illa að ráða framtíðarmann en gengi liðsins hefur ekki verið mjög sannfærandi undir stjórn Þjóðverjans. Enn einn kostur er Luis Enrique en hann mun að minnsta kosti stýra spænska landsliðinu fram yfir heimsmeistaramótið í Katar sem er fram í nóvember og desember. Enska úrvalsdeildin á að byrja aftur 13. ágúst. Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Carlo Ancelotti hefur verið orðaður sem möguleiki en hann tæki þá við United liðinu í stuttan tíma og þá líklega til að ná tökum á stórstjörnum liðsins sem gengur illa að ná saman sem lið. Ítalinn er þekktur fyrir að vinna vel með stjörnuprýdd lið. Man United are exploring short-term managerial options with Carlo Ancelotti identified as a potential candidate, sources have told @RobDawsonESPN pic.twitter.com/ViXLkuSayP— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir áhuga United á þessum 62 ára Ítala en Ancelotti og Sir Alex Ferguson eru vinir. Richard Arnold, sem tók við framkvæmastjórastöðu félagsins af Ed Woodward fyrr á þessu ári, hefur leitað ráða hjá Sir Alex. United ætlaði alltaf að ráða framtíðarstjóra í sumar og á fimm manna óskalista voru meðal annars þeir Mauricio Pochettino hjá PSG og Erik ten Hag hjá Ajax. Ferguson er sagður vera aðdáandi Pochettino en hefur ráðlagt félaginu sínu að íhuga að ráða Ancelotti ef Pochettino er ekki til. Ancelotti er núverandi stjóri Real Madrid en þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar sem fyrrum stjóri Chelsea og Everton. Hann er gríðarlega reynslumikill og hefur unnið meistaratitil í Englandi (Chelsea 2010), í Þýskalandi (Bayern München 2017), á Ítalíu (AC Milan 2004) og í Frakklandi (PSG 2013). Ancelotti er líka á góðri leið með að vinna titilinn á Spáni á þessu tímabili. Carlo Ancelotti, the Real Madrid head coach, has emerged as a surprise candidate to become the next manager of Manchester United.Ancelotti, 62, is an option if the club fail to land one of their leading targets, such as Mauricio Pochettino | @hirstclass https://t.co/Bb6roWRGJt— Times Sport (@TimesSport) March 2, 2022 Ancelotti hefur enn fremur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum þar af einu sinni með Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid árið 2014 en líka tvisvar með AC Milan eða 2003 og 2007. Ralf Rangnick tók við Manchester United liðinu fram á sumar eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara í nóvember. Hann gæti vissulega haldið áfram með liðið gangi illa að ráða framtíðarmann en gengi liðsins hefur ekki verið mjög sannfærandi undir stjórn Þjóðverjans. Enn einn kostur er Luis Enrique en hann mun að minnsta kosti stýra spænska landsliðinu fram yfir heimsmeistaramótið í Katar sem er fram í nóvember og desember. Enska úrvalsdeildin á að byrja aftur 13. ágúst.
Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira