Hvað er framundan í ljósi hörmunga sem steðja að og er einhver von? Gylfi Ingvarsson skrifar 9. mars 2022 08:30 Það er ljóst að takast verður á við vanda sem skapast m.a. vegna fjölgunar flóttamanna, loftslagsvárinnar og vandamála í heilbrigðis- og hollustumálum. Allt eru þetta málefni sem snúa að fólki frá vöggu til grafar. Það kostar mikla fjármuni að takast á við þennan vanda en þeir eru til. Hins vegar verður samfélagið að hugsa upp á nýtt hvernig við náum í þessa fjármuni svo hægt verði að fjármagna fyrirliggjandi verkefni. Við búum í ríku landi með mikil verðmæti en þar er verðmætum vægast sagt mjög misskipt. Það er grundvallaratriði í góðum búskap að slátra ekki mjólkurkúnum með því að selja það sem ríkið á (ríkið það erum við). Miklum fremur ættum við að huga að því að tryggja þjóðareign á bönkum og auðlindunum til lands og sjávar. Sóknarfæri til að fjármagna stoðir samfélagsins er að finna í eftirfarandi atriðum: Í veiðiheimildum (fiskistofnarnir eru sameign þjóðarinnar), skattlagningum á fiskeldi með sanngjörnum hætti en hægt er að sækja viðmið annars staðar í heiminum, stóreignafólk verður að skila til samfélagsins stórauknu framlagi, íslensk fyrirtæki t.d. skipafélög útgerðin verði skráð hér á landi, raforkuna og hitann á að nýta hér á landi eins og til matvælaframleiðslu á hagstæðan hátt og nýsköpunar og tryggja verður næga raforku til allra landshluta, það þarf að gera úttekt á húsnæðismálum og greina allt brask sem átt hefur sér stað í kaupum og sölum á íbúðum sem ýtt hefur upp verði á íbúðum á óeðlilegan hátt, Það á ekki að eiga sér stað að fjársterkir aðilar kaupi upp íbúðir í fjármálabraski svo ekki sé talað um peningaþvætti. Það þarf að stöðva sértökuhópa eins og dæmin sanna m.a. hjá ICELANDAIR og víðar. Það þarf að sjá til þess að jaðarhópar í okkar samfélagi eins og eldri borgarar og öryrkjar geti lifað innihaldsríku lífi. Það á að aðstoða fólk í sárri fátækt, þessu má ekki gleyma. Vilji er allt sem þarf en það þarf dug og kjark til þess að framkvæma. Stóra spurningin er hvort hann sé til staðar eða hafa þau öfl sem vilja verja sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni áfram vinninginn? Það er ákall í samfélaginu um úrbætur. Höfundur er vélvirki og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að takast verður á við vanda sem skapast m.a. vegna fjölgunar flóttamanna, loftslagsvárinnar og vandamála í heilbrigðis- og hollustumálum. Allt eru þetta málefni sem snúa að fólki frá vöggu til grafar. Það kostar mikla fjármuni að takast á við þennan vanda en þeir eru til. Hins vegar verður samfélagið að hugsa upp á nýtt hvernig við náum í þessa fjármuni svo hægt verði að fjármagna fyrirliggjandi verkefni. Við búum í ríku landi með mikil verðmæti en þar er verðmætum vægast sagt mjög misskipt. Það er grundvallaratriði í góðum búskap að slátra ekki mjólkurkúnum með því að selja það sem ríkið á (ríkið það erum við). Miklum fremur ættum við að huga að því að tryggja þjóðareign á bönkum og auðlindunum til lands og sjávar. Sóknarfæri til að fjármagna stoðir samfélagsins er að finna í eftirfarandi atriðum: Í veiðiheimildum (fiskistofnarnir eru sameign þjóðarinnar), skattlagningum á fiskeldi með sanngjörnum hætti en hægt er að sækja viðmið annars staðar í heiminum, stóreignafólk verður að skila til samfélagsins stórauknu framlagi, íslensk fyrirtæki t.d. skipafélög útgerðin verði skráð hér á landi, raforkuna og hitann á að nýta hér á landi eins og til matvælaframleiðslu á hagstæðan hátt og nýsköpunar og tryggja verður næga raforku til allra landshluta, það þarf að gera úttekt á húsnæðismálum og greina allt brask sem átt hefur sér stað í kaupum og sölum á íbúðum sem ýtt hefur upp verði á íbúðum á óeðlilegan hátt, Það á ekki að eiga sér stað að fjársterkir aðilar kaupi upp íbúðir í fjármálabraski svo ekki sé talað um peningaþvætti. Það þarf að stöðva sértökuhópa eins og dæmin sanna m.a. hjá ICELANDAIR og víðar. Það þarf að sjá til þess að jaðarhópar í okkar samfélagi eins og eldri borgarar og öryrkjar geti lifað innihaldsríku lífi. Það á að aðstoða fólk í sárri fátækt, þessu má ekki gleyma. Vilji er allt sem þarf en það þarf dug og kjark til þess að framkvæma. Stóra spurningin er hvort hann sé til staðar eða hafa þau öfl sem vilja verja sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni áfram vinninginn? Það er ákall í samfélaginu um úrbætur. Höfundur er vélvirki og eldri borgari.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar