Þú nærð mér ekki aftur, Dagur Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar 8. mars 2022 09:00 Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili. Dagur B. Eggertsson ber hér höfuð og herðar yfir aðra, en botninn tók gjörsamlega úr í nýliðinni viku þegar borgarstjóri til átta ára og borgarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar til tuttugu ára, valdi að keyra á atriði C fyrir þessar kosningar. Reyndar átti það ekki að koma neinum á óvart að hann færi þá leið, enda búinn að reyna bæði A og B. Í Kastljósþætti í nóvember sátu þau Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir fyrir svörum. Mátti þar sjá nýja hlið á borgarstjóra sem venjulega tekst með pólitískum klækjabrögðum að stýra umræðunni sér í hag og koma sér undan erfiðum spurningum. Þegar Hildur bar upp á hann tölur sem hún hafði fengið frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um meðalaldur leikskólabarna við innritun hljóp Dagur fyrst í B með því að segja að þetta væri vandamál víðar en í Reykjavík, áður en hann hljóp svo lóðbeint í A aftur, þegar hann sagði að aldurinn sem Hildur vísaði til væri ekki alveg réttur, og þar með væri málið ekki lengur vandamál. Þessi málflutningur borgarstjóra er aumkunarverður. Fyrir liggur að borgarbúar, ungt fólk sem með réttu ættu að vera að skjóta niður rótum í hverfum borgarinnar og koma börnum sínum fyrir í leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, eru þess heldur að flýja yfir til nágrannasveitarfélagana. Á meðan á þessum flótta stendur kemst núverandi meirihluti með Dag í fararbroddi upp með að láta eins og hér sé ekkert vandamál. Ég eignaðist mitt annað barn haustið 2018. Ég og maðurinn minn vorum heima með barninu saman í þrjá mánuði og svo ég áfram ein í níu mánuði. Við tók algjört vonleysi hér í borginni. Ekki stakt pláss hjá dagforeldri og leikskólapláss fjarlægur draumur. Þrátt fyrir loforð Dags um að tryggja barninu mínu pláss á leikskóla við 12 mánaða aldur fyrir 4 árum, gátum við gleymt því að fá það loforð efnt. Loforðið fyrir fjórum árum var nefnilega bara valkostur C, rétt eins og loforðið fjórum árum þar áður. Ég og maðurinn minn erum sæmilega stödd. Eigum bíl og íbúð á hentugum stað í borginni. Því gátum við leyft okkur að leita út fyrir hverfið okkar að dagforeldri. Ekkert. Þá leituðum við enn lengra. Ekkert. Að endingu fundum við frábæra konu í Hvömmunum í Hafnarfirði. En fyrir þá áttavilltustu er það í tíma nær Vogum á Vatnsleysuströnd en heimili okkar í 108 Reykjavík. Á hverjum degi eyddum við 80 mínútum í bíl, 20 mínútum hvora leið, fram og til baka, tvisvar á dag. Í bílalausri paradís Dags B. Eggertssonar, vegna vanefnda Dags B. Eggertssonar. Ég er tónlistarkona. Ég sinni minni vinnu á hljóðfæri sem ég er með heima og mig skortir ekki verkefnin. Til þess að sinna þeim þarf ég þó, eins og aðrir, að koma barninu mínu að á leikskóla. Eftir nánast dagleg símtöl við leikskólastjóra í fleiri mánuði, útreikninga í Excel og endalausar spekúlasjónir fundum við loks pláss. Klambrar er ekki í okkar hverfi - en þó, frábær leikskóli, nema þegar hann er lokaður vegna manneklu sem virðist einhverra hluta vegna bíta fastar í leikskóla Reykjavíkur en leikskóla annarra sveitarfélaga. Meira um þann kapítúla síðar. Þegar stytting opnunartíma í leikskólum borgarinnar var til umræðu lét borgin gera úttekt á hvaða áhrif slíkt gæti haft og á hverja. Niðurstaðan var skýr. Aðgerðin myndi bitna meira á konum og mest á konum með minnst milli handanna. Sömu niðurstöðu fengu aðilar sem skoðuðu lokun skóla og leikskóla í Covid. Það var þó ekki að spyrja að því hvaða leið Samfylkingin valdi. Einu sinni var ég reyndar ung móðir með lítið milli handanna sjálf. Sem betur fer bjó ég ekki í Reykjavík þá. Þegar svona er í pottinn búið hjá borginni kemst maður auðvitað ekki hjá því að spyrja hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að borgin bæti þeim ungu foreldrum upp þann kostnað sem vinnutap, tekjumissir og endalausar bílferðir til dagforeldra í nágrannasveitarfélögum veldur. Þá er kannski þægilegra fyrir Dag að þetta fólk, með öll þessi börn, flytji bara eitthvað annað. Sveltistefna meirihlutans í skólakerfinu kemur illa niður á konum og barnafjölskyldum í borginni. Nú er kominn tími til að borin sé ábyrgð. Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili. Dagur B. Eggertsson ber hér höfuð og herðar yfir aðra, en botninn tók gjörsamlega úr í nýliðinni viku þegar borgarstjóri til átta ára og borgarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar til tuttugu ára, valdi að keyra á atriði C fyrir þessar kosningar. Reyndar átti það ekki að koma neinum á óvart að hann færi þá leið, enda búinn að reyna bæði A og B. Í Kastljósþætti í nóvember sátu þau Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir fyrir svörum. Mátti þar sjá nýja hlið á borgarstjóra sem venjulega tekst með pólitískum klækjabrögðum að stýra umræðunni sér í hag og koma sér undan erfiðum spurningum. Þegar Hildur bar upp á hann tölur sem hún hafði fengið frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um meðalaldur leikskólabarna við innritun hljóp Dagur fyrst í B með því að segja að þetta væri vandamál víðar en í Reykjavík, áður en hann hljóp svo lóðbeint í A aftur, þegar hann sagði að aldurinn sem Hildur vísaði til væri ekki alveg réttur, og þar með væri málið ekki lengur vandamál. Þessi málflutningur borgarstjóra er aumkunarverður. Fyrir liggur að borgarbúar, ungt fólk sem með réttu ættu að vera að skjóta niður rótum í hverfum borgarinnar og koma börnum sínum fyrir í leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, eru þess heldur að flýja yfir til nágrannasveitarfélagana. Á meðan á þessum flótta stendur kemst núverandi meirihluti með Dag í fararbroddi upp með að láta eins og hér sé ekkert vandamál. Ég eignaðist mitt annað barn haustið 2018. Ég og maðurinn minn vorum heima með barninu saman í þrjá mánuði og svo ég áfram ein í níu mánuði. Við tók algjört vonleysi hér í borginni. Ekki stakt pláss hjá dagforeldri og leikskólapláss fjarlægur draumur. Þrátt fyrir loforð Dags um að tryggja barninu mínu pláss á leikskóla við 12 mánaða aldur fyrir 4 árum, gátum við gleymt því að fá það loforð efnt. Loforðið fyrir fjórum árum var nefnilega bara valkostur C, rétt eins og loforðið fjórum árum þar áður. Ég og maðurinn minn erum sæmilega stödd. Eigum bíl og íbúð á hentugum stað í borginni. Því gátum við leyft okkur að leita út fyrir hverfið okkar að dagforeldri. Ekkert. Þá leituðum við enn lengra. Ekkert. Að endingu fundum við frábæra konu í Hvömmunum í Hafnarfirði. En fyrir þá áttavilltustu er það í tíma nær Vogum á Vatnsleysuströnd en heimili okkar í 108 Reykjavík. Á hverjum degi eyddum við 80 mínútum í bíl, 20 mínútum hvora leið, fram og til baka, tvisvar á dag. Í bílalausri paradís Dags B. Eggertssonar, vegna vanefnda Dags B. Eggertssonar. Ég er tónlistarkona. Ég sinni minni vinnu á hljóðfæri sem ég er með heima og mig skortir ekki verkefnin. Til þess að sinna þeim þarf ég þó, eins og aðrir, að koma barninu mínu að á leikskóla. Eftir nánast dagleg símtöl við leikskólastjóra í fleiri mánuði, útreikninga í Excel og endalausar spekúlasjónir fundum við loks pláss. Klambrar er ekki í okkar hverfi - en þó, frábær leikskóli, nema þegar hann er lokaður vegna manneklu sem virðist einhverra hluta vegna bíta fastar í leikskóla Reykjavíkur en leikskóla annarra sveitarfélaga. Meira um þann kapítúla síðar. Þegar stytting opnunartíma í leikskólum borgarinnar var til umræðu lét borgin gera úttekt á hvaða áhrif slíkt gæti haft og á hverja. Niðurstaðan var skýr. Aðgerðin myndi bitna meira á konum og mest á konum með minnst milli handanna. Sömu niðurstöðu fengu aðilar sem skoðuðu lokun skóla og leikskóla í Covid. Það var þó ekki að spyrja að því hvaða leið Samfylkingin valdi. Einu sinni var ég reyndar ung móðir með lítið milli handanna sjálf. Sem betur fer bjó ég ekki í Reykjavík þá. Þegar svona er í pottinn búið hjá borginni kemst maður auðvitað ekki hjá því að spyrja hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að borgin bæti þeim ungu foreldrum upp þann kostnað sem vinnutap, tekjumissir og endalausar bílferðir til dagforeldra í nágrannasveitarfélögum veldur. Þá er kannski þægilegra fyrir Dag að þetta fólk, með öll þessi börn, flytji bara eitthvað annað. Sveltistefna meirihlutans í skólakerfinu kemur illa niður á konum og barnafjölskyldum í borginni. Nú er kominn tími til að borin sé ábyrgð. Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun