Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33 Ólafur Stephensen skrifar 11. mars 2022 13:00 Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu. Skipt um skilti í Vilníus Ákvarðanir um slíkt hafa nú þegar verið teknar í nokkrum höfuðborgum. Í Ósló í Noregi stendur rússneska sendiráðið nú við Úkraínutorg, Í Tirana í Albaníu verður heimilisfang rússneska sendiherrans Frjáls Úkraína. Í Vilníus í Litháen er götuheitið Gata úkraínsku hetjanna – og búið að breyta skiltunum. Í Riga í Lettlandi mun sendiráð herraþjóðarinnar fyrrverandi standa við Götu sjálfstæðrar Úkraínu. Í sumum tilvikum hefur verið tiltekið sérstaklega að póstþjónustan í viðkomandi borgum muni ekki bera út bréf eða pakka á gamla heimilisfangið. Tillögur um nafnbreytingar eru til umræðu í fleiri borgum. Þannig hafa Frjálslyndir demókratar í Bretlandi beint þeirri tillögu til hverfisstjórnar Kensington og Chelsea í London að nafni Kensington Palace Gardens, þar sem rússneska sendiráðið stendur, verði breytt í Zelenskí-breiðgötu, til heiðurs forseta Úkraínu. Í Dublin, höfuðborg Írlands, hefur tillaga um að breyta nafni Orwell Road, þar sem stjórn Pútíns starfrækir sendiráðs, í Götu sjálfstæðrar Úkraínu verið samþykkt í undirnefnd borgarstjórnar, en nafnbreytingin bíður niðurstöðu samráðs við íbúa götunnar. Í Danmörku hefur Jakob Ellemann-Jensen, formaður Vinstriflokksins, lagt til að nafni Kristianiu-götu, sem rússneska sendiráðið stendur við, verði breytt í Úkraínugötu. Einn af borgarstjórum Kaupmannahafnar, Line Barfoed frá Einingarlistanum, tekur undir tillöguna og hefur beðið stjórnsýslu borgarinnar að vinna málið hratt. „Mér finnst þetta liggja í augum uppi, því að við eigum á allan hugsanlegan máta að sýna andstöðu okkar við hina skelfilegu og óskiljanlegu innrás Rússa,“ skrifaði Barfoed í yfirlýsingu. Hálfkák í Reykjavík Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði lögðu á miðvikudaginn fram tillögu um að nafnanefnd borgarinnar yrði falið að „breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum.“ Á fundi ráðsins var tillögunni breytt og eftirfarandi samþykkt: „Nafnanefnd er falið að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs.“ Þessi lufsulega samþykkt er tómt hálfkák. Það kemur ekki annað til greina en að breyta nafni götunnar þar sem sendiráð Rússlands hefur skráð heimilisfang og hefur ekkert upp á sig að eyða tíma í annað. Rússland á reyndar sendiráðsbyggingar bæði við Garðastræti og Túngötu – til öryggis mætti breyta nafni beggja. Í samþykktinni eru ekki einu sinni sett tímamörk á það hvenær nafnanefndin á að skila tillögum til skipulagsráðs, sem þarf svo væntanlega að velja úr þeim og gera tillögu til borgarstjórnar. Borgaryfirvöld í Reykjavík, rétt eins og í öðrum höfuðborgum Evrópuríkja sem taldar eru upp hér að ofan, eiga að bregðast hratt og ákveðið við og samþykkja sem allra fyrst að breyta nafni Garðastrætis, þar sem sendiráð Rússneska sambandsríkisins er skráð til heimilis í húsi nr. 33. Hin nýja nafngift götunnar á að senda stjórn Vladimírs Pútíns þau skýru skilaboð að borgarbúar í Reykjavík, rétt eins og allur almenningur í lýðræðisríkjum um allan heim, mótmæli innrásinni í Úkraínu 24. febrúar og þeim glæpum, sem síðan hafa verið framdir í nafni Rússneska sambandsríkisins í landinu. Í þessu samhengi má rifja upp að ótal dæmi eru um að götur séu endurnefndar í Reykjavík. Góð breyting var til dæmis gerð árið 2010, þegar götuheitum í Túnunum í Reykjavík var breytt til að heiðra forvígiskonur kvenréttindabaráttu í borginni. Þeim áformum var hrint í framkvæmd, jafnvel þótt eigendur sumra fasteigna við þessar götur andmæltu þeim. Borgarstjórinn gyrði sig í brók Af hverju hefur ekki heyrzt bofs frá borgarstjóranum í Reykjavík vegna þessa máls? Hann á að gyrða sig í brók og hafa forystu um að þetta mál verði klárað hratt. Þeir sem þekkja til stjórnsýslu Reykjavíkurborgar vita að hún vinnur yfirleitt á hraða snigilsins, en nú er tækifæri til að slá í klárinn. Gera má ráð fyrir yfirgnæfandi stuðningi íbúa í Reykjavík við þau táknrænu mótmæli, sem í nafnbreytingunni felast. Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33. Væri sú lína ekki við hæfi á nafnspjaldi Míkhaíls Noskov, sendiherra Rússneska sambandsríkisins? Höfundur er fyrrverandi blaðamaður og fjölskyldufaðir í Smáíbúðahverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Borgarstjórn Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Rússar sem vilja frið og litlir karlar í Kreml Undanfarna daga hefur mér orðið hugsað til samtals sem ég átti á bekk í sólríkum garði í litlu þorpi skammt frá Moskvu í ágúst 1991, nokkrum mánuðum áður en Sovétríkin liðu undir lok. 7. mars 2022 09:30 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu. Skipt um skilti í Vilníus Ákvarðanir um slíkt hafa nú þegar verið teknar í nokkrum höfuðborgum. Í Ósló í Noregi stendur rússneska sendiráðið nú við Úkraínutorg, Í Tirana í Albaníu verður heimilisfang rússneska sendiherrans Frjáls Úkraína. Í Vilníus í Litháen er götuheitið Gata úkraínsku hetjanna – og búið að breyta skiltunum. Í Riga í Lettlandi mun sendiráð herraþjóðarinnar fyrrverandi standa við Götu sjálfstæðrar Úkraínu. Í sumum tilvikum hefur verið tiltekið sérstaklega að póstþjónustan í viðkomandi borgum muni ekki bera út bréf eða pakka á gamla heimilisfangið. Tillögur um nafnbreytingar eru til umræðu í fleiri borgum. Þannig hafa Frjálslyndir demókratar í Bretlandi beint þeirri tillögu til hverfisstjórnar Kensington og Chelsea í London að nafni Kensington Palace Gardens, þar sem rússneska sendiráðið stendur, verði breytt í Zelenskí-breiðgötu, til heiðurs forseta Úkraínu. Í Dublin, höfuðborg Írlands, hefur tillaga um að breyta nafni Orwell Road, þar sem stjórn Pútíns starfrækir sendiráðs, í Götu sjálfstæðrar Úkraínu verið samþykkt í undirnefnd borgarstjórnar, en nafnbreytingin bíður niðurstöðu samráðs við íbúa götunnar. Í Danmörku hefur Jakob Ellemann-Jensen, formaður Vinstriflokksins, lagt til að nafni Kristianiu-götu, sem rússneska sendiráðið stendur við, verði breytt í Úkraínugötu. Einn af borgarstjórum Kaupmannahafnar, Line Barfoed frá Einingarlistanum, tekur undir tillöguna og hefur beðið stjórnsýslu borgarinnar að vinna málið hratt. „Mér finnst þetta liggja í augum uppi, því að við eigum á allan hugsanlegan máta að sýna andstöðu okkar við hina skelfilegu og óskiljanlegu innrás Rússa,“ skrifaði Barfoed í yfirlýsingu. Hálfkák í Reykjavík Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði lögðu á miðvikudaginn fram tillögu um að nafnanefnd borgarinnar yrði falið að „breyta nafni Garðastrætis í Kænugarðsstræti, eða finna annan viðeigandi stað eftir atvikum.“ Á fundi ráðsins var tillögunni breytt og eftirfarandi samþykkt: „Nafnanefnd er falið að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs.“ Þessi lufsulega samþykkt er tómt hálfkák. Það kemur ekki annað til greina en að breyta nafni götunnar þar sem sendiráð Rússlands hefur skráð heimilisfang og hefur ekkert upp á sig að eyða tíma í annað. Rússland á reyndar sendiráðsbyggingar bæði við Garðastræti og Túngötu – til öryggis mætti breyta nafni beggja. Í samþykktinni eru ekki einu sinni sett tímamörk á það hvenær nafnanefndin á að skila tillögum til skipulagsráðs, sem þarf svo væntanlega að velja úr þeim og gera tillögu til borgarstjórnar. Borgaryfirvöld í Reykjavík, rétt eins og í öðrum höfuðborgum Evrópuríkja sem taldar eru upp hér að ofan, eiga að bregðast hratt og ákveðið við og samþykkja sem allra fyrst að breyta nafni Garðastrætis, þar sem sendiráð Rússneska sambandsríkisins er skráð til heimilis í húsi nr. 33. Hin nýja nafngift götunnar á að senda stjórn Vladimírs Pútíns þau skýru skilaboð að borgarbúar í Reykjavík, rétt eins og allur almenningur í lýðræðisríkjum um allan heim, mótmæli innrásinni í Úkraínu 24. febrúar og þeim glæpum, sem síðan hafa verið framdir í nafni Rússneska sambandsríkisins í landinu. Í þessu samhengi má rifja upp að ótal dæmi eru um að götur séu endurnefndar í Reykjavík. Góð breyting var til dæmis gerð árið 2010, þegar götuheitum í Túnunum í Reykjavík var breytt til að heiðra forvígiskonur kvenréttindabaráttu í borginni. Þeim áformum var hrint í framkvæmd, jafnvel þótt eigendur sumra fasteigna við þessar götur andmæltu þeim. Borgarstjórinn gyrði sig í brók Af hverju hefur ekki heyrzt bofs frá borgarstjóranum í Reykjavík vegna þessa máls? Hann á að gyrða sig í brók og hafa forystu um að þetta mál verði klárað hratt. Þeir sem þekkja til stjórnsýslu Reykjavíkurborgar vita að hún vinnur yfirleitt á hraða snigilsins, en nú er tækifæri til að slá í klárinn. Gera má ráð fyrir yfirgnæfandi stuðningi íbúa í Reykjavík við þau táknrænu mótmæli, sem í nafnbreytingunni felast. Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33. Væri sú lína ekki við hæfi á nafnspjaldi Míkhaíls Noskov, sendiherra Rússneska sambandsríkisins? Höfundur er fyrrverandi blaðamaður og fjölskyldufaðir í Smáíbúðahverfinu.
Rússar sem vilja frið og litlir karlar í Kreml Undanfarna daga hefur mér orðið hugsað til samtals sem ég átti á bekk í sólríkum garði í litlu þorpi skammt frá Moskvu í ágúst 1991, nokkrum mánuðum áður en Sovétríkin liðu undir lok. 7. mars 2022 09:30
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun