Körfuboltakvöld um Keflavík: „Voru litlir og ekkert að frétta hjá þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 13:46 Keflavík hefur ekki spilað sinn besta bolta að undanförnu. Vísir/Bára Dröfn Keflavík tapaði nokkuð örugglega fyrir Val í síðust umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum og er í smá brasi. Farið var yfir vandræði Keflvíkinga í Körfuboltakvöldi á fösudagskvöld. Matthías Sigurðsson, annar af sérfræðingum þáttarins tók fyrstur til máls og fór yfir vandræði Keflavíkur í leiknum á Hlíðarneda. „Síðustu þrjú ár er allt búið að snúast um einn hlut og það er (Dominykas) Milka og Hörður Axel (Vilhjálmsson) í vagg og veltu (e. pick and roll). Skiljanlega að einhverju leyti, þetta hefur gengið mjög vel. Fyrsta árið gekk þetta ekki, annað árið voru þeir nálægt en nú er orðið ljóst að lið eru byrjuð að skipuleggja sig nægilega vel gegn þessari ógn að þetta gengur ekki lengur.“ „Í kvöld byrjaði Kristófer (Acox) seinni hálfleikinn á Herði Axel. Í raun og veru voru þeir ekki einu sinni að skipta í vagg og veltu. Þannig að Kristófer fór bara undir vagg og veltuna og sagði „Hörður þú verður bara að vinna okkur með að skora 20-30 stig ef þú ætlar að gera það. Annars ætlar Pavel (Ermolinskij) að halda sér á Milka“ og einhvern veginn dó allt þar einhvern veginn. Fyrir utan það gekk ekki heldur að koma Kananum þeirra inn í eitthvað flæði.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Keflavík í stórum leik, leikur á laugardegi klukkan fimm. Bæði lið spila hægt, þetta er barningu, skýr aðferðafræði sem er augljós og þeir voru bara hugmyndasnauðir. Voru dálítið litlir og ekkert að frétta hjá þeim.“ „Munurinn á Keflavíkur liðinu með Dean Williams að sprengja bæði í vörn og sókn. Menn þurftu alltaf að vera varir um sig á báðum endum vallarins með hann síðastliðin tvö ár. Í byrjun tímabilsins komst liðið upp með þetta því þeir voru með rosalega ógn í (David) Okeke, sem var ekki eins mikil sprengja en er stór og mikill og tók mikið pláss,“ sagði Sævar Sævarsson, hinn séfræðingur þáttarins í kjölfarið. Hann átti svo lokaorðið. „Milka svona átti erfitt með að aðlagast að spila með honum og var gagnrýndur en það gekk upp því Okeke var að spila vel. Nú getur Milka ekki falið sig á bakvið neitt, hvorki sóknar né varnar megin.“ Klippa: KBK: Keflavík í basli Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Matthías Sigurðsson, annar af sérfræðingum þáttarins tók fyrstur til máls og fór yfir vandræði Keflavíkur í leiknum á Hlíðarneda. „Síðustu þrjú ár er allt búið að snúast um einn hlut og það er (Dominykas) Milka og Hörður Axel (Vilhjálmsson) í vagg og veltu (e. pick and roll). Skiljanlega að einhverju leyti, þetta hefur gengið mjög vel. Fyrsta árið gekk þetta ekki, annað árið voru þeir nálægt en nú er orðið ljóst að lið eru byrjuð að skipuleggja sig nægilega vel gegn þessari ógn að þetta gengur ekki lengur.“ „Í kvöld byrjaði Kristófer (Acox) seinni hálfleikinn á Herði Axel. Í raun og veru voru þeir ekki einu sinni að skipta í vagg og veltu. Þannig að Kristófer fór bara undir vagg og veltuna og sagði „Hörður þú verður bara að vinna okkur með að skora 20-30 stig ef þú ætlar að gera það. Annars ætlar Pavel (Ermolinskij) að halda sér á Milka“ og einhvern veginn dó allt þar einhvern veginn. Fyrir utan það gekk ekki heldur að koma Kananum þeirra inn í eitthvað flæði.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Keflavík í stórum leik, leikur á laugardegi klukkan fimm. Bæði lið spila hægt, þetta er barningu, skýr aðferðafræði sem er augljós og þeir voru bara hugmyndasnauðir. Voru dálítið litlir og ekkert að frétta hjá þeim.“ „Munurinn á Keflavíkur liðinu með Dean Williams að sprengja bæði í vörn og sókn. Menn þurftu alltaf að vera varir um sig á báðum endum vallarins með hann síðastliðin tvö ár. Í byrjun tímabilsins komst liðið upp með þetta því þeir voru með rosalega ógn í (David) Okeke, sem var ekki eins mikil sprengja en er stór og mikill og tók mikið pláss,“ sagði Sævar Sævarsson, hinn séfræðingur þáttarins í kjölfarið. Hann átti svo lokaorðið. „Milka svona átti erfitt með að aðlagast að spila með honum og var gagnrýndur en það gekk upp því Okeke var að spila vel. Nú getur Milka ekki falið sig á bakvið neitt, hvorki sóknar né varnar megin.“ Klippa: KBK: Keflavík í basli Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira